Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 4
Nýr framkvæmdastjóri Geðhjálpar
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
SV-átt oG Skúrir SuNNaN oG
VeStaNtil. Birtir Na-til.
HöfuðBorGarSVæðið: Skýjað að
meStu og Skúraleiðingar.
úrkomulítið oG fremur SValt.
Víða BláStur.
HöfuðBorGarSVæðið: Þurrt að meStu,
en rigning Seint um kvöldið.
VaxaNd N-átt oG riGNiNG eða Slydda
N- oG a-laNdS SíðdeGiS.
HöfuðBorGarSVæðið: rigning fyrSt,
en rofar Síðan til.
Hret á sunnudag
Það er ofsögum sagt að segja að orðið
sé heldur haustlegt, en ofan á úrkomu-
og vindatíðina bætist nú við að veður
fer greinilega kólnandi. aðgerðarlítið
í dag og á morgun laugardag, en þá
dýpkar lægð hér suðurundan
sem lætur til sín taka á
sunnudag. Þá er spáð er n-
átt, hvassri og með slyddu
en snjókomu til fjalla um
kvöldið og nóttina n- og
a-lands. ferðalangar
þar fylgist með því færð
getur spillst.
8
8 10
10
8
7
5 8 8
7
8
4 2 4
7
einar Sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
P
O
K
A
H
O
R
N
Kæru landsmenn!
Til hamingju með
Dag íslenskrar náttúru
mánudaginn 16. september.
Megi dagurinn verða okkur öllum
ánægjulegur og góður til að fagna og
njóta fegurðar og gjafa íslenskrar náttúru.
Upplýsingar um dagskrá er að finna á
www.umhverfisraduneyti.is
DAGUR
ÍSLENSKRAR
NÁTTÚRU
skólamál nemendur í Fá mega ekki Fara undir 80 prósent skólasókn
Harðar tekið á fjarvistum
nemenda í framhaldsskólum
Mæting nemenda hefur verið áhyggjuefni í mörgum framhaldsskólum undanfarin ár. Skólayfir-
völd í fjölbrautaskólanum við Ármúla skerptu á reglunum í haust og nú geta nemendur misst
skólavist ef þeir fara undir 80 prósent skólasókn. nemendur fá alltaf skráða á sig fjarvist fyrstu
tvo dagana sem þeir missa úr skóla.
Þ að er stór hópur nemenda sem þarf á auknu aðhaldi að halda og við vonum að þetta ýti við þeim,“ segir Steinn
Jóhannsson, skólameistari Fjölbrautaskólans
við Ármúla.
Harðar er nú tekið á fjarvistum í mörgum
framhaldsskólum landsins,
enda hefur mæting nemenda
verið áhyggjuefni í mörgum
þeirra. Var nemendum í FÁ
tilkynnt í upphafi haustannar
að færi mæting þeirra undir
80 prósent eigi þeir á hættu að
verða vísað úr skólanum, bæti
þeir ekki ráð sitt. „Við vorum
ekki að herða reglurnar, við
vorum að skerpa á þeim,“ segir
Steinn. Hann segir að skóla-
yfirvöld hafi farið vel yfir mæt-
inguna á síðasta skólaári. „Og
þar vakti athygli okkar þessi
tíðu tilfelli þar sem nemendur
voru fjarverandi í einn dag eða
voru að sækja um leyfi í einum
og einum tíma. Þessu fylgdu
endalaus vottorð og í stórum skóla eins og
okkar var fullt starf bara að halda utan um
þetta.“
Nú eru reglurnar í FÁ þannig að fyrstu
tveir dagarnir sem nemendur missa úr skóla
eru alltaf skráðir sem fjarvist. Til að mynda
ef nemandi er veikur í heila viku og skilar
inn vottorði, þá gildir vottorðið bara fyrir
þrjá seinustu dagana. „Það er kveðið á um
80 prósent mætingu þannig að nemendur
hafa nokkra daga upp á að hlaupa. Þú getur
verið fjarverandi rúmar tvær vikur á kennslu-
tíma og það er meira en gengur og gerist á
almennum vinnumarkaði. Okkur finnst eðli-
legt að það sé meiri samsvörun þar á milli en
verið hefur,“ segir Steinn. Hann tekur skýrt
fram að enn sé tekið tillit til sérstakra tilfella.
