Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.07.2013, Page 42

Fréttatíminn - 19.07.2013, Page 42
42 skák og bridge Helgin 19.-21. júlí 2013  Skákakademían FiScher-Setur opnað á SelFoSSi – SaFn og liFandi miðStöð Skákbærinn Selfoss! á dögunum var opnað með viðhöfn skáksetur á Selfossi, tileinkað minningu Bobby Fischers, en hann hvílir í Laugardælakirkjugarði í útjaðri bæjarins. Margir merkir munir eru til sýnis í Fischer-setrinu, ekki síst frá heimsmeist- araeinvíginu í Reykjavík 1972, þegar Fisc- her náði heimsmeistaratitlinum af Spassky. En Fischer-setrið verður ekki bara safn, þarna verður aðsetur Skákfélags Selfoss og nágrennis, en það er eitt hið líflegasta á landinu. Óhætt er að segja að fáir skák- klúbbar í heiminum státi af jafn skemmti- legri aðstöðu, þar sem skáksagan sjálf er beinlínis áþreifanleg. Margar snjallar ræður voru fluttar við opnun Fischer-setursins. Illugi Gunnars- son menntamálaráðherra lagði m.a. áherslu á jákvæð áhrif skákkunnáttu á námsárang- ur og Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuráð- herra bar þá Fischer og Gretti sterka sam- an á skemmtilegan hátt. Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, rifjaði upp minningar um Fischer og Guðni Ágústs- son fór á kostum þegar hann fór yfir afrek snillingsins. Guðmundur G. Þórarinsson, sem var forseti Skáksambandsins 1972, flutti ítarlegt og stórfróðlegt erindi. Þá kom Helgi Ólafsson fram með þá áhugaverðu staðreynd að samkvæmt mælingum með aðstoð tölvu er Fischer sá meistari skák- sögunnar sem oftast lék „rétta leikinn.“ Full ástæða er til að óska sveitarfélaginu og íbúum í Árborg til hamingju með Fischer-setrið. Það er til húsa við Austur- veg 21, í sama húsi og Sjafnarblóm, og við mælum eindregið með heimsókn. Teflt í Skálholti Á 50 ára afmælishátíð Skálholtskirkju þann 20. júlí nk. flytur Guðmundur G. Þórarins- son, verkfræðingur, fyrirlestur um hina fornu sögualdarskákmenn frá Ljóðshúsum – The Lewis Chessmen – og kenningu um að þeir séu íslenskir að uppruna. Jafnframt verður efnt til sögulegs skákmóts þar sem teflt verður með eftirgerðum hinna fornu taflmanna. Tefldar verða 7 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Þátttakaenda- fjöldi er takmarkaður. Þeim sem kynnu að vilja vera með í mótinu er bent á að hafa samband við Einar S. Einarsson (ese@ emax.is), en skákklúbburinn Riddarinn stendur fyrir mótinu. Sonur boxarans minnir á sig Azerinn Shakhriyar Mamedyrov (f. 1985) minnti rækilega á sig á 5. Grand Prix móti FIDE í Bejing, sem lauk í vikunni. Mamedyrov, sem er sonur boxara, sigraði á mótinu, hlaut 7 vinninga af 11, Alexander Grischuk náði 2. sæti með 6,5 vinning, og þeir Leko og Topalov deildu bronsinu. Sá snjalli Karjakin byrjaði mótið með látum og sigraði í þremur fyrstu umferðunum, en vann ekki skák eftir það og endaði með 50%. Grand Prix mótaröðin samanstendur af 6 ofurskákmótum þar sem bestu skák- menn heims berjast um digran verðlauna- sjóð – auk þess sem tveir efstu í heildar- keppninni fá sæti á áskorendamótinu í skák á næsta ári. Sveit Keflavíkur – íþrótta- og ung-mennafélags sýndi mikinn styrk og vann næsta