Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.09.2013, Side 58

Fréttatíminn - 13.09.2013, Side 58
58 skák og bridge Helgin 13.-15. september 2013  Skákakademían Það er mikið að geraSt í Skákheimum, innan landS og utan... Í skákfréttum er þetta helst... h eimsmeistaraeinvígi kvenna hófst í vikunni í kínversku borginni Ta- izhou. Þar takast á Anna Ushen- ina frá Úkraínu, sem óvænt náði heimsmeistaratitlinum í fyrra, og Hou Yifan sem var heimsmeistari 2010-12. Hou Yfan, sem er aðeins 18 ára, býr að mikilli reynslu og er næststigahæsta skákkona heims (á eftir Judit Polgar) með 2609 skákstig. Heimsmeistarinn Us- henina, er 28 ára, og með 2500 skákstig sem dugar henni aðeins í 17. sætið á lista yfir stigahæstu skákkonur heims. Flestir spá því að kínverska skákdrottningin endurheimti krúnuna á heimavelli. Í fyrstu skákinni malaði Hou Yifan gestinnn frá Úkraínu með svörtu. Alls verða tefldar 10 skákir í heims- meistaraeinvíginu... Fjórir kóngar í Saint Louis Skákáhugamenn á okkar tímabelti verða máske vökubleikir næstu dagana: Nýverið hófst í Saint Louis mikið ofurmót og þar fara skák- klukkurnar í gang þegar klukkan er ellefu að kvöldi hérlendis. Kepp- endur á „The Sinquefiled Cup“ eru hvorki meira né minna en tveir stigahæstu skákmenn heims og tveir bestu Bandaríkjamennirnir – Carlsen, Aronian, Nakamura og Kamsky. Þeir tefla tvöfalda um- ferð, alls sex skákir hver. Þetta er síðasta mótið í bili þar sem Carlsen leikur listir sínar, framundan er heimsmeistaraeinvígið við Anand í nóvember. Nakamura stal sen- unni í upphafi með sigrum gegn Aronian og Kamsky, meðan Carl- sen gerði jafntefli við Aronian, og sigraði lánlítinn Kamsky. Mótinu lýkur 15. september... Haustmót TR öllum opið Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2013 hefst sunnudaginn 15. sept- ember kl.14. Mótið er eitt af aðal- mótum vetrarins í reykvísku skák- lífi og jafnframt meistaramót TR. Það er áratuga gömul hefð fyrir hinu vinsæla Haustmóti og er það flokkaskipt. Mótið er öllum opið og fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxa- feni 12. Teflt er tvisvar í viku. Alls eru níu umferðir í hverjum flokki. Lokuðu flokkarnir eru skipaðir tíu keppendum hver þar sem allir tefla við alla, en í opna flokknum er teflt eftir svissnesku kerfi. Skráning fer fram á skak.is og heimasíðu Tafl- félags Reykjavíkur... Friðrik enn í víking fer Friðrik Ólafsson varð Norður- landameistari í skák árið 1953 – fyrir sextíu árum. Hann endur- tók afrekið árið 1971 – og vann reyndar á glæsilegum ferli marga miklu stærri sigra. Friðrik lagði heimsmeistarana Tal, Petrosjan og Fischer alla tvívegis, og hann sigraði Anatoly Karpov þegar rússneski heimsmeistarinn stóð á hátindi. Með afrekum sínum kom Friðrik Íslandi rækilega á kortið í skákheiminum, og hér voru haldin vegleg alþjóðleg mót og viðburðir. Án Friðriks hefði Reykjavík aldrei komið til álita sem vettvangur fyrir einvígi aldarinnar 1972. Land- kynningargildi þess viðburðar er nú reiknað í stjarnfræðilegum upp- hæðum. En það er semsagt gaman að segja frá því að okkar eini sanni Friðrik Ólafsson situr nú að tafli á Norðurlandamóti öldunga, sem fram fer í Danmörku og er ætlað skákmönnum eldri en 60 ára. Sjálf- ur er Friðrik nú 78 ára, og er tap- laus eftir fimm með umferðir, með 3,5 vinning. Skæðustu keppinautar Friðriks eru Jens Kristiansen, sem í fyrra vann það frækilega afrek að verða heimsmeistari 60 ára og eldri, og fékk fyrir vikið síðbúinn stórmeistaratitil. Finnska kempan Heikki Westerinen er líka alltaf til alls líklegur. Tveir aðrir Íslendinga keppa á Norðurlandamótinu, Ás- kell Örn