Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.07.2013, Page 54

Fréttatíminn - 19.07.2013, Page 54
Það eru tvö hundruð áttatíu og þrjár sem heita Olga á Íslandi og ég vona að þær taki vel í þetta. Ég fer fljótlega til Bandaríkj- anna í viðtöl vegna 2 Guns og eins og staðan er núna fer Everest að fara í gang. V egur Baltasars Kormáks vex jafnt og þétt í Hollywood og leikstjórinn er hlaðinn verkefnum. Hann fann þó smá glufu í dag- skránni í júní og hvílist nú í faðmi fjölskyldunnar á Hofi í Skaga- firði. Fer í útreiðartúra og nýtur þess að vera fjarri skarkalanum. Hann segir fríið þó vera innan gæsalappa og kvöldin fara mikið í símtöl yfir hafið þar sem undir- búningur fyrir næstu mynd hans, Everest, er í fullum gangi. Baltasar segist þó lítið geta sagt til um hvernig næstu verk- efni muni raðast en gangi allt eftir leggur hann á Everest næst. „Maður hefur ekki alltaf stjórn á þessu og hvernig þetta raðast. Verkefnin raðast svolítið upp af sjálfu sér,“ segir leikstjórinn. Næsta mynd Baltasars, spennu- myndin 2 Guns með þeim Denzel Washington og Mark Wahlberg í aðalhlutverkum, verður frum- sýnd í byrjun ágúst og þá fer allt á fullt hjá Baltasar á ný. Hann tók upp fyrsta þáttinn í sjónvarps- þáttaröðinni The Missonary, fyrir kapalstöðina HBO, áður en hann kláraði 2 Guns. „Tímasetningarn- ar gengu þannig upp að ég gerði þáttinn og fór svo og kláraði 2 Guns. Þannig að það var ekki fyrr en núna í júní sem ég var nokk- urn veginn að losna, Þá komst ég aðeins heim og er búinn að vera fyrir norðan. Það er samt að ýmsu að hyggja. Ég fer fljótlega til Bandaríkjanna í viðtöl vegna 2 Guns og eins og staðan er núna fer Everest að fara í gang.“ Baltasar gerir ráð fyrir að hann hefjist handa við Everest fyrr en seinna enda sé einhverjum örfáum samningum í kringum hana ólok- ið en allt stefni hratt í rétta átt. Everest er byggð á bókinni Into Thin Air eftir Jon Krakauer og segir frá örlagaríkum leiðangri á þennan hæsta tind veraldar 1996. Christian Bale var til skamms tíma orðaður við aðalhlutverkið en leikararnir Josh Brolin og Jake Gyllenhaal eru nú í viðræðum um að taka að sér hlutverk undir stjórn Baltasars. Baltasar áformar að taka myndina að stórum hluta upp á Íslandi og einnig í Nepal og á Ítalíu. -þþ  baltasar KormáKur Hleður batteríin fyrir norðan Horfir til Everest frá Skagafirði V ið héldum fyrstu tónleikana okkar í Hollandi og ákváðum þá að allar sem heita Olga fengju frítt inn og í framhaldi af því kviknaði sú hugmynd að bjóða öllum Olgum á Íslandi persónulega á tónleika í tónleikaferðinni okkar. Það er svo gott að búa á svona litlu landi því þá er auð- velt að hafa uppi á heimilisföngum en við sendum boðsbréf heim til allra sem heita Olga,“ segir Bjarni Guðmundsson, einn söngvara Sönghópsins Olgu en hópurinn heldur í tónleikaferð í ágúst og hefur boðið öllum Olgum landsins að mæta frítt á ein- hverja af tónleikunum. „Það eru tvö hundruð áttatíu og þrjár sem heita Olga á Íslandi og ég vona að þær taki vel í þetta. Hingað til höfum við aðeins heyrt af jákvæðum viðbrögðum,“ segir Bjarni. Fjölmiðlakonan Olga Björt Þórðardóttir er ein þeirra sem fengið hafa boðskort á tónleika sönghópsins. „Ég fékk þetta fína boðsbréf frá sönghópnum, undir- ritað af þeim öllum fimm. Þetta er mjög jákvætt framtak hjá þeim og fékk mig svo sannarlega til að brosa,“ segir Olga sem stefnir að því að þiggja boð sönghópsins og mæta á tónleika. „Það yrði gaman að kíkja því maður fær nú ekki svona boðsbréf á hverjum degi. Við erum tvær Olgurnar sem erum systkina- börn og heitum eftir ömmu okkar. Það væri gaman að fara með henni á tónleika með Sönghópnum Olgu.