Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.09.2013, Síða 34

Fréttatíminn - 13.09.2013, Síða 34
É g var fimm ára þegar ég hélt mína fyrstu listasýningu,“ segir Svava Bjarnadóttir. „Ég bjó í Árbænum og dvaldi tímunum saman við að mála og teikna. Einn daginn fannst mér tími til kominn til að sýna heiminum hæfileikana og lagði mikla vinnu í að hengja upp myndir í herberginu mínu. Í einlægri barnatrú var ég sannfærð um að öllum fyndist myndirnar jafn fallegar og mér. Ég fór því einfald- lega út í glugga á þriðju hæð og hrópaði: Myndlistarsýning! Mynd- listarsýning! Ég beið þolinmóð og skildi ekki af hverju enginn kom.“ Svava er viðskiptafræðimenntuð, starfaði í tólf ár sem fjármálastjóri verkfræðistofunnar Mannvits við góðan orstír en í fyrra sagði hún þar upp og hélt út í óvissuna. Síðan þá hefur hún menntað sig sem markþjálfi og er útskrifuð úr New York Institute of Photography sem atvinnuljósmyndari. Það er því kannski ekki að undra að vinir hennar viti oft ekki hvernig þeir eigi að kynna hana. „Ég er núna farin að hugsa um mig sem lista- konu, því ég lít á ljósmyndun sem list. Ég er markþjálfi, rekstrarráð- gjafi og listakona,“ segir Svava. Fékk sér „alvöru“ vinnu Hana dreymdi um að tileinka líf sitt listinni en valdi snemma aðra leið. „Mamma segir að ég hafi alltaf verið að mála og teikna. Það sagði enginn við mig að ég gæti ekki orðið listakona en það sagði heldur engin að ég gæti það. Ég kem úr fjölskyldu þar sem fólk hefur þurft að hafa fyrir sínu og ég náði ekki að tengja mig við að vera listakona. Mér fannst ég þurfa að fá mér það sem kallað er „alvöru“ vinnu.“ Um þrítugt hóf Svava nám við Há- skóla Íslands í viðskiptafræði. „Ég var búin að vinna í fjármálum og rekstri frá því um tvítugt. Ég starf- aði lengi hjá drykkfelldum endur- skoðanda, tók á mig mikla ábyrgð í því starfi og hugsaði með mér að fyrst hann gæti gert þetta þá hlyti ég að geta það líka. Það kom mér á óvart hvað viðskiptafræðin var á breiðari línu en ég hafði reiknað með og það kom sér vel í náminu að hafa starfað í þessum geira áður.“ Hún útskrifaðist af fjármála- sviði árið 1999 með aðaláherslu á rekstur fyrirtækja. „Ég var þarna orðin harðákveðin í að verða fjár- málastjóri. Sumir hlógu að mér en ég gekk beint inn í stöðu fjármála- stjóra hjá Ísafoldarprentsmiðju. Staðan þar var mjög slæm og tím- inn þar var mikill skóli en ég sagði að lokum upp, leitaði að traustu fyr- irtæki með heiðarleikann að leiðar- ljósi og byrjaði hjá lítilli verkfræði- stofu. Árin mín hjá Mannviti urðu tólf, fyrirtækið óx og dafnaði og þar störfuðu um 400 manns þegar ég hætti.“ Svava tók þátt í mikilli upp- byggingu hjá Mannviti, fyrirtækið gekk á þessum tíma í gegnum tvo samruna og vann að fjölda stórra verkefna á borð við Kárahnjúka- virkjun, Hörpu, Hellisheiðarvirkjun og Hverahlíðarvirkjun. „Í lok árs 2011 var þörf fyrir breytingar farin að gera vart við sig. Ég var orðin bak veik og fannst ég hafa skilað mínu hjá Mannviti enda árið 2011 það besta í sögu fyrirtækisins og því góður tími fyrir fjármálastjóra að kveðja. Ég tók þá eina erfiðustu en jafnframt bestu ákvörðun lífs míns og sagði upp góðu starfi án þess að hafa kortlagt framhaldið.“ Besta útgáfan af sjálfum sér Um tíu ár eru síðan Svava fór að taka ljósmyndir og í álaginu sem skapaðist í bankahruninu fannst henni það hrein hvíld að taka myndir og vinna þær. Spurð hvað Ég tók þá eina erf- iðustu en jafnframt bestu ákvörðun lífs míns. Fjármálastjóri opnar ljósmyndasýningu Svava Bjarnadóttir gekk bókstaflega út í óvissuna þegar hún sagði upp starfi sínu sem fjármálastjóri hjá stórri verkfræðistofu vorið 2012. Ljósmyndun hafði lengi verið áhugamál hennar og hún lauk í námi hjá virtum ljósmyndaskóla. Hún hefur öðlast nýtt líf með því að þora að taka ákvarðanir og tekur á móti gestum á sína fyrstu ljósmyndasýningu um helgina. mikið af þessum stöðum og ber mikla virðingu fyrir því faglega starfi sem Þjóðminjasafnið leggur af mörkum til að varðveita þá.