Fréttatíminn - 13.09.2013, Side 32
Niðurstað-
an er að
kerfi með
alhliða
greind í
umhverfi
sem er
erfitt að sjá
hljóta að
hafa hvata
til að vera
forvitin.
Æ tli áhugi á gervigreind og vélmennum hafi ekki komið fyrir alvöru þegar ég var 12 ára,“ segir Kristinn R. Þórisson, dósent í tölvunar-
fræði við Háskólann í Reykjavík, stofnandi og stjórnandi
Vitvélastofnunar Íslands og einn fremsti fræðimaður Ís-
lendinga á sviði gervigreindar. „Þá var ég reyndar sann-
færður um að það yrði búið að leysa öll þessi mál þegar
ég yrði fullorðinn og ég myndi missa af því skemmtilega
verkefni að finna út úr því hvernig maður býr til greinda
vél. Saga gervigreindar er athyglisverð að því leyti að
því hefur reglulega verið spáð á tíu ára fresti að innan tíu
ára verðum við komin með vélar sem eru greindari en
menn á einhverju sviði. Sem táningur var ég búinn að
undirbúa mig fyrir að þurfa að finna mér eitthvað annað
að gera, þó mér fyndist þetta ótrúlega spennandi.“
Hugsun, heili, sjálfvirkni
Það heillar Kristin bæði hvað gervigreindarrannsóknir
hafa marga nýtingarmöguleika og tengsl þeira við
grundvallarþátt í tilveru okkar – hugsun. Þrátt fyrir að
afar langt sé í land þar til hægt verður að búa til greind
kerfi með greind sem jafnast á við mannfólk og æðri
dýrategundir hafa hugmyndir vísindamanna á þessu
Forvitnar vélar
Kristinn R. Þórisson, stofnandi Vitvélastofunar Íslands, fékk annað árið í röð hin alþjóðlegu Kurzweil-verðlaun
fyrir rannsóknir á gervigreind. Niðurstöður hópsins sem hann starfar með ganga þvert á flestar forsendur sem
menn hafa gefið sér um gervigreind og eru þeir því á góðri leið með að bylta mörgum grunnhugmyndum um
hvernig fólk skilur og forritar greind kerfi.
sviði þegar nýst okkur á ótal sviðum. „Sem táningur sá
ég fyrir mér að tölvur yrðu lykilþáttur í framtíð þjóð-
félagsins og að hér yrði allt fullt af vélmennum að gera
þarfa hluti. Það hefur enn ekki orðið raunin, en þetta
er svo áhugavert út frá bæði hagkvæmnissjónarmiðum
og fræðilega hlutanum. Fræðilegi hlutinn hefur reynst
mun fyrirferðarmeiri en ég átti von á og viðfangsefnin
teygja sig langt inn í hversdagsleg fyrirbæri en eru þó
ansi snúin þegar betur er að gáð, svo sem hvað það er
að vera einstaklingur og hvað það er að taka upplýstar
ákvarðanir. Þetta snýst um grundvallarhugtök sem
við notum á hverjum degi en við skiljum ekki að fullu
hvað það er sem skilgreinir okkur sem menn fyr en við
skiljum hvernig hægt er að smíða kerfi búin þessum
eiginleikum. Hugsun, heili og sjálfvirkni tengist allt á
djúpstæðan hátt og mig langar bara að fletta hulunni
ofan af þessu, vonandi öllum til góðs,“ segir hann.
„Um leið erum við að framleiða þekkingu sem nýtist á
fjölmargan hátt því gervigreind er í sjálfur sér bara full-
komnari sjálfvirkni.“
Kristinn fékk hin alþjóðlegu Kurzweil-verðlaun fyrr
á þessu ári, ásamt Eric Nivel, sérfræðingi við Gervi-
greindarsetur Háskólans í Reykjavík, og samstarfs-
mönnum þeirra við gervigreindarrannsóknarstofuna
Idsia í Sviss. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir vísinda-
grein sem þykir skara fram úr á sviði alhliða gervi-
greindar. Þar með er ekki öll sagan sögð því Kristinn
og Eric fengu Kurzweil-verðlaunin einnig á síðasta ári,
í félagi við dr. Helga Pál Helgason, á Gervigreindar-
setri HR sem Kristinn leiðbeindi í doktorsnámi.