„Við höfum verið með ákveðinn sveigjanleika
og hann verður vissulega við lýði áfram. Við
tökum tillit til nemenda sem eru með börn á
framfæri og nemenda sem glíma við langvar-
andi veikindi svo dæmi sé tekið.“
Nemendur sem fara undir 80 prósenta
mætingu þurfa að skrifa undir samning við
skólayfirvöld þar sem þeir skuldbinda sig
til að bæta mætingu sína á næstu tveimur
vikum. Ef þeir bæta ekki ráð sitt missa þeir
skólaplássið, að sögn Steins. „Mér finnst
þetta mjög eðlilegt. Skólinn er að eyða fjár-
munum í nemendur sem mæta kannski ekki í
tíma. Það er eðlilegt að það komi meiri skuld-
binding frá þeim.“
Rétt yfir eitt þúsund manns stunda nám
í dagskólanum í FÁ. Þó aðeins séu nokkrar
vikur liðnar af haustönninni eru þegar nem-
endur komnir á skilorð. Steinn vill ekki gefa
upp hversu margir nemendur það séu en
segir að þeir skipti tugum. „Við erum mjög
spennt að sjá hver útkoman verður eftir
rúmar tvær vikur.“
Höskuldur daði magnússon
hdm@frettatiminn.is
nemendum í fjölbrautaskólanum við Ármúla var tilkynnt í haust að harðar væri tekið á fjarvistum þeirra en áður. fari þeir niður
fyrir 80 prósent mætingu geta þeir átt von á að missa skólavistina. Ljósmynd/Hari
Steinn
jóhannsson.
Þrjú útibú sameinuð í
eitt á Höfðabakka
nýtt útibú íslandsbanka hefur verið opnað
á Höfðabakka 9. Þar sameinast útibú
bankans við gullinbrú, í Hraunbæ og
mosfellsbæ í eitt. í útibúinu á Höfðabakka
verða 23 starfsmenn. „nýtt útibú á Höfða-
bakka er liður í að efla þjónustu bankans
bæði fyrir einstaklinga og fyrirtækja og
þar sameinast kraftar reynslumikils starfs-
fólks. flutningur í nýtt útibú og sameining
þessara mikilvægu útibúa er liður í að
sækja enn frekar fram, styrkja og efla
okkar útibú. Þetta er sameining til sóknar
en jafnframt hagræðing í útibúaneti okkar.
Ég er sannfærð um að þetta er skref í átt
að enn betri fjármálaþjónustu og skyn-
samri hagræðingu til lengri tíma,“ segir
una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri við-
skiptasviðs íslandsbanka. -jh
Þrjár sýningar í
listasafni reykjavíkur
vetrardagskráin er að fara af stað í
listasafni reykjavíkur og verða opnaðar
þrjár sýningar í Hafnarhúsinu á morgun,
laugardaginn 14. september, klukkan
16. Þetta eru sýningarnar Brunnar eftir
litháíska listamanninn Zilvinas kempinas,
vera eftir tomas martišauskis sem einnig
er frá litháen og sýningin íslensk vídeólist
frá 1975-1990 þar sem verk sýnd verða
verk eftir á annan tug listamanna.
anna gunnhildur
Ólafsdóttir hefur verið
ráðin framkvæmdastjóri
geðhjálpar. anna gunn-
hildur hefur nýlokið
diplómanámi í opinberri
stjórnsýslu frá Háskóla
íslands. Hún er með
mBa-gráðu í viðskiptum
og stjórnun með áherslu
á mannauðsfræði frá
Háskólanum í reykjavík,
Ba-gráðu í íslenskum
fornbókmenntum og
fjölmiðlafræði ásamt
diplómanámi í uppeldis-
og kennslufræði frá Hí.
anna gunnhildur hefur
gegnt starfi deildarstjóra
á skrifstofu borgarstjóra
og borgarritara síðustu
ár. Hún var blaðamaður
á morgunblaðinu í 15 ár.
eiginmaður hennar er
davor Purusic, lögfræð-
ingur hjá umboðsmanni
skuldara, og eiga þau
tvær dætur.
markmið geðhjálpar
er, að því er fram kemur
í tilkynningu, að vinna
að hagsmunamálum ein-
staklinga með geðrænan
vanda og aðstandenda
þeirra. félagið hefur
gengið að kauptilboði í
húseign sína við túngötu
7 í þeim tilgangi að greiða
niður skuldir félagsins
og efla starfsemi þess
til framtíðar. leitað er
að hagkvæmu húsnæði
undir starfsemina.
4 fréttir Helgin 13.-15. september 2013