Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.09.2013, Side 46

Fréttatíminn - 13.09.2013, Side 46
46 heklað Helgin 13.-15. september 2013  Handavinna Hekl nýtur aukinna vinsælda Garn: Satúrnus, eða annað bómullargarn sem hæfir nál. Heklunál: Nr. 2,5 Heklfesta: U.þ.b. 30 ST og 12 umf. = 10x10 sm (þarf ekki að vera nákvæmt) FL = fastalykkja, KL = keðjulykkja, LL = loftlykkja, sl. = sleppa, ST = stuðull, Mittisband Fitjið upp 11 LL, skiljið eftir u.þ.b. 50 sm langan spotta hér. Heklað fram og til baka. 1. umf. Heklið [1 ST, 1 LL, sl. 1 L] x 2, 3 ST, [1 LL, sl. 1 L, 1 ST] x 2. Endurtakið 1. umferð þar til bandið er orðið u.þ.b. 180 sm – það má að sjálfsögðu vera lengra eða styttra eftir magamáli hvers og eins, en ég vil geta bundið slaufu á mína. Síðasta umferð: Heklið [3 LL, sl. 1 L, 1 FL] x 4, 3 LL, sl. 1 L, 1 KL. Heklið eins í hinn endann á mittisbandinu, yfir 1. umferð, þar sem var skilinn eftir langur spotti í byrjun. Svunta Svuntan er hekluð á mittis- bandið, brjótið mittisbandið í tvennt og finnið miðju, teljið 23 göt (götin sem mynduðust á brún mittisbands) frá miðju og byrjið á svuntu þar. Svuntan er hekluð fram og til baka. 1. umf. Í þessari umferð er heklað í götin á mittisband- inu: Heklið 3 ST í fyrsta gat, [5 LL, sleppa 2 götum, 2 ST í næsta gat, 1 LL, 2 ST í næsta gat] x 11, 5 LL sleppa 2 götum, 3 St í næsta gat. 2. umf. Heklið 3 ST, [5 LL, sl. LB, 2 ST + 1 LL + 2 ST í næsta LB, 5 LL, sl. LB, 3 ST + 1 LL + 3 ST í næsta LB] x 5, 5 LL, sl. LB, 2 ST + 1 LL + 2 ST í næsta LB, 5 LL, sl. LB, 3 ST. 3. umf. Heklið 3 ST, [3 LL, 1 FL utan um miðjuna á loftlykkjubogunum tveimur sem voru gerðir í síðustu tveimur umferðum, 3 LL, 2 ST + 1 LL + 2 St í næsta LB, 3 LL, 1 FL utan um tvo LB, 3 LL, sl. LB og 2 L, 1 ST, 2 ST + 1 LL + 2 ST í næsta LB, 1 ST, sl. 2 L] x 5, 3 LL, 1 FL utan um tvo LB, 3 LL, 2 ST + 1 LL + 2 ST í næsta LB, 3 LL, 1 FL utan um tvo LB, 3 LL, sl. loftlykkjum, heklið 3 ST. 4. umf. Heklið 3 ST, [5 LL, sl. LB, 2 ST + 1 LL + 2 ST í næsta LB, 5 LL, sl. LB og 2 L, 1 ST, 2 ST + 1 LL + 2 ST í LB, 1 ST, sl. 2 L] x 5, 5 LL, sl. LB, 2 ST + 1 LL + 2 ST í næsta LB, 5 LL, sl. LB, 3 ST. 5. umf. Heklið 3 ST, [5 LL, sl. LB, 2 ST + 1 LL + 2 ST í næsta LB, 5 LL, sl. LB og 2 L, 2 ST í næstu L, 2 ST + 1 LL + 2 ST í LB, 2 ST í næstu L, sl. 2 L] x 5, 5 LL, sl. LB, 2 ST + 1 LL + 2 ST í næsta LB, 5 LL, sl. LB, 3 ST (útaukningarumferð, aukið út um 2 L). 6. umf. Heklið 3 ST, [3 LL, 1 FL utan um tvo LB, 3 LL, sl. LB, 2 ST + 1 LL + 2 ST í næsta LB, 3 LL, 1 FL utan um tvo LB, 3 LL, sl. LB og 2 L, 2 ST, 2 ST + 1 LL + 2 ST í LB, 2 ST, sl. 2 L] x 5, 3 LL, 1 FL utan um tvo LB, 3 LL, 2 ST + 1 LL + 2 ST í næsta LB, 3 LL, 1 FL utan um tvo LB, 3 LL, sl. LB, 3 ST. 7. umf. Heklið 3 ST, [5 LL, sl. LB, 2 ST + 1 LL + 2 ST í næsta LB, 5 LL, sl. LB og 2 L, heklið ST í hverja L að næsta LB, 2 ST + 1 LL + 2 ST í LB, heklið ST þar til 2 L eru eftir fyrir LB, sl. 2 L] x 5, 5 LL, sl. LB, 2 ST + 1 LL + 2 ST í næsta LB, 5 LL, sl. LB, 3 ST. 8. umf. Heklið 3 ST, [5 LL, sl. LB, 2 ST + 1 LL + 2 ST í næsta LB, 5 LL, sl. LB og 2 L, 2 ST í næstu L, heklið 1 ST í hverja L að næsta LB, 2 ST + 1 LL + 2 ST í LB, heklið 1 ST í hverja L þar til 3 L eru eftir að næsta LB, 2 ST í næstu L, sl. 2 L] x 5, 5 LL, sl. LB, 2 ST + 1 LL + 2 ST í næsta LB, 5 LL, sl. LB, 3 ST (útaukningar umferð aukið út um 2 L). 9. umf. Heklið 3 ST [3 LL, 1 FL utan um tvo LB, 3 LL, sl. LB, 2 ST + 1 LL + 2 ST í næsta LB, 3 LL, 1 FL utan um tvo LB, 3 LL, sl. LB og 2 L, heklið ST í hverja L að næsta LB, 2 ST + 1 LL + 2 ST í LB, heklið ST í hverja L þar til 2 L eru eftir að næsta LB, sl. þessari L] x 5, 3 LL, 1 FL utan um tvo LB, 3 LL, 2 ST + 1 LL + 2 ST í næsta LB, 3 LL, 1 FL utan um tvo LB, 3 LL, sl. LB, 3 ST. Endurtakið 7.