Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.07.2013, Page 17

Fréttatíminn - 19.07.2013, Page 17
ELLILÍFEYRISÞEGAR Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega hækkar úr 480.000 kr. í 1.315.200 kr. á ársgrundvelli, eða í sem svarar 109.600 kr. á mánuði frá 1. júlí 2013. ELLI-, ÖRORKU- OG ENDURHÆFINGARLÍFEYRISÞEGAR Lífeyrissjóðstekjur munu ekki lengur hafa áhrif á grunnlífeyri almannatrygginga. Breytingarnar geta leitt til hækkunar lífeyrisgreiðslna hjá um 15% lífeyrisþega. Þeir sem eru 67 ára og eldri og hafa ekki þegar sótt um ellilífeyri eru hvattir til að skoða rétt sinn til greiðslna. Við útreikning réttinda er árstekjum almennt dreift á 12 mánuði. Lífeyrisþegar sem eru með misdreifðar tekjur á árinu 2013 geta þó óskað eftir að fá tekjum sínum skipt niður á tímabil fyrir og eftir 1. júlí 2013. Hagstæðari leiðin verður síðan valin fyrir alla við endurreikning og uppgjör ársins 2013 sem fram fer um mitt ár 2014. Breytingar á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 samþykktar á Alþingi 4. júlí 2013. Breytingarnar gilda frá 1. júlí 2013. Leiðrétting vegna júlímánaðar verður greidd út 1. ágúst. Upplýsingar um greiðslur lífeyris verða aðgengilegar á Mínum síðum á tr.is þann 24. júlí 2013. Reiknivél lífeyris á tr.is hefur verið uppfærð miðað við nýjar forsendur. NÁNARI UPPLÝSINGAR - ÞJÓNUSTULEIÐIR: Vefur: tr.is Laugavegur 114 og umboð um allt land Netsamtal Sími 560-4460 Tölvupóstur: tr@tr.is PO RT ön nu n Breytingar á lífeyrisgreiðslum almannatrygginga 2013 Laugardal en ef það er mjög gott veður æfi ég á götunum heima í Reykjanesbæ. Maður getur æft sig víða,“ segir Arnar sem stefnir að því að ná betri árangri í lengri vegalengdum í fram- tíðinni þó hann einbeiti sér að sprettum núna og fer stundum hálft maraþon, 21,1 kílómetra, heima í Reykjanesbæ. Arnar æfir með landsliðshópi fatlaðra undir stjórn Kára Jónssonar. Arnar segir lykillinn að góð- um árangri undanfarna mánuði því að þakka að hann hafi lagt flest allt annað til hliðar og ein- beiti sér að íþróttinni. „Ég vann við bókhald áður en er hættur því núna. Ég einbeiti mér bara að þessu og lít á íþróttina sem vinnuna mína núna. Flest allt sem ég geri snýst bara um þetta. Það er lykillinn að þessum ár- angri sem ég er að ná núna. Það er ekki hægt að koma meiru að þegar maður á fjölskyldu,“ segir Arnar. Æfingarnar í Laugardal og Kaplakrika taka fjóra tíma með akstri, lyftingaæfingin tekur einn og hálfan til tvo tíma og morgunæfingin einn klukku- tíma svo æfingarnar taka sex til átta tíma hvern dag. Arnar er nú að undirbúa að sækja um styrki til fyrirtækja til stunda sína íþrótt. „Ég fæ vörur frá Herbalife í hverjum mán- uði en hef varla haft tíma til að sækja um styrki, það hefur verið svo svakalega mikið að gera. Á næsta ári fer ég sennilega tíu ferðir til útlanda að keppa til að vera samkeppnishæfur. Ég verð að mæta á mót og sjá hvað hinir eru að gera. Maður verður að vera í eldlínunni til að geta drifið sig áfram. Hérna heima hef ég enga samkeppni en get reyndar keppt við hlaupara en það er ekki eins. Venjulegur hlaupari stingur mig af í startinu en svo þegar lengra liður á hlaupið þá ætti ég að draga á hann. Ég fer hægar upp brekkur en hraðar niður þær. Þannig að það er margt sem er ólíkt þó þetta sé flokkað sem hlaupagrein hjá fötluðum.“ Slysið og föðurhlutverkið breyttu viðhorfi til lífsins Arnar lenti í mótorhjólaslysi á Helguvíkurvegi árið 2002 og segir viðhorf sitt til lífsins hafa breyst mikið eftir það þó hann sjálfur hafi ekki tekið eftir því fyrst eftir slysið. ,,Ég væri ekki samkvæmur sjálfum mér ef ég segði að ég hefði ekki breyst neitt og væri alltaf eins. Þegar Þegar frændi minn lenti í mótorhjólaslysi og lamaðist nokkrum árum fyrr en ég, hélt ég að ef þetta myndi koma fyrir mig myndi ég bara vilja deyja. Maður veit aldrei hver viðbrögðin verða fyrr en maður lendir sjálfur í ein- hverju svona. Í dag lifi ég frábæru lífi og myndi auðvitað aldrei vilja deyja. Arnar Helgi keppir í 100 og 200 metra hjólastóla- kappakstri á HM fatlaðra. Mynd/Birgir Ísleifur Arnar hefur aðeins æft hjólastóla- kappakstur í sjö mánuði en náð góðum árangri. Mynd/Birgir Ísleifur Framhald á næstu opnu Framhald á næstu opnu viðtal 17 Helgin 19.-21. júlí 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.