Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2013, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 05.04.2013, Qupperneq 6
A lgengast er að fólk missir stjórn á sér við barnið og grípur til hirtinga, hristir barnið eða rassskellir og sér síðan mjög eftir því,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. 29 tilkynningar vegna líkamlegs ofbeldis gegn börnum frá fæðingu og til sex ára aldurs bárust þangað á síðasta ári. Um er að ræða grun um ofbeldi gegn 27 börnum. Gjarnan eru það nágrann- ar sem hafa samband við barnavernd eftir að hafa heyrt háreysti, dynki og barnsgrátur. „Síðan fáum við líka tilkynningar frá leik- skólum vegna þessara yngstu barna. Þá er haft samband þegar barn er með marbletti eða aðra sjáanlega áverka sem taldir eru af mannavöldum. Þau börn sem eru byrjuð að tala segja líka jafnvel sjálf frá ofbeldinu,“ segir Halldóra. Alvarlegasta líkamlega ofbeldið, þeg- ar litið er til líkamlegs skaða barnsins, segir Halldóra vera þegar ungbörn eru hrist með harkalegum hætti og getur slíkt hreinlega leitt til dauða. „Síðan eru það bókstaflega beinbrot, brot á handleggjum eða fótleggjum. Þegar svo alvarleg tilvik koma upp kallar það hik- laust á lögreglurannsókn,“ segir hún. Barnaverndarnefnd reynir annars í hvert skipti að meta hvers konar við- brögð þarf. „Stundum finnst okkur að gerandinn, sem er oftar en ekki faðir eða stjúpi, fari af heimilinu í stað þess að barnið sé tekið. En það gerist ekki nema samstaða sé um það innan fjöl- skyldunnar. Við höfum dæmi um að faðir fari af heimili og leiti sér aðstoðar. Það kemur þó einnig til þess að barnið er tekið af heimilinu,“ segir Hall- dóra. Þá eru dæmi um að ung börn verði fyrir skaða eftir að hafa orðið á milli í líkam- legum átökum foreldra. „Á hverju ári eru einhver tilvik þar sem börn eru svo nálægt deilum foreldra að þau skadd- ast. Í hatrömmum forsjár- deilum og skilnuðum kemur líka fyrir að fólk reynir að rífa ung börn frá hvort öðru, bók- staflega. Þetta er sorglegt,“ segir hún. Birtingarmyndir líkamlegs ofbeldis gegn börnum er einnig mismunandi eftir því hvort forráðamenn koma frá öðrum heimshlutum. „Íslendingar slá frekar börnin eða rasskella en þess verð- ur oftar vart hjá fólki annars staðar frá að það slær börnin með belti, priki eða herðatré. Skaðinn er samt yfirleitt sam- bærilegur enda hægt að slá barn mjög fast með hendinni,“ segir Halldóra og leggur áherslu á að foreldrar fái fræðslu um afleiðingar líkamslegs ofbeldis. Kannski má segja að ljósið í myrkrinu í þessari umræðu sé sú staðreynd að dæmi eru um að fólk hafi sjálft samband við Barnaverndarnefnd. „Fólk hringir til okkar, segist vera að gefast upp, er hrætt við að meiða börnin sín og vill hjálp,“ segir Halldóra. Í slíkum tilfellum er fólki bent á að hringja í 112 og fá sam- band við barnavernd. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Við Viljum Vita möguleg innganga Íslands Í eVrópusambandið snýst um hagsmuni almennings – um lÍfskjör – um framtÍð. klárum Viðræðurnar og sjáum samninginn. jaisland.is Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t KjúKlingamáltíð fyrir 4 Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero 1990,- Verð aðeins + 1 flaska af 2 L PÁSKATILBOÐ Er frá Þýskalandi www.grillbudin.is Hannað fyrir Ísland ÞETTA ER AÐEINS BROT AF ÞEIM VÖRUM SEM ERU Á TILBOÐI Yfir 10 ára reynsla á Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 FULLT VERÐ 109.900 89.900 Íslandi 13,2 kw/h Lokað skírdag Opið laugardag til kl. 16 Í hatrömmum for- sjárdeilum kemur líka fyrir að fólk reynir að rífa börn frá hvort öðru, bókstaflega.  BArnAvernd líkAmlegt ofBeldi gegn ungum Börnum Koma með marbletti í leikskólann Líkamlegt ofbeldi gegn ungum börnum er vissulega til staðar í samfélaginu þó að umræðan um það hafi ekki farið hátt. Í alvarlegustu tilfellunum eru þau beinbrotin eftir að hafa verið misþyrmt af sínum nánustu. Sumir leita sér sjálfir aðstoðar af ótta við að meiða börnin sín. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmda- stjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Starfsfólk leikskóla og nágrannar eru yfirleitt þeir sem tilkynna um líkamlegt ofbeldi gegn yngstu börnunum. Ljósmynd/Nordic photos/Getty Líkamlegt ofbeldi gegn börnum undir 6 ára Tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur Ár Fjöldi barna Fjöldi tilkynninga 2008 23 24 2009 43 48 2010 28 34 2011 38 44 2012 27 29 Fjöldi tilkynninga eftir aldri barna Árið 2012 Aldur 0 1 2 3 4 5 ára Fjöldi 1 2 6 5 4 9 6 fréttir Helgin 5.-7. apríl 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.