öruggan sigur í sveita- keppni í bridge sem var meðal þátttöku- greina á Landsmóti UMFÍ 2013 sem haldið var dagana 5. - 7. júlí síðastliðna. Mótið var haldið á Selfossi. Sveit Keflavíkur fékk 279 stig í 15 leikjum sem gerir 18,6 stig að meðaltali. Sveitin var skipuð Hjálmtý Baldurssyni, Jóhannesi Sigurðssyni, Einari Jónssyni, Karli G. Karlssyni og Karli Her- mannssyni. Hjálmtýr náði sömuleiðis efsta sæti í bötlerreikningi mótsins, fékk 1,22 impa í plús að meðaltali. Í öðru sæti var Jóhannes Sigurðsson sem fékk 1,10 impa. Spil dagsins er með Hjálmtý Baldursson og Einar Jónsson í AV í leik liðsins gegn Íþróttabandalagi Akureyrar í áttundu umferð mótsins. AV eru með 4-4 hjarta- samlegu og þeir sem fundu hana, þurftu að bíta í það súra epli að fá 5-0 legu gegn sér. En þróun sagna forðaði Hjálmtý og Einari frá að finna hjartasamleguna. Suður var gjafari og AV á hættu: Suður vestur norður austur Pass pass2 spaðar dobl Pass 2 grönd* pass 3 lauf* 3 spaðar! p/h Hjálmtýr sat í austur og ákvað að dobla veika tveggja spaða opnun norðurs. Einar Jónsson sagði tvö grönd í vestur sem var Lebensohl sagnvenja til að sýna veik spil. Hjálmtýr meldaði þrjú lauf eins og hann var beðinn um en þá ákvað suður að berj- ast í 3 spaða á sín spil. Hann hefur eflaust vonast til að AV myndu berjast áfram en varð ekki að ósk sinni, því 3 spaðar voru passaðir út. Sá samningur fór 3 niður (fjóra á spaða, einn á tígul og tvo á lauf) og reyndist vera næst besta talan í AV í öllu mótinu. Flest AV-pörin fundu hjartasam- leguna með vondum afleiðingum. Á hinu borðinu í leiknum var samningurinn 2 spaðar í norður sem unnust slétt! Jöfn og góð þáttaka í sumarbridge Miðvikudagskvöldið 10. júlí mættu 36 pör til leiks. Eftir mikla baráttu höfðu Magnús Sverrisson og Halldór Þorvaldsson sigur með 61,7% skor. Lokastaða 5 efstu para varð þannig: 1. Magnús Sverrisson – Halldór Þorvaldsson 61,7% 2. Alda Guðnadóttir – Kristján Snorrason 60,8% 3. Halldór Svanbergsson – Sverrir Þórisson 59,7% 4. Anton Gunnarss. – Vilhjálmur Sigurðsson jr 58,8% 5.Soffía Daníelsdóttir – Hermann Friðriksson 58,8% Mánudagskvöldin hafa ekki verið eins vel sótt en aðsókn var óvenjugóð. Mánu- dagskvöldið 15. júlí mættu til leiks 26 pör og Gunnlaugur Sævarsson og Kristján Már Gunnarsson höfðu næsta öruggan sigur með 62,6% skor. Lokastaða 5 efstu para varð þannig: 1. Gunnlaugur Sævarss. – Kristján M. Gunnarss. 62,6% 2. Bergur Reynisson – Stefán Stefánsson 58,3% 3. Halldór Svanbergsson – Magnús E Magnúss. 57,4% 4. Sigurjón Ingibjörnsson – Oddur Hannesson 57,1% 5. Hermann Friðriksson – Gabríel Gíslason 56,4%  bridge landSmót umFí 2013 Öruggur sigur sveitar Keflavíkur ♠ D109543 ♥ - ♦ G75 ♣ K987 ♠ 7 ♥ ÁK1095 ♦ D984 ♣ G104 ♠ Á862 ♥ G863 ♦ 10 ♣ D632 ♠ KG ♥ D742 ♦ ÁK632 ♣ Á5 N S V A Hjálmtýr Baldursson með makker sínum til fjölda ára, Baldvini Valdimarssyni. Mynd Aðalsteinn Jörgensen Friðrik Ólafsson og Illugi Gunnarsson slá á létta strengi við opnun Fischer-seturs á Selfossi. Gunnar Finnlaugsson einn frumkvöðla Fischer- setursins með söfnunarbauk, sem merktur er með viðeigandi hætti.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.