Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 38
38 heimili Helgin 13.-15. september 2013  Hönnun Fröken Fix Skapar HeimiliSStíl S esselja Thorberg hefur ekki síst verið einstaklingum til ráðgjafar um stílfærslur og almenn huggu-legheit innan veggja heimila þeirra. Hún hefur látið að sér kveða í sjónvarps- þáttunum Innlit/útlit og í eigin þáttum á sjónvarpi mbl.is. Hún fikrar sig nú inn á nýjar brautir með bókinni Skapaðu þinn heimilisstíl sem hún stefnir að því að verði sú fyrsta í flokki hönnunarbóka. „Þetta er í það minnsta hugsað þannig, sem bókaflokkurinn Trix og mix frá fröken Fix. Í raun og veru voru hugmyndirnar svo margar þannig að það var bara ákveðið að fara í bókaröð.“ Í Skapaðu þinn heimilisstíl opnar Sesselja hugmyndabankann og kemur með ýmis ráð og lausnir sem hún segir að ættu að henta öllu, sama hvort fólk sé að koma sér fyrir í nýrri íbúð eða vilji lífga upp á þá gömlu. Sesselja missti vinnu sína á arkitekta- stofu í kjölfar hrunsins og lét þá gamlan draum rætast og sinnir nú helst einstak- lingum sem hún býður persónulega þjón- ustu við innanhússhönnun. „Ég er alltaf að hanna og gerði meira að segja bókina meðfram fullri vinnu. Ég er aðallega í því að hanna fyrir einstaklinga en hef unnið líka fyrir fyrirtæki. Hef verið í einhverjum bönkum og er núna að fara að undirbúa mig fyrir að hanna höfuðstöðvar 66°Norður. Það verður næsta stóra verkefnið og ég hlakka alveg gríðarlega til að takast á við það. Svo er ég alltaf í þessum svokölluðu „kvikk fixum“ sem hugmyndin af þessari bók sprettur upp úr. Þá fer ég heim til fólks í stutta ráðgjafartíma.“ Sesselja segist hafa átt von á því að þetta færi hægt af stað hjá henni í kreppunni en hún hefur haft meira en nóg að gera og verkefnin halda áfram að hlaðast upp. „Það varð bara sprenging strax og viðskiptavina- hópur minn hefur verið í stöðugum vexti síðan. Ég hef ekki upplifað neinn verkefna- skort. Ég held að það ráðist af því að ég veiti svo persónulega þjónustu og ég held bara að það sé það sem fólk vill og þykir vænt um. Ég er ekki í neinni fjöldaframleiðslu.“ Sesselja hefur alla tíð haft mikinn áhuga á hönnun og ætlaði sér alla tíð að leggja þetta fyrir sig. Hún var á barnsaldri þegar hún byrjaði að færa til húsgögn og breyta í herberginu sínu. „Þaðan kemur fröken Fix en pabbi kallaði mig þetta alltaf þegar ég fór af stað enda lenti oftast á honum, greyinu, að bora upp, negla og færa til hillur. Ætli ég feli mig ekki svolítið á bak við fröken Fix. Hún er einhvers konar hlið- arsjálf en ég er miklu feimnari. Fröken Fix er rosalega skemmtilegur hönnuður og er með sniðug ráð.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Sesselja kemur með alls konar tillögur í bókinni og hugar meðal annars að litavali og samsetningu. Opnar hugmynda- bankann í nýrri bók Vöru- og innanhúss- hönnuðurinn Sesselja Thorberg er ekki síður þekkt sem fröken Fix og undir því nafni miðlar hún af þekkingu sinni og reynslu í nýrri bók, Skapaðu þinn heimilisstíl, en hún stefnir að því að bókin verði sú fyrsta af mörgum i bókaflokknum Trix&mix frá fröken Fix. Ég er alltaf að hanna og gerði meira að segja bókina meðfram fullri vinnu. Sesselja notar heimili sitt sem tilraunastofu þannig að það er nokkuð um breytingar og málningarvinnu á heimilinu enda alltaf eitthvað sem þarf að prófa og máta. Ljósmynd/Hari Ný námskeið að byrja. Náðu 5 stjörnu formi Breyttu línunum og tónaðu líkamann í sitt fegursta form. Hefst 16. sept. Fix Töframassinn Hreinsar, fægir og verndar samtímis Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Tengi - Melabúðin - Verkfæralagerinn - Eyjatölvur Miðstöðin Vestmannaeyjum - Pottar og prik Akureyri - Rafsjá Sauðárkróki - Áfangar Keflavík Skipavík Stykkishólmi - Nesbakki Neskaupsstað - Vélaleiga Húsavíkur - Verslanir Rönning Litabúðin Ólafsvík - Tengi - Byggt og búið - SR byggingavörur Siglufirði - Núpur Ísafirði Hentar vel til þrifa á blöndunartækjum, vöskum, ryðfríu stáli, áli, kopar, messing, gleri, plasti, lökkuðum flötum, kristal, keramiki, postulíni o.fl. Svampur fylgir með - Fitu- og kýsilleysandi - Húðvænt - Náttúrulegt - Mjög drjúgt Óskaþrif Hólmavík - Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf. Tónagull Tónlistarnámskeið fyrir ung börn hefjast 21. september www.tonagull.is Netskráning á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.