Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 40
40 bílar Helgin 13.-15. september 2013  AldArAfmæli Sá fyrSti innflutti Settur SAmAn á AuSturvelli S aga Ford á Íslandi spannar heila öld. Fyrsta Ford bifreiðin kom til landsins 20. júní 1913, að því er fram kemur á síðu Brimborgar, um- boðsaðila Ford. Þar segir að hópur fólks hafi þá komið saman á Austurvelli og fylgst með þegar bifreiðin var sett saman um nóttina. Strax daginn eftir var áhuga- sömum boðið upp á stuttan rúnt gegn vægu gjaldi, eða 10 aurum. „Á þessu afmælisári,“ segir enn fremur, „hefur margt spennandi verið kynnt til sögunnar hjá Ford á Íslandi. Nýr bíll, Ford B-MAX, var kynntur en um er að ræða tímamótabíll með engum burðarbita milli hurða. Hann hefur hlotið frábærar móttökur, var til að mynda valinn fjölnotabíll ársins 2013 af virta bíla- blaðinu Auto Express. Í febrúar var nýr Ford Fiesta kynntur. Ford Fiesta var vinsælasti bíllinn í sínum flokki í heiminum árið 2012 og hefur fengið mikið lof bílablaðamanna. Hann var valinn besti smábíll ársins 2013 af bílablaðinu Auto Express og nýjasta rósin í hnappagatið er titill- inn Women´s World Car of the Year. Ekki má gleyma nýjum Ford Kuga sem var kynntur hér á landi í júní en hann var valinn öruggasti bíllinn í sínum flokki í árekstrarprófi EuroNCAP. Eins er vert að nefna að Ford hlaut þann heiður að eiga vél ársins en Ford EcoBoost vélin var valin Eng- ine of the year 2013 annað árið í röð. Sendibíll ársins 2013 Ford Transit Custom var frum- sýndur hér á landi í febrúar og hafa viðtökur verið frábærar. Nýr Ford Transit Connect sendibíll verður kynntur í lok ársins og stærri og breyttir Transit bílar í byrjun næsta árs.“ Fyrsti Fordinn var fluttur til landsins fyrir einni öld. Meðal arftaka þess bíls er Ford Fiesta sem kynntur var í febrúar síðastliðnum. Ford í hundrað ár hérlendis  HondA vinSæll bíll fæSt á ný Accord aftur til Íslands Eftir nokkurra ára bið er Honda Accord kominn aftur til Íslands, að því er fram kemur á síðu Bern- hard, umboðsaðila Honda hér á landi, en Accord hefur verið ein vinsælasta bifreið Honda út um allan heim ásamt CR-V. Accord kemur bæði sem hlað- bakur og skutbíll og fáanlegur með 2.0i-VTEC bensínvél eða 2.2i- DTEC dísilvél. Hinn nýi Accord er breiðari og lægri en forverinn með meiri straumlínulögun og stöðug- leika. Farþegarýmið er hljóðlátt. „Þar vinna saman þættir eins og straum-línulöguð yfirbygging og hágæða hljóðeinangrandi efni í innra sem ytra byrði bílsins. Það er einmitt þetta jafnvægi og samræmi milli útlits, afkastagetu, tækni og öryggis sem gerir nýjan Accord að jafn þróuðum bíl og raun ber vitni,“ segir á síðu umboðsins. „Í nýjum Honda Accord,“ segir enn fremur, „sameinast nokkrar af þróuðustu tækninýjungum okkar, allt frá endurbættum undirvagni til nýrra aflmikilla véla, sjálfvirkra öryggis- þátta og nákvæmari fjöðrunar.“ Honda Accord fæst að nýju hér á landi.  rAfbílAr AuknAr vinSældir Verðlækkun á Chevrolet Volt Vinsældir rafbíla fara vaxandi í heiminum og að sama skapi hefur samkeppnin aukist til muna á raf- bílamarkaðnum. General Motors, framleiðandi Chevrolet Volt rafbíls- ins, lækkaði verð á rafbílnum um sem nemur hálfri milljón íslenskra króna, að því er fram kemur á síðu Chevrolet umboðsins, Bílabúðar Benna. „Við höfum gert ráðstafanir sem gera okkur kleift að láta við- skiptavini okkar njóta 500 þúsund króna lækkunarinnar,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Bílasviðs hjá Bílabúð Benna, um- boðsaðila Chevrolet á Íslandi. „Við finnum fyrir vaxandi áhuga hér- lendis, enda er Volt, flaggskip raf- bílanna, eins og skapaður fyrir ís- lenskan markað,“ bætir hann við á síðu umboðsins. Chevrolet Volt rafbíllinn kostar nú 6.990 þúsund krónur. Chevrolet Volt rafbíllinn frá General Motors. Framleiðandinn lækkaði verð hans um hálfa milljón króna. Brimborg kynnir XC60 og aðra bíla af 60 línu Volvo. Volvo 60 línan frumsýnd Nýja Volvo 60 línan verður frumsýnd formlega á morg- un, laugardaginn 14. septem- ber, en menn hafa getað tekið forskot á sæluna undanfarnar vikur í sýningasal Brimborg- ar, Bíldshöfða 6. Um er að ræða Volvo S60, Volvo V60 og Volvo XC60 sportjeppann. Öll línan hefur tekið breytingum að innan sem og að utan, að því er fram kemur á síðu fyrirtækisins. „Breytingin að utan,“ segir þar, „er sérlega vel heppnuð, bílarnir eru allir mun kraft- legri í útliti en þó fágaðir. Meira er um samlitun og einnig er meira um króm. Breytingin að innan er m.a. ný hönnun á sætum, digital umhverfi í mælaborði og nýtt efnisval innréttingar. Borgaröryggið (City Sa- fety) hefur einnig verið upp- fært og bregst núna við að- stæðum upp að 50 km hraða (var 30 km hraði).“ – fyrst og fre mst ódýr! tilboð! dúndur- 986 Verð áður 1896 kr. 8 pak kar Floridana epla-, appels ínu- og heilsusafi, 3x250 ml í pakka kr. 8 pakkar 48%afsláttur Hámark 3 kassar á mann meðan birgðir endast! Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili · Tekur venjulegt GSM SIM kort · Hægt að panta mynd eða hlusta svæði. · SMS og MMS viðvörun í síma og netf. · Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist. · Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara. · Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o.. S. 699-6869 · rafeindir@internet.is · www.rafeindir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.