Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 50
50 heilsa Helgin 13.-15. september 2013  Heilsa Þegar Hausta tekur eykst fjöldi umgangspesta Eins og náttúran hafði í hyggju Ertu með fótapirring eða sinadrátt? MagnesiumOil Spray Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum, heilsuræktarstöðvum og Fjarðarkaup. Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is og á Facebook síðunni Better You Ísland PREN TU N .IS Original • Borið á húð og virkar strax • Slær á fótapirring og sinadrátt • Bætir svefn • Frábær upptaka Glútenfrí og sykurlaus kökublanda með marga möguleika! 1. Borðaðu grænmeti Aldrei verður lögð of mikil áhersla á að neyta græn- metis í öllum regnbogans litum. Grænmeti inniheld- ur mikið af vítamínum og steinefnum og best er að borða fjölbreytt – papr- iku, spínat, rauðbeður, gulrætur. 2. Haltu ró þinni Streita gerir okkur ekkert nema slæmt. Langtíma streita getur haft mjög skaðleg áhrif á ónæmis- kerfið og jafnvel ýtt undir ofnæmi og asma. Reyndu að skipuleggja tíma þinn þannig að minni líkur séu á streitu, farðu í jógatíma, hlustaðu á slakandi tónlist eða lærðu að hugleiða. 3. Hreyfðu þig Fjöldi rannsókna hefur sýnt að þeir sem hreyfa sig reglulega veikjast sjaldnar en aðrir og fá sjaldnar kvef. Ein þess- ara rannsókna var gerð á 115 konum í yfirvigt sem komnar voru yfir breytingaskeiðið. Helm- ingur þeirra fór reglulega í líkamsrækt en hinar ekki. Þær sem stunduðu líkams- rækt fengu sjaldnar kvef en konur í samanburðar- hópnum og þær sem voru duglegastar í ræktinni fengu síst kvef. 4. Sofðu nóg Þegar við sofum endur- nýjar líkaminn sig og byggir sig upp aftur eftir átök dagsins. Svefnleysi eykur hins vegar streitu, minnkar mótstöðu gegn umgangspestum og gerir okkur daprari í lund. Niðurstöður rannsókna benda til að þeir sem sofa minna en sjö tíma á nóttu fái frekar kvef. 5. Hittu fólk Þeir sem lifa virku félags- lífi búa almennt við betri heilsu og lifa lengur en einfarar. Sumir gætu haldið að því fleiri sem þeir hitta því meiri líkur séu á að ná sér í pest. Það er ekki svo. Vísindamenn beinlínis sprautuðu kvefví- rus á fólk og athuguðu út- komuna. Partídýrin komu betur út, urðu sjaldnar veik og þegar þau veiktust jöfnuðu þau sig fyrr en þeir sem blönduðu síður geði við aðra. 6. Njóttu ásta Einhverjum finnst kannski nógu gott í sjálfu sér að elskast en þessum nánu ástaratlotum undir sæng- inni fylgja þær jákvæðu aukaverkanir að ónæmis- kerfið styrkist og líkur á kvefi minnkar. Þeir sem stunda kynlíf einu sinni eða tvisvar í viku hafa mun meira mótefni gegn um- gangspestum en þeir sem stunda kynlíf óreglulega. 7. Neyttu heilsujurta Það er gömul saga og ný að grípa til helstu heilsu- jurta þegar særindi hálsi og hor í nefi gera vart við sig. Þetta eru jurtir á borð við sólhatt, gingseng, hvítlauk, engifer, ólífu- laufsþykkni og fjallagrös. Þessar jurtir er gott að setja í te, taka í töfluformi eða jafnvel neyta eintómra. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Ráð til að sleppa við kvefpestir Haustið er komið og haustpestirnar með. Þó sumarið hafi ekki verið upp á marga fiska er enn verri tíð í vændum og því mikilvægt að styrkja ónæmiskerfið til að komast sem best í gegn um veturinn. Forvarnir eru mun æskilegri heldur en lyfjakokteill þegar umgangspestirnar ná til þín. Hér eru nokkur ráð fyrir þá sem hugsa um heilsuna: Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.