Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2013, Qupperneq 4

Fréttatíminn - 05.04.2013, Qupperneq 4
fyrir fullorðna og börn eldri en 2 ára án rotvarnarefna ódýrt Stíflað nef? Naso-ratiopharm fæst án lyfseðils í apótekum Nefrennsli? xylometazolin hýdróklóríð Naso-ratiopharm nefúði inniheldur xylometazolin sem minnkar þrota í slímhúðum í ne og hálsi, dregur úr aukinni slímmyndun og auðveldar einstaklingum með kvef að anda í gegnum neð. Lyð er ætlað til skammtíma meðferðar við stíu í ne, t.d. vegna kvefs. Skammtar eru 1 úðun í hvora nös, eftir þörfum, mest þrisvar á dag. Lyð má nota í mest 7 daga í senn. Naso-ratiopharm 0,5 mg/ml: Lyð er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára. Tíminn á milli skammta skal ekki vera styttri en 8 klst. Naso-ratiopharm 1 mg/ml: Lyð er ekki ætlað börnum yngri en 10 ára. Tíminn á milli skammta skal ekki vera styttri en 6 klst. Algengustu aukaverkanir eru sviði og ofþornun í slímhúð í ne. Einstaklingar sem m.a. nota MAO-hemla, eru með þrönghornsgláku eða hafa ofnæmi fyrir xylometazolini eða einhverju hjálparefnanna skulu ekki nota lyð, sjá nánar í fylgiseðli. Lesið vandlega fylgiseðlinn sem fylgir lynu. Nóvember 2012. Grænn fyri r börnin Klífur fjöll til styrktar sjúkum börnum veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Rigning S-landS, einKum SíðdegiS, en annaRS fRemuR SólRíKt. HöfuðboRgaRSvæðið: Bjart framan af. rigning undir kvöld. HeiðRíKja um noRðanveRt landi, en væta SyðRa. KólnaR HöfuðboRgaRSvæðið: rigning eða slydda með köflum. ÚRKomulauSt að meStu og HægviðRi. víða fRoSt. HöfuðboRgaRSvæðið: Él eða slydduÉl um morguninn. Kólnar heldur um helgina fremur hæglátt veður og í sjálfu sér eru ekki verulegar breytingar í veðri hér hjá okkur næstu daga, nema að það fer heldur kólnandi frá því á laugardag. aðfararnótt sunnudags- ins verður þannig frost um mest allt land, en talsverður hitamunur dags og nætur þar sem sólin nær víða að skína, einkum n- og a-til. suðvestanlands er spáð vætu, en éljum snemma á sunnudag suðvestanlands. 5 2 1 -1 4 1 -2 -4 -5 2 0 -3 -3 -5 1 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Átak í málefnum hælisleitenda hafið tímabundið átak til að stytta málsmeðferðar- tíma hælisumsókna, sem ríkisstjórnin samþykkti að ráðast í 12. mars síðastliðinn, er hafið og hafa verkefnastjórn og verkefnisstjóri tekið til starfa. Hólmfríður sveinsdóttir stjórnsýslufræðingur er verkefnisstjóri átaksins. Útlendingastofnun hefur ráðið í tvö tímabundin stöðugildi og unnið er að ráðningu í tvö stöðugildi hjá innríkisráðu- neyti. verkefnisstjórnin fundaði með bæjar- stjóra og félagsmálayfirvöldum í Reykjanesbæ 20. mars og var þá samþykkt að veita innanríkis- ráðuneyti frest til 1. júlí til að vinna að varanlegri lausn á fyrirkomulagi á móttöku hælisleitenda. ferðamönnum á austur- landi fjölgar mest gistinætur á hótelum í febrúar voru þriðjungi fleiri en í sama mánuði í fyrra, alls tæplega 140 þúsund. Þeim fjölgaði hlutfalls- lega meira úti á landi en á höfuð- borgarsvæðinu og mest á austur- landi þar sem fjöldi gistinátta rúmlega tvöfaldaðist. næstmesta fjölgunin var á vesturlandi og vestfjörðum, tæplega 90 prósent. aukningin var hlutfallslega minnst á norðurlandi, tæp 20 prósent. -sda gréta ingþórsdóttir framkvæmdastjóri skB Þorsteinn jakobsson ætlar að klífa 12 bæjarfjöll á næstu 12 mánuðum og safna um leið áheitum fyrir styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna. „samstarfs- verkefnið hefur hlotið nafnið saman klífum bratt- ann en baráttu krabba- meinsveikra barna má oft og tíðum líkja við fjallgöngu sem stundum er erfið vegna bratta og klungurs en svo koma tímar og svæði inn á milli sem ekki eru jafnerfið yfirferðar,“ segir Gréta Ing- þórsdóttir framkvæmda- stjóri félagsins. Samstarfið hefst form- lega með göngu á bæjarfjall Hafnfirðinga, Helgafellið, næstkomandi laugardag, kl. 10. gangan tekur um tvær klukkustundir og er öllum heimil þátttaka án greiðslu þátttökugjalds en þátt- takendum sem og öðrum bent á að hægt er að styðja verkefnið með