Kristinn segir það vissulega heiður að hafa fengið
verðlaunin tvö ár í röð. „Þetta kom okkur svolítið á
óvart. Það er heiður að fá verðlaunin einu sinni en
annað skipti þýðir að það fyrsta var að öllum líkindum
ekki bara heppni.“
Forvitni byggð í grunneðli greindra kerfa
Hópurinn sem Kristinn starfar með hefur verið að
skoða hugmyndina um alhliða greind, og þá sérstak-
lega bera saman hvernig sviðið skilgreinir greind og
svo hvernig greind birtist í náttúrunni. „Við eigum
mjög langt í land með að framkalla greind eins og hún
birtist hjá mönnum. Hugsun hefur fært mannfólki
þjóðfélagið, fjölþátta samskiptamáta, og ferðamáta
nútímans. Ef maður spyr sig hversu langt er þangað til
gervigreint kerfi getur framkallað eitthvað af þessu,
jafnvel þó það væri skuggann af þessu, þá er ekki einu
sinni ljóst hvort við getum framkallað skugga á vegg-
inn. Þeir vísindamenn sem við höfum mest unnið með
eru sammála um að til að skilja og hugsanlega endur-
skapa í vél, til dæmis með það hugmyndaflug sem
skapandi einstaklingur er fær um, á borð við góðan
arkitekt, verkfræðing eða vísindamann, þá þurfum
við að beita öðrum aðferðum en þeim sem almennt er
beitt í tölvunarfræði í dag.“ Kristinn segir að rann-
sóknir þeirra á síðustu árum hafi leitt margt mikilvægt
í ljós. „Niðurstöður okkar ganga í raun þvert á flestar af
þeim forsendum sem menn hafa gefið sér í gervigreind
almennt. Við erum á góðri leið með að bylta mörgum
grunnhugmyndum manna um hvernig maður skilur og
forritar greind kerfi.“
Að mati Kristins og samstarfsmanna hans þurfa öll
kerfi með alhliða greind að vera forvitin. „Þegar verið
er að hanna heilsteypta, alhliða greind þarf kerfið að
geta hagað sér skynsamlega í umhverfi sem er óþekkt
hönnuðinum, að hluta eða öllu leyti. Öll slík kerfi þurfa
að taka tillit til rauntíma, þar sem atburðir gerast óháð
öðrum, og þar með þurfa öll greind kerfi að hafa hvata
til að vera skilvirk og sparneytin, til að auka líkur á
að geta undirbúið sig sem best fyrir óvænta atburði.
Þannig gera þau eins mikið og hægt er, með eins litlu
og hægt er, til að hámarka líkur á að þau geti fram-
kvæmt það sem þau ætla sér. Niðurstaðan er að kerfi
með alhliða greind í umhverfi sem er erfitt að sjá hljóta
að hafa hvata til að vera forvitin, því þannig komast
þau að því hvort sú þekking sem þau hafa yfir að búa
sé rétt og hvort einhver göt séu í henni. Að okkar mati
hlýtur forvitni að vera byggð inn í grunneðli greindra
kerfa. Þarna eru við auðvitað farin að teygja okkur inn í
mannfræði, sálfræði og heimspeki. Þegar rannsóknar-
spurningarnar leiða mann meira og minna beint að
svona niðurstöðu sem er bæði óvænt og óvenjuleg þá
er maður spenntur að halda áfram og grafast fyrir um
hvað gæti legið að baki. “
Við getum aldrei verið viss
Hann segir hugtakið gervigreind hafa verið útþynnt
að ákveðnu leyti, til dæmis með því að tala um að
hitaskynjarar séu með greind, bara afskaplega litla, því
þeir skynja umhverfið og hækka eða lækka hita eftir
því. „Ef við hugsum okkur línu frá hitastýrikerfum
og yfir í manneskju þá eru nokkrar vörður á leiðinni
þar sem kerfið gjörbreytist í raun, þó öll greind kerfi
snúist auðvitað samt um að meta ytri aðstæður og
taka ákvarðanir samkvæmt þess innri markmiðum, til
dæmis að forðast dauða. Í grunninn snýst forvitni ein-
faldlega um að þegar vitvera hefur aflað sér upplýsinga
um eitthvað sem eykur líkur á að hún lifi af sem ein-
staklingur, þá er raunheimurinn ákaflega flókið fyrir-
bæri og hún getur aldrei treyst fullkomlega upplýs-
ingum sem aflað er með eigin reynslu. Með reynslunni
verðum við auðvitað vissari um að þekking okkar sé
rétt en við getum aldrei verið fullkomlega viss. Við
getum í raun aldrei verið fullkomlega viss um að sólin
komi upp á morgun. Geimvísindi og stjarneðlisfræði
gefa okkur vissulega sterkan grunn til að byggja á,
en óútskýranlegt náttúrufyrirbrigði gæti komið í veg
fyrir að sólin rísi. Það væri þá óheppilegt fyrir mann-
kynið að hafa ekki þekkingu til að forðast það. Forvitni
vísindamanna er einmitt gott dæmi. Í grunninn er
forvitni í raun tilraun hvers greinds kerfis til að fylla í
þekkingargötin, til að vera vissari og öruggari um að
sú þekking sem er til staðar sé traustsins virði.“
Á döfinni hjá Kristni og rannsóknarhópi hans er ein-
faldlega að halda áfram með rannsóknirnar og halda
áfram að reyna svipta hulunni af því hvernig smíða má
greind sem jafnast á við greind mannfólks.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Kristinn R. Þórisson,
einn fremsti fræði-
maður Íslendinga á
sviði gervigreindar,
segir að öll kerfi með
alhliða greind þurfi að
vera forvitin.
Ljósmynd/Hari
Niðurföll og rennur
í baðherbergi EVIDRAIN
Mikið úrval
– margar stærðir
COMPACT VERA 30cm
8.790,-
AQUA 35cm
13.990,-
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Reykjavík
Reykjanesbæ
Akureyri
Vestmannaeyjum
PROLINE NOVA 60 cm
23.990,-
32 viðtal Helgin 13.-15. september 2013