-9. umferð þar til komnar eru 39 umferðir. 40. umf. Heklið [3 LL, 1 FL] x 2, *[3 LL, sl. 3 L, 1 FL, 3 LL, sl. 3 L, 2 FL, 3 LL, 1 FL í LB, 4 LL, 1 FL í sama LB, 3 LL, 2 FL, 3 LL, sl. 3 L, 1 FL, 3 LL, sl. 3 L, [2 FL, 3 LL, sl. 1 L] x 5, 1 FL í LB, 4 LL, 1 FL í sama LB, [3 LL, sl. 1 L, 2 FL]] x 5*, endurtakið frá * til * alls fimm sinnum, heklið 3 LL, sl. 3 L, 1 FL, 3 LL, sl. 3 L, 2 FL, 3 LL, 1 FL í LB, 4 LL, 1 FL í sama LB, 3 LL, 2 FL, 3 LL, sl. 3 L, 1 FL, 3 LL, sl. 3 L, [1 FL, 3 LL] x 2, 1 KL. Slítið frá og gangið frá endum. Byrjaði 10 ára að hekla Tinna Þórudóttir Þorvaldar hefur heklað frá því hún var 10 ára gömul og hélt lengi vel að allir kynnu að hekla. Hún var að gefa út sína aðra heklbók þar sem finna má uppskriftir að peysum, vettlingum, jólaskrauti og meira að segja er þar hekluð útgáfa af Maxímús Músíkús, og er því meira um tæknilegar útfærslur en í fyrri bókinni. F yrsta bókin mín, Þóra hekl-bók, var nefnd í höfuðið á Þóru langömmu minni sem kenndi mér að hekla. Nýja bókin er nefnd í höfuðið á dóttur hennar, Maríu ömmu minni, sem kenndi mér að prjóna,“ segir Tinna Þórudóttir Þorvaldar sem nýverið gaf út sína aðra heklbók sem heitir einfaldlega María heklbók. „Þær eru báðar farnar frá mér, því miður, og ég valdi nöfnin til að votta þeim virðingu. Í raun er þetta líka virðingarvottur um allar ömmur og langömmur sem kenndu dætrum sínum að sauma, prjóna, spinna og hekla. Þetta hefur í gegn um tíðina verið kvennalist og mikill menningar- arfur,“ segir hún. Tinna hefur heklað frá því hún var 10 ára gömul og alltaf verið mikil hannyrðakona. „Löngu áður en þessi hannyrðavakning varð hér á landi var ég að prjóna ullarsokka á vini mína.“ Í raun var það langþráður draumur að gefa út heklbók en lengi vel stóð Tinna í þeirri trú að allir kynnu að hekla. „Ég var alin upp við hann- yrðir og var sannfærð um að allir kynnu að prjóna og hekla.“ Þegar ljóst var að svo var ekki byrjaði Tinna að halda heklnámskeið og varð þá tilfinnanlega vör við að engar íslenskar kennslubækur voru til. Þegar Þóra heklbók kom út í desember 2011 hafði ekki komið út heklbók á Íslandi í ára- fjöld. Bókin seldist upp endur- tekið og fannst Tinnu nú kominn tími á nýja bók. Líkt og í fyrri bók Tinnu er í Maríu heklbók að finna kafla með öllum helstu leiðbeininingum fyrir byrjendur. „Í Maríu er meiri tækni en í Þóru því ég hef fundið hvað áhugi á hekli er að aukast og fólk vill prófa meira,“ segir Tinna. Allar uppskriftirnar í Maríu hekl- bók eru eftir Tinnu nema ein sem er eftir Þóru langömmu hennar. Það er uppskrift að svuntu sem Þóra heklaði handa mömmu Tinnu. „Það fer vel á að eina upp- skriftin í bókinni minni sem er ekki eftir mig hafi þessi tengsl við ömmu,“ segir hún. Svuntan heitir Tóta og deilir Tinna henni með lesendum Fréttatímans. „Þetta er svo fín svunta að hún hentar eiginlega best þegar mað- ur er búinn að baka,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Ég var alin upp við hannyrðir. Svuntan Tóta Tinna Þórudóttir Þorvaldar er ánægð með hannyrðavakninguna og finnst hún tilheyra virku samfélagi heklara. Ljósmynd/Hari Uppskrift úr „María heklbók“ Svuntan Tóta Mynd úr María Heklbók Hvatningarverðlaun ÖBÍ verða veitt 3. desember nk. þeim sem hafa stuðlað að jafnrétti, sjálfstæðu lífi fatlaðra og einu samfélagi fyrir alla. Verðlaun eru veitt í flokki: 1. Einstaklinga 2. Fyrirtækja/stofnana 3. Umfjöllunar/kynningar Þekkir þú einhvern sem er verðugur verðlaunahafi? Sendu okkur tilnefningu fyrir 15. september nk. á þar til gerðu eyðublaði sem nálgast má á www.obi.is. Tilnefningar óskast! Undirbúningsnefnd Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2013 Bentu á þann ... H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA – 1 2 -1 6 9 7

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.