frjálsum framlögum inn á reikning skB. næstu tvær göngur verða síðan laugardaginn 13. apríl á akrafjall við akranes kl. 10.00 og 20. apríl á keili við voga kl. 10.00. -sda framsókn fengi helming lands- byggðarþingmanna Framsóknarflokkurinn fengi þrettán af tuttugu og sex kjördæmakjörnum alþingismönnum landsbyggðarkjör- dæmanna þriggja, ef úrslit kosning- anna 27. apríl yrðu í samræmi við niðurstöður nýjustu skoðanakönnun- ar Capacent. samkvæmt könnuninni fengi Framsóknarflokkurinn 28,3% atkvæða, Sjálfstæðisflokkurinn 22,4%, Samfylkingin 15%, Björt framtíð 12,7 og Vinstri græn 8,5%. önnur framboð ná ekki að rjúfa 5% múrinn en Píratar eru með rúm 4% og Lýðræðisfylkingin rúm 3%. Framsóknarflokkurinn fengi fimm af níu kjördæmakjörnum þingmönnum í norðausturkjördæmi og suðurkjör- dæmi og þrjá af átta í norðvestur- kjördæmi, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. g eðheilsustöð Breiðholts er sú fyrsta sinnar tegundar á Ís-landi þar sem geðheilbrigðis- þjónusta er færð til íbúa í stað þess að þeir þurfi að leita beint til stærri stofnana á borð við Landspítalann. Innan geðsviðs spítalans hefur síðustu ár orðið vart við að óvenju stór hluti þeirra sem þurftu á bráða- þjónustu að halda og komu ítrekað á göngudeildir geðsviðs var fólk úr Breiðholtinu. Við þessu var ákveðið að bregðast og úr varð Geðheilsu- stöðin sem er þróunarverkefni til þriggja ára. Árangur verður metinn að þeim tíma liðnum. „Markmiðið er að fækka inn- lögnum á geðsvið Landspítalans en einnig að þjónusta nærsamfélagið, að bjóða fólki geðheilbrigðisþjónustu í sínu hverfi og auka vellíðan,“ segir Sigríður Hrönn Bjarnadóttir, geð- hjúkrunarfræðingur og verkefnis- stjóri Geðheilsustöðvarinnar. Þá er þetta úrræði einnig ódýrara en inn- lagnir á geðdeild. Árið 2010 voru íbúar í Breiðholti, með lögheimili í póstnúmerum 109 og 111, hlutfallslega flestir þeirra sem lögðust tvisvar eða oftar inn á legudeildir geðdeilda Landspítalans, eða 13,6%. Árinu á eftir var hlutfallið 10,6%. Þegar kemur að endurteknum komum á dagdeildir, göngudeildir og nýtingu bráðaþjónustu geðdeilda  Heilbrigðismál markmiðið að auka vellíðan í breiðHolti Breiðhyltingar sækja oftar á geðdeild Hátt hlutfall íbúa í Breiðholti sem kom á bráðamóttökur geðdeilda landspítalans er ein ástæða þess að sérstök Geðheilsustöð var opnuð í hverfinu. Einstaklingsviðtöl og fræðsla fyrir almenning um geðheilbrigði eru meðal veittrar þjónstu. Landspítalans voru íbúar í Breiðholti 12,3% af þeim sem komu fimm sinnum eða oftar á árinu 2010. Hlutfallið var 10,9% árið 2011. Geðheilsustöðin er rekin í samstarfi við Þjónustumiðstöð Breiðholts og Heimaþjónustu Reykjavíkur. Sigríður var verkefnisstjóri geðteymis Heima- þjónustunnar, sem nú heyrir undir Geðheilsustöðina, og segir hún að þar hafi tilfinnanlega orðið vart við aukna sókn í þjónustu geðteymisins frá íbúum í Breiðholti. Til stendur að stöðin fari í samstarf við Heilsugæsluna í efra og neðra Breiðholti. Meðal þess sem Geðheilsustöðin býður upp á er þjónusta geðteymis, ein- staklingsviðtöl, fræðsla fyrir almenn- ing og sérstakur ráðgjafasími. „Hver sem er getur hringt í ráðgjafasímann, án þess að gefa upp nafn. Þar getur fólk rætt um sína andlegu líðan og fengið ráðgjöf um hvaða úrræði hentar því best,“ segir Sigríður. Símanúmerið er 411-9680 og gefur símsvari nánari upp- lýsingar ef enginn er við símann. Geð- teymið þjónustar einnig íbúa í Grafar- vogi, Grafarholti og Árbæ. Fyrirmyndin að Geðheilsustöðinni er sótt erlendis frá. Hjá Reykjavíkur- borg er litið á verkefnið sem hugsan- lega fyrirmynd af svipuðu úrræði fyrir fleiri borgarhluta. erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is tíu prósent reykvíkinga búa í Breiðholti, með lögheimili í póstnúmerum 109 og 111. Þeir geta nú leitað til sinnar eigin geð- heilsustöðvar. Ljósmynd/Hari Sigríður Hrönn bjarnadóttir, verkefnisstjóri geðheilsustöðv- ar Breiðholts Markmiðið er að fækka innlögnum á geðsvið Land- spítalans … 4 fréttir Helgin 5.-7. apríl 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.