“ Síðasta vetur menntaði Svava sig sem markþjálfi hjá Evolvia og er þar nú í framhaldsnámi. Viðskipta- vinir hennar eru flestir stjórnendur og felst markþjálfun í því að hjálpa fólki að verða besta útgáfan af sjálfu sér. „Markþjálfunin hentar mér vel því þar get ég tvinnað saman reynslu úr rekstri, stjórnun- arstörfum og mannauðsmálum.“ Svövu finnst gaman að kynnast alls konar fólki og því eru það ekki aðeins stjórnendur sem hún mark- þjálfar. „Ég er líka með fólk sem er að gera það sama og ég, breyta alveg til í lífinu.“ Fór ein til Tælands Enn einu sinni fór Svava út fyrir þægindarammann á skömmum tíma þegar hún fór til Tælands í vet- ur, alein. „Fólk varð svolítið hissa þegar ég sagði því frá þessu og spurði jafnvel hvað maðurinn segði og hvort það væri ekki „allt í lagi heima“. En mig hafði alltaf dreymt um að gera þetta. Fyrst eyddi ég viku í eiginlegum regnskógi. Ég fór á fílsbak, gisti í kofa uppi í tré, synti inn í hella og horfði á leðurblökur fljúga út. Síðan var ég á eyju sem ég kalla eiginlega bara jógaeyjuna mína. Þetta var einstök upplifun og það var ekki sama konan sem kom aftur heim. Mig langar mikið að gera þetta aftur seinna, kannski fara út með fjölskyldunni og láta þau svo skilja mig eftir á einhverri eyju.“ Hún er sátt við lífið og hvetur aðra til að fara út úr sínum þæg- indaramma. „Það var fyrst erfitt fyrir viðskiptafræðing og fjár- málakonu að taka þessa beygju í lífinu en ég sé ekki eftir neinu. Ég er í rauninni núna komin út úr skápnum sem Svava listakona, búin að taka skref sem ég þorði ekki þegar ég var að ákveða hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór. Það eru forréttindi að geta látið drauma sína rætast og nú ætla ég bara að njóta.“ Svava býður gestum nú aftur á sýningu á verkum sínum. Núna veit hún að þeir koma. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is henni finnst skemmtilegast að mynda stendur ekki á svörum: „Fólk. Ég hef mikla ástríðu fyrir fólki og fyrir að veiða augnablik- in.“ Undanfarin fimm ár hefur hún ferðast mikið um landið og heimsótt ótal staði sem hafa sterka vísun í íslenskt þjóðlíf, svo sem Grímsstaði á Fjöllum, Núpsstað og Kálfastaði. Laugardaginn 14. september verður fyrsta einka- sýning Svövu opnuð í Gerðubergi þar sem hún sýnir afraksturinn úr þessum ferðalögum. „Sýningin heitir „Hrópandi þögn“ og það er svo beint frá hjartanu því þegar ég kom á marga af þessum stöðum einfaldlega hrópuðu þeir á mig. Ég er heppin að hafa síðastliðið sumar getað ferðast mikið með góðri vin- konu minni, Margréti Hallgríms- dóttur þjóðminjaverði. Án hennar hefði ég ekki kynnst öllu þessu ein- staka fólki sem við hittum, fólk sem býr jafnvel í mikilli einangrun. Við vorum að sjálfsögðu mikið í kring um torfbæi þar sem tíminn bók- staflega stendur í stað. Ég heillaðist Þessi mynd af Sverri Valdimarssyni sem býr einn í Hólmi í Landbroti verður á sýningu Svövu. Ljósmynd/ Svava Bjarnadóttir Svava Bjarnadóttir hvetur fólk til að stíga út úr þægindarammanum og láta drauma sína rætast. Ljósmynd/Hari HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ Í GÓÐUM HÖNDUM Snjallt að kíkja á okkur á adal.is Við erum með órar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -0 4 6 7 Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár Reykjavík Grjóthálsi 10 Sími 590 6940 Reykjavík Skeifunni 5 Sími 590 6930 Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900 Kópavogur Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935 Reykjanesbær Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970 www.adalskodun.is og www.adal.is Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt. Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900 34 viðtal Helgin 13.-15. september 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.