Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.09.2013, Qupperneq 61

Fréttatíminn - 13.09.2013, Qupperneq 61
Senn líður að endalokunum hjá efnafræðingn- um Walter White í sjónvarpsþáttunum Breaking Bad. Þessi magnaða þáttaröð rennur sitt skeið í bandarísku sjónvarpi í lok þessa mánaðar og sé eitthvað að marka orð framleiðendanna þá verður þar settur lokapunktur. Ekkert frekara framhald. Hvorki í sjónvarpi né í kvikmynd, eins og rætt var um á tímabili. Spennan hefur stigmagnast og með hverjum þætti sem endalokin færast nær syrtir í álinn hjá Walter. Manni sem í upphafi var annálað ljúf- menni en hefur hægt og rólega umbreyst í sið- laust skrímsli. Í raun er alveg merkilegt hversu hnignunarsaga eðlisfræðikennarans sem ákvað að gerast dópframleiðandi eftir að hann greind- ist með krabbamein er sannfærandi. Það er vita- skuld ekki síst að þakka slagkraftinum í túlkun Bryans Cranstons á Walter sem er orðinn eins og Tony Soprano. Með Mídasarsnertinguna með öfugum formerkjum. Allt sem hann kemur nálægt breytist í skít. Varla er við öðru að búast en spennan verði óbærileg undir lokin enda vandséð að þessi ósköp geti endað vel. Áhorfendum hefur verið haldið í þeirri óþægilegu stöðu að „halda með“ Walter en slíkt verður stöðugt erfiðara en enn erum við leiksoppur útsmoginna handritshöf- undanna. Breaking Bad og The Sopranos þykja al- mennt með því allra besta sem gert hefur verið í amerísku sjónvarpi og óhætt að fullyrða að The Sopranos hafi sett ný viðmið í þeirri grein. Tony Soprano, skúrkurinn sá, hélt samúð áhorfenda til enda og fólk er enn að reyna að ráða í hver örlög hans urðu í galopnum endalok- unum. Hvernig sem fer fyrir Walter White munu ör- lög hans áreiðanlega ekki verða síður tormelt en hjá Tony og engin hætta á öðru en þeir snilling- ar sem spinna söguna muni tryggja að Breaking Bad muni lifa í minningunni um ókomna tíð. Þórarinn Þórarinsson 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun STÖÐ 2 07:00 Strumparnir / Hello Kitty / Grallararnir / UKI / Algjör Sveppi 10:15 Batman: The Brave and the bold 12:00 Nágrannar 13:45 Veistu hver ég var? 14:25 Beint frá messa 15:10 Go On (7/22) 15:45 Hið blómlega bú 16:20 Broadchurch (5/8) 17:35 60 mínútur 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (3/30) 19:10 Næturvaktin Ný, íslensk þáttaröð með Jóni Gnarr og Pétri Jóhanni Sigfússyni í aðalhlut- verkum. 19:40 Sjálfstætt fólk (2/15) 20:15 Ástríður (1/10) Gaman- þáttasería þar sem fjallað er um ástarmál og vináttu, starfsframa og sambönd og allt þar á milli. 20:45 Rizzoli & Isles (15/15) 21:30 Broadchurch (6/8) Spennu- þáttur sem fjallar um rannsókn á láti ungs drengs. 22:20 Boardwalk Empire (1/12) 23:15 60 mínútur 00:00 The Daily Show: Global Editon (28/41) 00:25 Suits (7/16) 01:10 Nashville (12/21) 01:55 The Newsroom (8/9) 02:50 The Untold History of The United States (3/10) 03:50 Benny and Joon 05:25 Fréttir 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 11:10 Barcelona - Sevilla 12:50 Stjarnan - Breiðablik 15:05 Þýski handboltinn 16:45 KR - Fylkir 19:00 Meistarad. Evrópu - fréttaþáttur 20:20 Þýski handboltinn 21:40 Villarreal - Real Madrid 23:20 Pepsí-mörkin 2013 00:35 KR - Fylkir 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 09:50 Aston Villa - Newcastle 11:30 Stoke - Man. City 13:10 Hull - Cardiff 14:50 Southampton - West Ham 17:00 Sunderland - Arsenal 18:40 Man. Utd. - Crystal Palace 20:20 Everton - Chelsea 22:00 Southampton - West Ham 23:40 Tottenham - Norwich SkjárGolf 06:00 Eurosport 11:00 BMW Championship 2013 (3:4) 16:00 BMW Championship 2013 (4:4) 22:00 BMW Championship 2013 (4:4) 03:30 Eurosport 15. september sjónvarp 61Helgin 13.-15. september 2013  Í sjónvarpinu Breaking Bad Sköpunarsaga siðleysingja NJÓTTU VEL MEÐ HIMNESKRI HOLLUSTU Náðu þér í frítt veglegt uppskriftahefti við vörulínu Himneskrar Hollustu í öllum helstu matvöruverslunum. Yggdrasill heildsala | yggdrasill.isHeilbrigð skynsemi Byrjaðu daginn á Himneskri Hollustu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.