Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 62
62 bíó Helgin 13.-15. september 2013 Hjónin Hal og Jasmine eru mold- ríkir New York-búar sem njóta ljúfa lífsins ásamt auðugum vinum sínum.  Frumsýnd Blue Jasmine l eikstjórinn Woody Allen hefur átt góðu gengi að fagna á þessu ári með gaman-mynd sinni Blue Jasmine. Myndin fór vel af stað þegar hún var frumsýnd í Banda- ríkjunum í sumar og seldi fleiri miða en Midnight in Paris sem er tekjuhæsta mynd leikstjórans til þessa. Vinsældir myndar- innar í miðju stórmyndafári sumarsins komu nokkuð á óvart en framleiðendur hennar þóttust vita hvað þeir voru að gera þegar þeir sendu hana í hasarinn. Hún myndi koma sem ferskur andblær, alvarleg og góð mynd, og kærkomin tilbreyting. Leikarar sækjast jafnan eftir því að fá að vinna með Allen og sem fyrr hefur hann úrvalslið á sínum snærum. Cate Blanchett er í aðalhlutverkinu og hefur verið hrósað í hástert fyrir frammistöðu sína. Alec Baldwin er einnig í fremstu víglínu og grínarinn Louis C.K. þykir standa sig með prýði í litlu hlut- verki. Svo vel fór á með honum og Allen að þeir hafa hug á að gera aðra mynd saman. Gamli uppistandsgrínistinn og sorakjaftur- inn Andrew Dice Clay, sem lék Ford Fairlane á sínum tíma, kemur síðan skemmtilega á óvart. Hann sýnir á sér nýja hlið og hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn í myndinni. Hjónin Hal og Jasmine eru moldríkir New York-búar sem njóta ljúfa lífsins ásamt auðugum vinum sínum. Þau líta hins vegar systur Jasmine og eiginmann hennar horn- auga, enda ekki fólk af sama sauðahúsi og þau. Glansmyndin fölnar þó hratt þegar Hal fer fram á skilnað vegna þess að hann er ást- fanginn af annarri konu. Jasmine bregst hin versta við og hefnir sín með því að afhjúpa Hal sem spilta fjármálaskúrkinn sem hann í raun og veru er. Og þar með er tilvera Jasmine hrunin til grunna og hún á ekki annan kost en að flytja inn á systur sína og mág, sem Sally Hawkins og Dice Clay leika, og sætta sig við milli- stéttarheimili þeirra. Jasmine myndast síðan við að koma sér aftur á réttan kjöl en þar sem hún siglir undir fölsku flaggi eiga endur- reisnartilraunir hennar eftir að draga dilk á eftir sér. Gagnrýnendur hafa sem fyrr segið ekki síður tekið Blue Jasmine fagnandi en áhorf- endur og á vefnum Rotten Tomatoes, sem safnar saman kvikmyndadómum og reiknar meðaltal þeirra, þykir myndin brakandi fersk með 89%. Aðrir miðlar: Imdb: 7,9, Rotten Tomatoes: 89%, Metacritic: 77% Sá aldni meistari Woody Allen er við sama heygarðshornið og dælir út bíómyndum, einni á ári, þrátt fyrir að vera farinn að nálgast áttrætt. Allen er mistækur í samræmi við afköstin en þegar honum tekst vel upp standast fáir honum snúning. Hann hefur verið á góðri siglingu undanfarið og nýjasta mynd hans, Blue Jasmine, hefur fengið prýðilega dóma og þykir vera hans besta mynd um langt árabil. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Besta mynd Allens í mörg ár Cate Blanchett þykir sýna stórleik í Blue Jasmine og er sjaldan sögð hafa verið betri í mynd þar sem Woody Allen nær að halda jafnvægi milli gríns og dramatíkur. Ofurpabbinn Gru snýr aftur Ofurglæponinn Gru var kynntur til sögunnar í teiknimyndinni Despicable Me fyrir þremur árum og sló hressilega í gegn. Þá ætlaði Gru sér að nota þrjár munaðarlausar stúlkur sem peð í vélabrögðum sínum en varð fyrir því óláni að ást þeirra á honum breytti honum til hins betra. Nú býr Gru með stelpunum, Margo, Edith og Agöthu, í úthverfi og unir hag sínum vel. Hann hrekkur þó í gamla gírinn eftir að fulltrúi samtaka sem berjast gegn ofurskúrkum  Fleiri Frumsýningar malick og mud Spennandi bland í poka Spennumyndirnar Paranoia og Malavita eru á meðal frumsýningarmynda helgar- innar. Í Paranoia lendir Liam Hemsworth í hættulegri klemmu á milli tveggja ófyr- irleitinna iðnjöfra sem Harrison Ford og Gary Oldman leika. Persóna Oldmans vél- ar unga manninn til þess að stunda iðnað- arnjósnir um Ford en slíkt veit ekki á gott. Þungavigtarliðið Robert De Niro, Mic- helle Pfeiffer og Tommy Lee Jones fara með aðalhlutverkin í Malavita sem segir frá fjölskyldu mafíuforingja sem gengur illa að fara huldu höfði í vitnavernd í Frakk- landi. Fyrirferðin í þeim verður til þess að gamlir félagar úr mafíunni renna á slóð þeirra og þá hitnar heldur betur í kolunum. Þessa dagana sýnir Kringlubíó þrjár at- hyglisverðar myndir. Mud skartar Matt- hew McConaughey í hlutverki manns sem felur sig við Mississipi-fljót. Hann er grun- aður um morð en nýtur aðstoðar tveggja stráka sem rekast á hann. Mud var tilnefnd til Gullpálmans á kvikmyndahátíðinni í Cannes. To The Wonder er nýjasta mynd leik- stjórans Terrence Malick en myndir hans teljast alltaf til tíðinda. Hér teflir hann fram þeim Ben Affleck, Olga Kurylenko, Javier Bardem og Rachel McAdams. Þriðja myndin á kvikmyndadögum í Kringlubíói er Midnight's Children sem er gerð eftir skáldsögu Salmans Rushdie sem einnig skrifar handritið. Sagan hefst árið 1949, nánar tiltekið á þeirri stundu sem Indverjar fá sjálfstæði frá Bretum. Þá fæðist lítill drengur sem gæddur er óvenju- legum hæfileikum.  Frumsýnd despicaBle me 2 Matthew McConaughey þykir fara á kostum í Mud. kemur á hans fund. Eftir smá snerru áttar Gru sig á því að heimsbyggðin þarfnast hans í baráttunni gegn nýju illmenni og ofurpabbinn ákveður að láta ekki sitt eftir liggja. Aðrir miðlar: Imdb: 7,7, Rotten Tomatoes: 76%, Metacritic: 62% SKÓLANEMAR: 25% AfSLáttuR gEgN fRAMvíSuN SKíRtEiNiS! EvRÓpSK KviKMyNdAhátið 19 - 29 SEptEMbER MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 NO(14) 13. sept: 17.40 - 20.00 14. sept: 20.00 thE KiNgS Of SuMMER (14) SýNiNgARtíMAR A biOpARAdiS.iS EVRÓPSK K V I K MYNDA H Á T I Ð European Film Festival Iceland 19 - 29 september 2013 AðEiNS SýNiNAR þESSA hELgi Sykurlaus og náttúrulegur staðgengill flórsykurs! Hefur ekki áhrif á blóðsykur og insúlín líkamans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.