Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.09.2013, Side 70

Fréttatíminn - 13.09.2013, Side 70
 TónlisT sTærri lisTamenn vænTanlegir á sónar-háTíðina Sónar haldin samtímis í Reykjavík og Stokkhólmi Tónlistarhátíðin Sónar verður eftirleiðis haldin samtímis í Reykjavík og Stokkhólmi. Margir lista- menn munu koma fram á báðum stöðum. Þetta ætti að tryggja að hingað komi stærri nöfn en ella. Systurnar í Sísý Ey heilluðu marga á fyrstu Sónar Reykjavík-hátíðinni í febrúar. Ljósmynd/Hari v ið munum strax sjá samlegðaráhrif fyrir okkur að gera þetta svona. Það verða stærri listamenn sem koma fram. Við verðum með færri plötusnúða en stærri og fleiri „live“-atriði í staðinn. Svo verð- ur hátíðin þriggja daga en ekki tveggja daga,“ segir Björn Steinbekk, fram- kvæmdastjóri Sónar Reykjavík. Gengið hefur verið frá því að samhliða Sónar Reykjavík í febrúar verður Sónar sett upp í Stokkhólmi. Um er að ræða tvær aðskildar hátíðir en einhverjir listamenn munu koma fram á báð- um hátíðunum. Hátíðin í Stokk- hólmi er í meirihlutaeigu Sónar Reykjavík. „Við erum með rúmlega þrjú þúsund manna hús, Hörpu, sem er frábært og við viljum hvergi annars staðar vera. Fyrsta hátíðin var harður skóli en það varð til reynsla sem á að geta skilað okkur, Hörpu og fyrst og síðast gestum Sónar Reykjavík betri hátíð á næsta ári. Þessi tryggð okkar við Hörpu þýðir hins vegar að við getum ekki fjölgað áhorfendum en um leið er erfitt að byggja upp arðbæra tónlistarhátíð þar sem Íslendingar eru kröfuharðir gestir. Þeir eru ekki vanir því miðaverði sem þekkist fyrir hátíðir sem þessa annars staðar í Evr- ópu. Það var því tvennt í stöðunni, að hækka miðaverðið all verulega til að geta náð í stærri listamenn eða að samnýta helstu listamenn með annarri hátíð. Við erum því að byrja rekstur Sónar í Stokkhólmi til að efla hátíðina hér heima,“ segir Björn. Björn segir að eftir að Sónar Reykjavík var haldin í fyrsta sinn í byrjun þessa árs hafi komið upp áhugi víða í Skandinavíu að fá Sónar til sín. „Hinsvegar var mín stefna ávallt að sanna okkur fyrir eigendum Sónar og skoða aðrar borgir í fram- haldinu. Niðurstaðan varð sú að eigendur Sónar vildu efla samstarfið við okkur frekar en að vinna með öðrum aðilum í öðrum borg- um. Það er mikil viðurkenning fyrir okkur og alla þá sem komu að síðustu hátíð, Hörpu, Ice- landair og okkar frábæra starfsfólk.“ Af hverju Stokkhólmur? „Stokkhólmur er álíka fjölmenn borg og Barcelona og Svíar eru á topp fimm yfir gesti á Sónar í Barcelona. Þeir eru með þróaðan heimamarkað í tónlistinni og sterka kaupgetu þeirra sem vilja fara á svona hátíðir. Okkar framtíðarsýn er að Sónar í Stokkhólmi geti, ef allt gengur eftir, á næstu þremur árum orðið frekar stór hátíð,“ segir Björn. Hversu stór? „Við byrjum með tvö þúsund manna hátíð þar á næsta ári. Markmiðið er að eftir tvö til þrjú ár verðum við komin í rúmlega tíu þúsund manna hús.“ Við erum í samstarfi við sterka aðila í Stokkhólmi, annars hefði þetta ekki geta gengið upp.“ Og því stærri sem hátíðin í Stokkhólmi verður, þeim mun betri hátíð fáum við í Reykjavík? „Já, þetta skilar betri dagskrá hér á næstu árum. Þetta mun gefa okkur tækifæri á að koma með listamenn hingað sem venjulega eru kannski að spila í 3-9 þúsund manna sölum og fá þá til að spila í 1.500 mann sal. Það er hátíðin sem viljum búa til og munum búa til, eina hátíð í einu.“ Sónar Reykjavík og Sónar Stokkhólmur verða haldnar dagana 13.-15. febrúar á næsta ári. Búast má við að fyrstu tilkynningu um listamenn á hátíðunum á næstu vikum. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Björn Stein- bekk hefur gengið frá samningum um að Sónar verði haldin samtímis í Reykjavík og Stokkhólmi. Hann segir að það tryggi að stærri listamenn sæki Ísland heim en ella. Ljósmynd/ Tristan Steinbekk Hasler Björnsson Sýningar hefjast á nýju um helgina á verkinu Rautt í leikstjórn Kristínar Jó- hannesdóttur en verkið var sýnt við miklar vin- sældir á síðasta leikári. Jóhann Sigurðarson leikur mynd- listarmanninn Mark Rothko í sýningunni og Hilmar Guðjónsson fer með hlutverk aðstoðarmanns hans. Leikararnir brugðu sér til London í sumar  sjónvarp sTefán pálsson gerir breyTingar á ÚTsvari Rassaköstin aflögð Spurningaljónið Stefán Pálsson er orð- inn aðalspurningahöfundur Útsvars og boðar ýmsar breytingar á þættinum sem hefur göngu sína á ný á föstudagskvöld með stórslag Reykjavíkur og Akureyrar. „Við áskiljum okkur svosem alveg rétt til að hræra í forminu eftir því sem líður á og á milli umferða sérstaklega,“ segir Stefán og bendir á að í þáttum sem þess- um sé ekkert nýtt undir sólinni og því sé meðal annars horft til góðra erlendra fyrirmynda. „Við erum ekkert að reyna að halda því fram að við séum að reyna að finna upp hjólið.“ Látbragðsleikurinn verður ekki með, í það minnsta ekki til að byrja með og bjölluhlaupið hefur verið aflagt. „Við hættum að láta fólk hlaupa í bjöllu. Enda má í rauninni segja að þetta hafi verið orðið hættuspil. Menn voru farnir að setja þarna skriðþunga karlmenn sem feyktu öllum frá með rassaköstum og látum og af þessu hlutust rifbeins- brot og annað slíkt. Þannig að það má kannski segja að tryggingafélag Sjón- varpsins hafi farið þessa á leit við okkur. Þannig að hættan á íþróttameiðslum hefur minnkað. Allverulega.“ Stefán segir sósíalistann í sér hafa fengið í gegn kerfisbreytingu sem gefur minni sveitarfélögum séns á að vera með. Þannig mæti nú Hvalfjarðarsveit, Seyðisfjörður, Tálknafjörður og Sand- gerði til leiks en Hafnarfjörður situr til dæmis hjá í ár. En verður Stefán sjálfur aldrei leiður á því að snúast í kringum spurningaþætti? „Þetta er bara vinna. Ef einhver hefði sagt mér það þegar ég var í menntó að ég mundi sjá mér farborða með því að kenna mönnum að drekka bjór á kvöldin og semja spurningar að deginum þá hefði ég bara hætt í skóla. Séð það að ég væri þegar kominn með þetta,“ segir hann og hlær. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og spurningaljón, boðar ýmsar breytingar á Útsvari í Sjónvarpinu. Blaðamaðurinn Sigurjón M. Egilsson, sem tekur sína vikulegu þeysireyð yfir pólitíkina og þjóð- málin í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni, er ekki par ánægður með Jón Gnarr, borgar- stjóra. Frétt á mbl.is um að borgarstjóri hafi veitt hátt í 500 erlendum fjöl- miðlum frá því hann tók við embætti gaf Sigurjóni tilefni til þess að vekja athygli á því á Facebook að það væri þrautin þyngri að ná Jóni í viðtal við íslenskan fjölmiðil: „Bauð þessum að koma á Sprengisand á sunnudag. Afþakkaði. Leiðin að honum er lengri en ég hef áður kynnst. Ég hef verið blaðamaður í bráðum 30 ár og mörgu kynnst í samskiptum fjölmiðla og ráðafólks.“ Gnarr vill ekki á Sprengisand Hilmir og Jóhann sáu rautt og skoðuðu verk Rothko í Tate Modern- safninu og stóðu að sögn agndofa and- spænis verkum aðal- persónu leikritsins. Hilmar hreifst svo af verkunum að hann var lengi að jafna sig eftir heimsóknina á safnið og kemur því væntanlega aftur til leiks núna, innblásinn sem aldrei fyrr. Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ 70 dægurmál Helgin 13.-15. september 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.