Kárason og Sigurður E. Kristjánsson, og er árangur þeirra í samræmi við væntingar. Megi okkar fyrsti stórmeistari, goðsögn- in Friðrik Ólafsson, gleðja okkur lengi enn með snilld sinni... í bikarleik sveita Hvar er Valli? og SFG í þriðju umferð stóð Ómar Olgeirsson fyrir erfiðri ákvörðun í sögnum. Hann var með 853, ÁKD105, 6, Á975 í norður. Allir utan hættu og suður gjafari. Opnun félaga var 1 tígull, komið inn á einum spaða og sögð tvö hjörtu í norður sem er krafa um hring. Opnari sagði 3 tígla, Ómar valdi 3 spaða og félagi sagði 4 lauf. Nú var komið að Ómari að velja sögn. Allt spilið var svona: ♠ 853 ♥ ÁKD105 ♦ 6 ♣ Á975 ♠ G10 ♥ 4 ♦ ÁKG1095 ♣ K1084 ♠ KD9764 ♥ G3 ♦ 42 ♣ D62 ♠ Á2 ♥ 98762 ♦ D873 ♣ G3 N S V A Þó að 13 punktar væru til reiðu, þá leist Ómari ekki á blikuna og valdi pass. Það reyndist ágætis ákvörðun miðað við hvern- ig spilið var. Ekkert geim stendur á hendur NS og græddust nokkrir impar á ákvörðun Ómars, því geim var spilað á hinu borðinu, einn niður. Hætt er við að flestir með hönd norðurs myndu ekki gefast upp og melda annaðhvort 4 hjörtu eða 5 lauf. Það leiðir hvorugt til vinnings ef vörnin tekur slagi sína. Jafnvel 5 tíglar vinnast ekki heldur, því drottning fjórða austurs verður óhjá- kvæmilega slagur. Lokasprettur sumarbridge hafinn Sumarbridge er að ganga sitt skeið og óhætt er að segja að aðsóknin hafi verið góð. Miðvikudagskvöldið 4. september mættu 36 pör til leiks. Lokastaða 5 efstu para varð þannig: 1. Halldór Ú. Halldórsson – Hermann Friðriksson 61,9% 2. Árni Hannesson – Oddur Hannesson 58,6% 3. Haukur Ingason – Helgi Sigurðsson 58,3% 4. Þorvaldur Pálmason – Jón Viðar Jónmundsson 58,3% 5. Halldór Þorvaldsson – Magnús Sverrisson 57,9% Mánudagskvöldið 9. september var mætingin 25 pör. Lokastaða 5 efstu para varð þannig: 1. Guðmundur Snorrason – Ragnar Magnússon 59,7% 2. Gabríel Gíslason – Sigurður Steingrímsson 59,6% 3. Gunnlaugur Karlsson – Kjartan Ingvarsson 59,3% 4. Hrund Einarsdóttir – Dröfn Guðmundsdóttir 57,6% 5. Helgi Bogason – Sverrir Þórisson 55,4% Lokamót Sumarbridge 13. september – Silfurstig Lokamót Sumarbridge fer fram föstudaginn 13. september og hefst klukk- an 18. 40 spil verða spiluð, 4 spil verða á milli para og verða veitt silfurstig. Keppnis- gjald er 1500 kr. á spilara og verða verðlaun fyrir 5 efstu sætin. Jafnframt verða veitt verðlaun fyrir bronsstiga- hæstu kven-og karl spilara sumarsins. 1. verðlaun: Keppnisgjald fyrir 1 par í tvím. Bridgehátíð 2014. 2. verðlaun: Keppnisgjald fyrir 1 par á Íslandsmótið í Butler tvímenningi 2013. 3-5. verðlaun: Keppnisgjald fyrir 2 spilara á Íslandsmótið í einmenningi 2013 Einnig verða 2 heppnir dregnir út og fá þeir frítt í tvímenning Bridgehátíðar. Félögin að hefja starfsemi Félögin á höfuðborgarsvæðinu eru að hefja næsta keppnistímabil. Stærstu félögin eru BR, BH og BK. Bridgefélag Reykjavíkur Haustið 2013 hefst með Hótel Hamar 3 kvölda tvímenningi, 17.sept., 24. sept. og 1. okt. Reykjavíkurmótið í tvímenningi verður 27. og 28. september. Á eftir verður hrað- sveitakeppni 4 kvölda, 8. okt., 15. okt, 22. okt. og 29. okt. Næst á dagskrá er Butler tví- menningur 3 kvölda, 5. nóv., 12. nóv. og 19. nóv. Á eftir honum er sveitakeppni Monrad, 3 kvölda, 26. nóv., 3. des. og 10. des. Spilað- ur verður jólasveinatvímenn- ingur 17. desember og Jólamót BR 30. desember. BR hefur ákveðið að bjóða upp á eins kvölds tvímenning valda föstu- daga í vetur. Annars vegar kvöld sem einungis eru opin fyrir konur en hins vegar opin kvöld þar sem allir eru velkomnir. Dömuklúbburinn er 20. sept., 1. okt. og 13. des. og föstudagsklúbburinn 11. okt. og 