Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.09.2013, Side 61

Fréttatíminn - 13.09.2013, Side 61
Senn líður að endalokunum hjá efnafræðingn- um Walter White í sjónvarpsþáttunum Breaking Bad. Þessi magnaða þáttaröð rennur sitt skeið í bandarísku sjónvarpi í lok þessa mánaðar og sé eitthvað að marka orð framleiðendanna þá verður þar settur lokapunktur. Ekkert frekara framhald. Hvorki í sjónvarpi né í kvikmynd, eins og rætt var um á tímabili. Spennan hefur stigmagnast og með hverjum þætti sem endalokin færast nær syrtir í álinn hjá Walter. Manni sem í upphafi var annálað ljúf- menni en hefur hægt og rólega umbreyst í sið- laust skrímsli. Í raun er alveg merkilegt hversu hnignunarsaga eðlisfræðikennarans sem ákvað að gerast dópframleiðandi eftir að hann greind- ist með krabbamein er sannfærandi. Það er vita- skuld ekki síst að þakka slagkraftinum í túlkun Bryans Cranstons á Walter sem er orðinn eins og Tony Soprano. Með Mídasarsnertinguna með öfugum formerkjum. Allt sem hann kemur nálægt breytist í skít. Varla er við öðru að búast en spennan verði óbærileg undir lokin enda vandséð að þessi ósköp geti endað vel. Áhorfendum hefur verið haldið í þeirri óþægilegu stöðu að „halda með“ Walter en slíkt verður stöðugt erfiðara en enn erum við leiksoppur útsmoginna handritshöf- undanna. Breaking Bad og The Sopranos þykja al- mennt með því allra besta sem gert hefur verið í amerísku sjónvarpi og óhætt að fullyrða að The Sopranos hafi sett ný viðmið í þeirri grein. Tony Soprano, skúrkurinn sá, hélt samúð áhorfenda til enda og fólk er enn að reyna að ráða í hver örlög hans urðu í galopnum endalok- unum. Hvernig sem fer fyrir Walter White munu ör- lög hans áreiðanlega ekki verða síður tormelt en hjá Tony og engin hætta á öðru en þeir snilling- ar sem spinna söguna muni tryggja að Breaking Bad muni lifa í minningunni um ókomna tíð. Þórarinn Þórarinsson 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun STÖÐ 2 07:00 Strumparnir / Hello Kitty / Grallararnir / UKI / Algjör Sveppi 10:15 Batman: The Brave and the bold 12:00 Nágrannar 13:45 Veistu hver ég var? 14:25 Beint frá messa 15:10 Go On (7/22) 15:45 Hið blómlega bú 16:20 Broadchurch (5/8) 17:35 60 mínútur 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (3/30) 19:10 Næturvaktin Ný, íslensk þáttaröð með Jóni Gnarr og Pétri Jóhanni Sigfússyni í aðalhlut- verkum. 19:40 Sjálfstætt fólk (2/15) 20:15 Ástríður (1/10) Gaman- þáttasería þar sem fjallað er um ástarmál og vináttu, starfsframa og sambönd og allt þar á milli. 20:45 Rizzoli & Isles (15/15) 21:30 Broadchurch (6/8) Spennu- þáttur sem fjallar um rannsókn á láti ungs drengs. 22:20 Boardwalk Empire (1/12) 23:15 60 mínútur 00:00 The Daily Show: Global Editon (28/41) 00:25 Suits (7/16) 01:10 Nashville (12/21) 01:55 The Newsroom (8/9) 02:50 The Untold History of The United States (3/10) 03:50 Benny and Joon 05:25 Fréttir 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 11:10 Barcelona - Sevilla 12:50 Stjarnan - Breiðablik 15:05 Þýski handboltinn 16:45 KR - Fylkir 19:00 Meistarad. Evrópu - fréttaþáttur 20:20 Þýski handboltinn 21:40 Villarreal - Real Madrid 23:20 Pepsí-mörkin 2013 00:35 KR - Fylkir 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 09:50 Aston Villa - Newcastle 11:30 Stoke - Man. City 13:10 Hull - Cardiff 14:50 Southampton - West Ham 17:00 Sunderland - Arsenal 18:40 Man. Utd. - Crystal Palace 20:20 Everton - Chelsea 22:00 Southampton - West Ham 23:40 Tottenham - Norwich SkjárGolf 06:00 Eurosport 11:00 BMW Championship 2013 (3:4) 16:00 BMW Championship 2013 (4:4) 22:00 BMW Championship 2013 (4:4) 03:30 Eurosport 15. september sjónvarp 61Helgin 13.-15. september 2013  Í sjónvarpinu Breaking Bad Sköpunarsaga siðleysingja NJÓTTU VEL MEÐ HIMNESKRI HOLLUSTU Náðu þér í frítt veglegt uppskriftahefti við vörulínu Himneskrar Hollustu í öllum helstu matvöruverslunum. Yggdrasill heildsala | yggdrasill.isHeilbrigð skynsemi Byrjaðu daginn á Himneskri Hollustu

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.