Fréttatíminn - 13.09.2013, Page 20
B erglind Snorra er þrjátíu og tveggja ára gullsmiður og vöru- og húsgagnahönnuður. Faðir
hennar, Jón Snorri Sigurðsson gull-
smíðameistari er stjúpsonur Jens Guð-
jónssonar, stofnanda Jens skartgripa,
og starfaði við hlið hans frá stofnun
fyrirtækisins. Með Berglindi starfa
systkini hennar, þau Ingibjörg sem er
viðskiptafræðingur og forstjóri fyrir-
tækisins og Snorri Freyr sem er með
BA gráðu í listfræði og starfar við stál-
framleiðslu fyrirtækisins um þessar
mundir. Berglind segir það snemma
hafa komið í ljós að Ingibjörg systir
hennar hefði ekki þolinmæði í gull-
smíðina en frábært sé að hafa hana í
forstjórastólnum. Þá hafi það alls ekki
verið ósk foreldra þeirra að þau ynnu
öll hjá fyrirtækinu þó það sé engu að
síður gaman að þau geti starfað saman
og að þær systurnar hafi fundið sinn
framtíðarstað innan fyrirtækisins.
Í æsku ætlaði Berglind sér alls ekki
að verða gullsmiður, eins og faðir
hennar, því hendur hans voru alltaf svo
Það sem afi hefur
smíðað dettur ekkert
úr tísku, heldur þykir
alltaf flott.
Vonbrigði í unglingavinnunni upp-
hafið að frama við skartgripahönnun
Berglind Snorra, gullsmiður og hönnuður hjá Jens, fékk ekki það starf sem hún vildi í unglingavinnunni sumarið eftir 9. bekk og fór þá að vinna á gullsmíðaverkstæði
fjölskyldunnar og hefur starfað þar meira og minna síðan. Hún ætlaði sér þó aldrei að verða gullsmiður en smíðar og hannar í dag fyrir Jens- og Uppsteyt skartgripi
og stál í stál gjafavörulínuna.
Fjölskyldan samankomin á gull-
smíðaverkstæði Jens. Snorri Freyr
og Berglind fyrir aftan en Ingibjörg
og Snorri fyrir framan. Ljósmynd/Hari.
… og öll fjölskyldan nýtur góðs af!
Ebba Guðný heldur námskeið
þriðjudaginn 24. sept., í Lifandi
markaði, Fákafeni 11. kl.20-22
Skráning á ebba@pureebba.com
Nánari upplýsingar á
www.lifandimarkadur.is
Verð aðeins 4000 kr.
Borgartún 1 Fákafen 1 Hæðasmári
www.lifandimarkadur.is
Hvað á ég að gefa
barninu mínu
að borða?
óhreinar eftir vinnudaginn á gull-
smíðaverkstæðinu. „Svo sumarið
þegar ég var fimmtán ára fékk
ég ekki það starf sem ég vildi í
unglingavinnunni og þá kom pabbi
með þá tillögu að ég færi að vinna
hjá honum og þar með var fram-
tíðin ráðin,“ segir hún. Berglind
lærði svo gullsmíði í Iðnskólanum
og stundaði sitt verknám í fjöl-
skyldufyrirtækinu með föður sinn
sem lærimeistara. Síðar fór hún til
náms við Sheffield Hallam háskól-
ann á Englandi og lærði vöru- og
húsgagnahönnun. Berglind er einn
af aðal hönnuðum Jens og hannar
og smíðar ýmsar fallegar vörur, svo
sem blaðastanda, húsgögn, tæki-
færiskort og einnig á hún stóran
þátt í hönnun gjafavörulínunnar
stál í stál ásamt því að vera annar
hönnuður skartgripalínunnar
Uppsteyt. Berglind smíðar einnig
skartgripi í klassísku skartgri-
palínu Jens. Þar að auki hannar
hún umbúðir utan um fyrrnefndar
vörur.
Berglindi leiðist aldrei í vinnunni
og segir engan skort á góðum
hugmyndum að hönnun. „Það er
eiginlega þannig að því meira sem
ég vinn, því fleiri hugmyndir fæ
ég. Líkt og ein hugmynd fæði af
sér aðra og þannig gengur þetta.“
Hugmyndirnar koma oft þegar
hún leggst til svefns á kvöldin. „Þá
slaka ég á og fæ alls konar hug-
myndir. Ég er með bók á náttborð-
inu og punkta hugmyndirnar niður
svo ég gleymi þeim ekki. Heilinn
er svo ótrúlegur. Hann er alltaf að
vinna.“ Stundum þegar Berglind
er að prófa sig áfram með nýjar
hugmyndir mistakast þær en aðrar
hugmyndir fæðast svo að í mistök-
unum geta leynst tækifæri.
Fyrirtækið Jens var stofnað árið
1966 af Jens Guðjónssyni og er
Snorri, faðir Berglindar, stjúp-
sonur Jens. „Pabbi vann alltaf með
Jens og unnu þeir alltaf mjög vel
saman,“ segir Berglind. Jens lést
árið 2010 og segir Berglind hann
hafa unnið við smíðar kominn vel
á níræðisaldur. „Það er svo gaman
með afa hvað gripirnir hans voru í
senn nútímalegir en samt sígildir.
Það sem hann hefur smíðað dettur
ekkert úr tísku, heldur þykir alltaf
flott,“ segir hún.
Starfsfólkið hjá Jens vinnur vörur
fyrirtækisins frá A-Ö en fyrirtækið
er þekkt fyrir að nota íslenska
steina í sína framleiðslu og fara þau
öll saman og tína í fjörum landsins.
„Þetta er stundum hörkupúl, sér-
staklega þegar við sækjum stóra
steina,“ segir Berglind.
Aðspurð hvort fjölskyldan ræði
ekki mikið um vinnuna þegar
meðlimirnir hittast utan hennar
segir Berglind svo stundum vera.
„Stundum þurfum við að stoppa
okkur í vinnuspjalli en það er nú
margt annað að gerast hjá okkur
líka. Til dæmis á ég eina dóttur
sem er eins og hálfs árs og Ingi-
björg systir mín tvær ungar dætur
líka svo það er um ýmislegt annað
en gullsmíði að hugsa hjá okkur,“
segir Berglind og brosir.
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
20 viðtal Helgin 13.-15. september 2013