Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.09.2013, Síða 62

Fréttatíminn - 13.09.2013, Síða 62
62 bíó Helgin 13.-15. september 2013 Hjónin Hal og Jasmine eru mold- ríkir New York-búar sem njóta ljúfa lífsins ásamt auðugum vinum sínum.  Frumsýnd Blue Jasmine l eikstjórinn Woody Allen hefur átt góðu gengi að fagna á þessu ári með gaman-mynd sinni Blue Jasmine. Myndin fór vel af stað þegar hún var frumsýnd í Banda- ríkjunum í sumar og seldi fleiri miða en Midnight in Paris sem er tekjuhæsta mynd leikstjórans til þessa. Vinsældir myndar- innar í miðju stórmyndafári sumarsins komu nokkuð á óvart en framleiðendur hennar þóttust vita hvað þeir voru að gera þegar þeir sendu hana í hasarinn. Hún myndi koma sem ferskur andblær, alvarleg og góð mynd, og kærkomin tilbreyting. Leikarar sækjast jafnan eftir því að fá að vinna með Allen og sem fyrr hefur hann úrvalslið á sínum snærum. Cate Blanchett er í aðalhlutverkinu og hefur verið hrósað í hástert fyrir frammistöðu sína. Alec Baldwin er einnig í fremstu víglínu og grínarinn Louis C.K. þykir standa sig með prýði í litlu hlut- verki. Svo vel fór á með honum og Allen að þeir hafa hug á að gera aðra mynd saman. Gamli uppistandsgrínistinn og sorakjaftur- inn Andrew Dice Clay, sem lék Ford Fairlane á sínum tíma, kemur síðan skemmtilega á óvart. Hann sýnir á sér nýja hlið og hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn í myndinni. Hjónin Hal og Jasmine eru moldríkir New York-búar sem njóta ljúfa lífsins ásamt auðugum vinum sínum. Þau líta hins vegar systur Jasmine og eiginmann hennar horn- auga, enda ekki fólk af sama sauðahúsi og þau. Glansmyndin fölnar þó hratt þegar Hal fer fram á skilnað vegna þess að hann er ást- fanginn af annarri konu. Jasmine bregst hin versta við og hefnir sín með því að afhjúpa Hal sem spilta fjármálaskúrkinn sem hann í raun og veru er. Og þar með er tilvera Jasmine hrunin til grunna og hún á ekki annan kost en að flytja inn á systur sína og mág, sem Sally Hawkins og Dice Clay leika, og sætta sig við milli- stéttarheimili þeirra. Jasmine myndast síðan við að koma sér aftur á réttan kjöl en þar sem hún siglir undir fölsku flaggi eiga endur- reisnartilraunir hennar eftir að draga dilk á eftir sér. Gagnrýnendur hafa sem fyrr segið ekki síður tekið Blue Jasmine fagnandi en áhorf- endur og á vefnum Rotten Tomatoes, sem safnar saman kvikmyndadómum og reiknar meðaltal þeirra, þykir myndin brakandi fersk með 89%. Aðrir miðlar: Imdb: 7,9, Rotten Tomatoes: 89%, Metacritic: 77% Sá aldni meistari Woody Allen er við sama heygarðshornið og dælir út bíómyndum, einni á ári, þrátt fyrir að vera farinn að nálgast áttrætt. Allen er mistækur í samræmi við afköstin en þegar honum tekst vel upp standast fáir honum snúning. Hann hefur verið á góðri siglingu undanfarið og nýjasta mynd hans, Blue Jasmine, hefur fengið prýðilega dóma og þykir vera hans besta mynd um langt árabil. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Besta mynd Allens í mörg ár Cate Blanchett þykir sýna stórleik í Blue Jasmine og er sjaldan sögð hafa verið betri í mynd þar sem Woody Allen nær að halda jafnvægi milli gríns og dramatíkur. Ofurpabbinn Gru snýr aftur Ofurglæponinn Gru var kynntur til sögunnar í teiknimyndinni Despicable Me fyrir þremur árum og sló hressilega í gegn. Þá ætlaði Gru sér að nota þrjár munaðarlausar stúlkur sem peð í vélabrögðum sínum en varð fyrir því óláni að ást þeirra á honum breytti honum til hins betra. Nú býr Gru með stelpunum, Margo, Edith og Agöthu, í úthverfi og unir hag sínum vel. Hann hrekkur þó í gamla gírinn eftir að fulltrúi samtaka sem berjast gegn ofurskúrkum  Fleiri Frumsýningar malick og mud Spennandi bland í poka Spennumyndirnar Paranoia og Malavita eru á meðal frumsýningarmynda helgar- innar. Í Paranoia lendir Liam Hemsworth í hættulegri klemmu á milli tveggja ófyr- irleitinna iðnjöfra sem Harrison Ford og Gary Oldman leika. Persóna Oldmans vél- ar unga manninn til þess að stunda iðnað- arnjósnir um Ford en slíkt veit ekki á gott. Þungavigtarliðið Robert De Niro, Mic- helle Pfeiffer og Tommy Lee Jones fara með aðalhlutverkin í Malavita sem segir frá fjölskyldu mafíuforingja sem gengur illa að fara huldu höfði í vitnavernd í Frakk- landi. Fyrirferðin í þeim verður til þess að gamlir félagar úr mafíunni renna á slóð þeirra og þá hitnar heldur betur í kolunum. Þessa dagana sýnir Kringlubíó þrjár at- hyglisverðar myndir. Mud skartar Matt- hew McConaughey í hlutverki manns sem felur sig við Mississipi-fljót. Hann er grun- aður um morð en nýtur aðstoðar tveggja stráka sem rekast á hann. Mud var tilnefnd til Gullpálmans á kvikmyndahátíðinni í Cannes. To The Wonder er nýjasta mynd leik- stjórans Terrence Malick en myndir hans teljast alltaf til tíðinda. Hér teflir hann fram þeim Ben Affleck, Olga Kurylenko, Javier Bardem og Rachel McAdams. Þriðja myndin á kvikmyndadögum í Kringlubíói er Midnight's Children sem er gerð eftir skáldsögu Salmans Rushdie sem einnig skrifar handritið. Sagan hefst árið 1949, nánar tiltekið á þeirri stundu sem Indverjar fá sjálfstæði frá Bretum. Þá fæðist lítill drengur sem gæddur er óvenju- legum hæfileikum.  Frumsýnd despicaBle me 2 Matthew McConaughey þykir fara á kostum í Mud. kemur á hans fund. Eftir smá snerru áttar Gru sig á því að heimsbyggðin þarfnast hans í baráttunni gegn nýju illmenni og ofurpabbinn ákveður að láta ekki sitt eftir liggja. Aðrir miðlar: Imdb: 7,7, Rotten Tomatoes: 76%, Metacritic: 62% SKÓLANEMAR: 25% AfSLáttuR gEgN fRAMvíSuN SKíRtEiNiS! EvRÓpSK KviKMyNdAhátið 19 - 29 SEptEMbER MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 NO(14) 13. sept: 17.40 - 20.00 14. sept: 20.00 thE KiNgS Of SuMMER (14) SýNiNgARtíMAR A biOpARAdiS.iS EVRÓPSK K V I K MYNDA H Á T I Ð European Film Festival Iceland 19 - 29 september 2013 AðEiNS SýNiNAR þESSA hELgi Sykurlaus og náttúrulegur staðgengill flórsykurs! Hefur ekki áhrif á blóðsykur og insúlín líkamans

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.