Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.09.2013, Side 16

Fréttatíminn - 13.09.2013, Side 16
Hvert skref út fyrir þægindahringinn gerir okkur öruggari með okkur sjálf Ögraðu sjálfum þér H vað er ég eiginlega að fara að gera?“ hugsaði ég með mér meðan ég ók í myrkrinu að Kramhúsinu. Dagana fyrir fyrsta tímann var ég uppfull af tilhlökkun en núna þegar hann var við það að hefjast fann ég skyndilega fyrir einhverjum undarlegum kvíða. „Kannski verður þetta rosa leiðinlegt. Kannski verður þetta bara skrýtið. Kannski næ ég ekki að gera öll sporin. Kannski finnst öllum hinum ég rosa asna- leg. Hvað gerir maður annars í afró?“ Um leið og ég mætti á staðinn hvarf kvíðinn sem dögg fyrir sólu, enda ekkert til að kvíða fyrir. Það er bara stundum sem okkur líður einhvern vegin svona þegar við erum að fara að gera eitthvað nýtt, eitthvað framandi. Eitthvað sem ögrar sjálfum okkur að gera. Ég gerði mér þarna grein fyrir að ég hef ekki farið út fyrir minn þæginda- hring í mjög langan tíma. Í grunnskóla var ég feimna stelpan sem stamaði og roðnaði þegar ég átti að lesa upphátt, jafnvel þó ég kynni mjög vel að lesa. Á seinni hluta unglingsárunum fór ég að ögra sjálfri mér við hvert tækifæri sem gafst og í dag verða flestir undrandi þegar ég segist hafa verið feiminn og óframfærinn unglingur. Ég tók einhverju sinni ákvörðun um að ég ætlaði að breyt- ast og það tókst með áralangri vinnu. Ég var frekar ánægð með mig en eftir á að hyggja þá sé ég að kannski var ég svo ánægð að ég gleymdi að halda áfram á ögrunarbrautinni. Undirliggjandi kvíði fyrir nýju námskeiði er aðeins til marks um það, jafnvel þó kvíðinn hafi aðeins varað um stund. Í raun er nefnilega gott að finna fyrir smá kvíða – góðum kvíða. Það heldur okkur við efnið. Litlu feimnu stelpuna grunaði varla að einhvern tímann yrði hún fjölmiðla- kona. Starfi í fjölmiðlum fylgja mikil forréttindi, að fá að hitta áhugavert fólk með áhugaverða sögur í hverri einustu einustu viku. Svava Bjarnadóttir tilheyrir þeim hópi áhugaverðs fólks sem ég hitti í vikunni sem er að líða. Hér í Fréttatím- anum segir hún frá því þegar hún sagði upp starfi sínum sem farsæll fjármála- stjóri í stóru verkfræðifyrirtæki, gekk bókstaflega út í óvissuna og lét draumana rætast. Innan við tveimur árum síðar hef- ur hún lokið námi úr virtum ljósmynda- skóla, menntað sig sem markþjálfi og far- ið alein til Tælands þar sem hún kynntist sjálfri sér enn betur. Svövu fannst erfitt að taka þessa stóru ákvörðun, að hætta í góðu starfi, prófa nýja hluti og stíga þannig langt út fyrir þægindahringinn, en henni hefur sjaldan liðið betur. Ein vinkona mín ákvað að setja sér markmið eftir að hún skildi við manninn sinn. Hún ætlaði að gera eitthvað ögrandi sem hún hafi aldrei gert áður, í hverjum mánuði í heilt ár. Á þessum tíma prófaði hún fallhlífarstökk, byrjaði að æfa fót- bolta og átti einnar nætur kynni í fyrsta og eina skiptið á ævinni. Hún varð lífs- glaðari og sjálfstraustið efldist við þora að framkvæmda alla þessa nýju hluti. Við þurfum öll að ögra okkur reglulega. Ég held að bæði ég og þú eigum eftir að prófa sitthvað af því sem talið er upp hér að ofan. Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is Í raun er nefnilega gott að finna fyrir smá kvíða – góðum kvíða. Það heldur okkur við efnið. 16 viðhorf Helgin 13.-15. september 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.