29. nóv. Bridgefélag Hafnarfjarðar Starfsemi félagsins hefst á eins kvölds Monrad Barómeter, 16.9. Næst verður eins kvölds Monrad Barómeter 23.9. Síðan kemur þriggja kvölda Butler tvímenn- ingur, 30.9., 7.10. og 14.10. Þar á eftir verður hraðsveitakeppni tveggja kvölda, 21.10. og 28.10. Síðan verður Mitchell tvímenningur tvö kvöld, 4.11. og 11.11. Aðalsveitakeppni verður spiluð 18.11, 25.11., 2.12. og 9.12. Bridgefélag Kópavogs Dagskráin haustið 2013 hófst 12. september með eins kvölds tvímenningi. Þann 19. sept- ember hefst Monrad hausttvímenningur og verður einnig spilað 26. september og 3. október. Tvö bestu kvöldin gilda til verð- launa í hausttvímenningi. Síðan hefst Butler tvímenningur sem verður 10. október, 17. október og 24. október.  Bridge næSta keppniStímaBil félaganna á höfuðBorgarSvæðinu er að hefjaSt Ábatasöm ákvörðun Ómar Olgeirsson stóð frammi fyrir erfiðri ákvörðun í sögnum í bikarleik BSÍ í þriðju umferð. Kristján Þór Júlíusson lék fyrsta leikinn fyrir Hörð Garðarsson á Bónus-Afmælis- móti Vinaskákfélagsins, sem haldið var í Vin á mánudaginn. Tíu ára afmæli var vel fagnað. Allir eru velkomnir í Vin, Hverfisgötu 47. Þar eru æfingar á mánudögum kl. 13, og teflt alla daga. F R U M Ég næ árangri í sölu fasteigna Ég sýni eignina fyrir þig Ég aðstoða þig við að finna eign Enginn kostnaður nema eignin seljist Eggert Ólafsson löggiltur fasteignasali 893 1819 Pantaðu frítt söluverðmat 893 1819 Opið hús laugard. 14. sept. kl. 13:30-14:00 Torfufell 9, raðhús, 111 Reykjavík *MIKIÐ ENDURNÝJAÐ CA. 280 FM RAÐ HÚS* Fallegt, 6 herb., ca. 280 fm raðhús, ásamt bílskúr. Möguleiki á auka­ íbúð í kjallara. Stór sólpallur. Fallegur og rækt aður suðurgarður. Nýlega málað. Ný­ legt járn á húsi og bílskúr. Gott viðhald. Verð kr. 39.800.000 Allar nánari upplýsingar veitir: Eggert, lögg. fasteignas., s: 893 1819 eggert@fasteignasalan.is Bókið skoðun í síma: 893 1819 Naustahlein 26, endaraðhús, 210 Garðabæ *FYRIR 60 ÁRA OG ELDRI * ENDA­ RAÐHÚS* Fallegt 3ja herb., 89,2 fm enda ­ raðhús, fyrir 60 ára og eldri. Hátt er til lofts í húsinu. Fallegur garður. Hiti er í stétt um og bílaplani. Aðgangur er að þjón ustu hjá Hrafnistu í göngufæri. Verð kr. 31.500.000 Allar nánari upplýsingar veitir: Eggert, lögg. fasteignas., s: 893 1819 eggert@fasteignasalan.is Bókið skoðun í síma: 893 1819 Akurhvarf 1, íbúð 402, 203 Kópavogur *GLÆSILEGT ÚTSÝNI TIL ELLIÐA­ VATNS* Rúmgóð og falleg 2ja herb. 75 fm íbúð á 4. og efstu hæð í litlu lyftu húsi. Frábær staðsetning í nálægð við nátt úru­ para dísina við Elliðavatn. Stutt í versl un, skóla, leikskóla, góðar gönguleiðir og fleira. Verð kr. 23.900.000 Allar nánari upplýsingar veitir: Eggert, lögg. fasteignas., s: 893 1819 eggert@fasteignasalan.is Bókið skoðun í síma: 893 1819 Vogagerði 18 , einbýli, 190 Vogar *EINBÝLI Í NÁGRENNI HÖFUÐBORG­ AR* 175 fm einbýlishús á einni hæð í Vogum á Vatnsleysuströnd, þar af er bílskúr 41,6 fm. Eignin þarfnast verulegra endurbóta að utan sem innan. Verð kr. 18.000.000 Allar nánari upplýsingar veitir: Eggert, lögg. fasteignas., s: 893 1819 eggert@fasteignasalan.is Bókið skoðun í síma: 893 1819 Vogagerði 26, einbýli, 190 Vogar *ÁGÆTIS EINBÝLI Í NÁGRENNI HÖFUÐ ­ BORG AR* Ágætis 178,8 fm einbýlishús á einni hæð í Vogum á Vatnsleysuströnd, þar af er bíl­ skúr 47,2 fm. Verð kr. 26.000.000 Allar nánari upplýsingar veitir: Eggert, lögg. fasteignas., s: 893 1819 eggert@fasteignasalan.is Opið hús Fasteignasalan Bær • Ögurhvarfi 6 • 203 Kópavogur • Sími 893 1819 • www.fasteignasalan.is Fagleg og persónuleg þjónusta

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.