Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.07.2013, Page 26

Fréttatíminn - 19.07.2013, Page 26
ED DU MED DÍBBLAD NEB? Nezeril 0,1 mg/ml, 0,25 mg/ml og 0,5 mg/ml nefúði, lausn. 1 ml inniheldur: Oximetazolinhýdróklóríð 0,1 mg, 0,25 mg eða 0,5 mg. Notkun: Nezeril er notað gegn einkennum eins og nefrennsli, bólgum í nefslímhúð og nefstíflu vegna kvefs eða skútabólgu (sinusitis), eða sem stuðningsmeðferð við miðeyrnabólgu og ofnæmisbólgum í nefi. Ekki skal nota Nezeril ef þekkt er ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefni þess. Skömmtun: Börn frá 7 mánaða - 0,1 mg/ml, 2 úðar í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring. 2 úðar í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring. Börn frá 2 ára – 0,25 mg/ml, 1 úði í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring. Börn frá 7 ára – 0,25 mg/ml, 2 úðar í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring. Fullorðnir og börn frá 10 ára – 0,5 mg/ml: 2 úðar í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring. Nezeril má mest nota í 10 daga samfleytt. Varnaðarorð: Segið lækni frá því ef einhverjir aðrir sjúkdómar eru til staðar, sérstaklega hjartasjúkdómar, ofstarfsemi skjaldkirtils eða gláka (þrönghornsgláka), áður en byrjað er að nota Nezeril. Lesið vandlega leiðbeiningar um notkun lyfsins í fylgiseðli. Fulltrúi markaðsleyfishafa: GlaxoSmithKline ehf. Þverholti 14, 105 Reykjavík, Ísland, Sími 530 3700. Tilkynning um aukaverkanir: Aukaverkanir má tilkynna á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is/Aukaverkanir/tilkynna eða til GlaxoSmithKline í síma 530 3700. Þarftu að losa um stífluna? Notaðu Nezeril og andaðu léttar. ÁN ROTVARNAR- EFNA D Y N A M O R E Y K JA V ÍK É g var að vinna með Balt- asar Kormáki að prufu- þætti „pilot“ fyrir HBO. Þátturinn heitir „The Missionary“ og fjallar um Roy, ungan amerísk- an trúboða, sem lendir í kalda stríðinu og er að hjálpa ungri konu að flýja frá austur-Berlín yfir múrinn,“ segir Elísa- bet Ronaldsdóttir kvikmyndargerða- kona. Slíkur prufuþáttur segir Elísabet að sé framleiddur þegar verið sé að skoða hugmynd að þáttaröð til að meta hvort þáttaröðin sé vænleg til frekari fram- leiðslu. Handritshöfundarnir eru Malcolm Gladwell og Charles Randolf en Randolf skrifaði handritið að myndinni The Int- erpreter með Nicole Kidman í aðalhlut- verki. Baltasar Kormákur leikstýrði hins vegar þættinum. „Það gekk bara mjög vel og eins og alltaf mjög gaman að vinna með Baltasar, það verður ekki tekið af honum. Hann er líka vel liðinn þarna úti og þekktur fyrir vinnusemi og tæra snilld,“ segir Elísabet. Elísabet segir að nú sé ákveðið ferli farið af stað til þess að meta hvort þátturinn sé vænlegur til framleiðslu en hún viti ekki hvenær niðurstaðan verði ljós. „Allir eru þó rosalega ánægðir með þáttinn og það er mikil jákvæðni í gangi,“ segir Elísabet. Segir hún að þetta sé í fyrsta skipti sem Baltasar leikstýri svona þætti og að hann sé að sjálfsögðu spennandi eins og allt sem Baltasar leikstýrir. Elísabet segir það mjög líklegt að þau muni vinna saman í framtíðinni að öðrum verkefnum. „Það hefur gengið mjög vel og engin ástæða til að ætla að svo verði einnig í framtíðinni,“ segir Elísabet. Elísabet segir að klipping á sjón- varpsþætti sé ólík klippingu á kvik- mynd að mörgu leyti. „Þegar þú ert að klippa kvikmynd og ert að vinna að kvikmynd þá ertu hugsanlega með einhverja fortíð en þú ert ekki beint með einhverja framtíð heldur lýkur myndinni á einhverjum tímapunkti, nema þar sem er augljóst að það verður framleidd framhalds- mynd. En þegar verið er að vinna að þáttaröð, þá er bæði fortíð og einhvers konar nútíð en svo er öll framtíðin sem þarf að hafa í huga,“ segir Elísabet. Hún segir að klipping á þáttaröð sé þess vegna mjög spennandi. „Þetta er bara mjög skemmtileg og áhugavert og alltaf gaman að vinna með eðalfólki eins og var þarna í vinnslu þessa þáttar. Þarna var flott fagfólk í hverju horni,“ segir Elísabet. En Elísabet hefur nóg að gera og vinnur nú að heimildarmynd. „Ég var búin að lofa að vinna að heimildarmynd um Jóhönnu Sigurðardóttur með Birni Brynjólfi og er að því núna. Svo er ég að fara á kvikmyndahátíðina Transatl- antyk í Poznan í Póllandi sem haldin verður 2.-9. ágúst næstkomandi. Þar verður norrænn fókus þar sem ég mun halda erindi um kvikmyndaklippingar,“ segir Elísabet. Segir hún að bjart sé framundan í ís- lenskri kvikmyndagerð þó umhverfið sé ekki auðvelt. Það er líka alltaf stöð- ugur straumur af ungu efnilegu fólki að koma inn í kvikmyndagerðina. „Sonur minn er að fara út að læra kvikmyndagerð, ég lærði sjálf í London. Það sem er svo dásamlegt við kvik- myndagerðina hér heima er allt þetta fólk sem fer út í heim til mismunandi landa og lærir mismunandi stefnur og strauma og kemur síðan heim þar sem það fær að malla saman. Þú lærir ekki sömu kvikmyndagerð í Póllandi og Danmörku. Það auðgar okkar kvik- myndagerð,“ segir Elísabet. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is  menning Íslendingar vinna að bandarÍskum prufuþætti Elísabet Ronaldsdóttir er nýkomin til Íslands frá Los Angeles þar sem hún klippti sinn fyrsta prufuþátt fyrir sjón- varp sem Baltasar Kormákur leikstýrði. Segir hún alla mjög ánægða með hann og að mikil jákvæðni sé í gangi. Nú vinnur Elísabet að heimildarmynd um Jóhönnu Sigurðardóttur. Klippti fyrsta þátt af The Missionary Elísabet Ronaldsdóttir er nýkomin heim frá Los Angeles eftir skemmti- legt starf við að klippa prufuþáttinn The Missionary. Ljósmynd: Teitur 26 viðtal Helgin 19.-21. júlí 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.