“ Sönghópinn skipa fimm söngvarar, þrír frá Íslandi, einn frá Hollandi og einn uppal- inn í Bandaríkjunum en af rússneskum ættum. Allir stunda þeir nám í klassískum söng við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hol- landi hjá Jóni Þorsteinssyni söngkennara. Hópurinn flytur þjóðlagatónlist frá öllum heimshornum og á dagskrá tónleikanna eru lög á fimm tungumálum, íslensku, ensku, þýsku, hollensku og rússnesku. Söng- hópurinn heldur tónleika í Flatey 3. ágúst, á Ólafsfirði 6. ágúst og í Djúpavogi þann átt- unda. Tónleikaferðinni mun svo ljúka með tvennum tónleikum í Reykjavík, þann 9. ágúst í Áskirkju og þann 10. í Fríkirkjunni í Reykjavík en þeir tónleikar verða hluti af „off-venue“ dagskrá Hinsegin daga. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Sönghópinn Olgu skipa Haraldur Sveinn Eyjólfsson, Gulian van Nierop, Bjarni Guðmundsson, Philip Barkubarov og Pétur Odd- bergur Heimisson. Allir stunda þeir nám í klassískum söng við Tónlistarháskólann í Utrecth í Hollandi hjá Jóni Þorsteinssyni. Mynd/Jonathan Alexander Ploeg.  tónlist söngHópurinn olga Heldur í tónleiKaferð um landið Bjóða öllum Olgum á tónleika Meðlimir Sönghópsins Olgu kynntust í tónlistarháskólanum í Utrecht í Hollandi og halda í tónleikaferð um Ísland í ágúst. Allar Olgur landsins, 283 talsins, hafa fengið boð á tónleikana. Bréfin 283 sem sönghópurinn Olga sendi öllum Olgum á landinu. Söngvararnir undirrituðu öll boðsbréfin. Mynd/Bjarni Guðmundsson. Fjölmiðla- konan Olga Björt Þórðardóttir er ein þeirra sem fengið hefur boð á tónleika söng- hópsins Olgu. Mynd Hari. Baltasar Kormákur fann sér stund milli stríða og hefur notið lífsins í Skagafirðinum. Framundan er hasar í kringum frum- sýningu 2 Guns og síðan verður lagt á Everest. s ólóklúbburinn er félags-skapur einhleyps fólks sem vill njóta lífsins og gera eitthvað með öðrum án þess að vera drifið áfram í örvæntingarfullri makaleit. Klúbburinn var stofnaður 2007 og meðlimir hittast reglulega og stundum með litlum fyrirvara til þess að skemmta sér. Rósa Þorleifs- dóttir er í forsvari fyrir klúbbinn en hún segir hann hafa orðið til þegar fólk sem var orðið leitt á að finna sér félags- skap á Einkamál.is hafi ákveðið að gera eitthvað róttækt í málinu. „Þetta var fólk sem notaði vefinn bara til þess að hitta annað fólk en ekki til þess að finna sér maka. Þetta hefur alls ekkert að gera með stefnumót eða makaleit. Því fer fjarri.“ Tilgangurinn er ein- faldlega að koma sér út af heimilinu og gera eitthvað með öðrum. „Við förum í leikhús, út að borða, förum í gönguferðir og höldum matarboð. Við erum bara félagsskapur einhleyps fólks sem vill njóta lífsins og gera eitthvað saman. Gera eitthvað annað en sitja föst við Facebook eða sjón- varpið með fjarstýringuna í annarri hendi og hina undir vanga.“ Sólóklúbburinn er opinn öllum einhleypum á aldr- inum 25-59 ára en eins og stendur er meðalaldurinn í kringum fertugt. Þótt makaleit sé ekki málið segir Rósa að stund- um taki ástin völdin innan hópsins, fók nái saman og þá verða að vonum afföll. „Fólk hefur alveg fundið sér maka í gegnum félagið og í augnablikinu er fjöldinn í lágmarki meðal annars vegna þess að við höfum tapað félögum sem rugluðu saman reitum,“ segir Rósa. Þegar mest hef- ur verið voru félagarnir um 200 en eru nú í kringum 70 að sögn Rósu. Frekar upplýsingar og skráning í klúbbinn eru á heimasíðu hans www. soloklubburinn.is. -þþ  einHleypir sKemmta sér í sólóKlúbbnum Ástin veldur stundum afföllum Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar “Kryddaðu” fataskápinn með fatnaði frá Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16 Buxur Háar í mittið Regular fit, beinar niður 1 litur: svart Str. 34 - 56 Verð 12.900 kr. 54 dægurmál Helgin 19.-21. júlí 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.