Fréttatíminn - 05.04.2013, Page 20
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@fretta-
timinn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir
sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is.
Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfu-
stjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf.
og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
F
Fyrir réttu ári síðan skrifaði ég úttekt á stöðu for-
manna flokkanna þar sem fram kom að eini for-
maðurinn sem sátt ríkti um innan flokks hans var
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram-
sóknarflokksins. Sá hinn sami og virðist standa
með pálmann í höndunum ef marka má niðurstöður
skoðanakannana undanfarnar vikur.
Strax fyrir ári voru miklar efasemdir um að
Jóhönnu Sigurðardóttur tækist að leiða flokk
sinn farsællega inn í kosningabaráttuna þó svo að
ákveðin sátt hefði ríkt um hana innan
flokksins fram að því. Hún tók við for-
ystu flokksins með litlum fyrirvara á
erfiðum tímum og sinnti vanþakklátu
starfi með stolti og reisn. Stuðnings-
fólk Árna Páls Árnasonar gagn-
rýndi ákvörðun hennar um áramótin
2011-12 þegar hún lét hann víkja úr
ráðherrastóli og taldi ástæðu til að
flýta væntanlegum formannsskiptum
svo nýr formaður mætti setja mark sitt
á pólitíkina áður en kosningabaráttan
hæfist. Sá hópur lét í minni pokann og
var ekki kosið um nýjan formann fyrr en í janúarlok,
of seint að margra mati, enda hefur það komið í ljós
að nýjum formanni hefur ekki tekist að auka fylgi
flokksins frá því að hann tók við.
Innan raða Vinstri-grænna var fyrir ári lítil en
hávær klíka fólks sem var ósátt við forystu Stein-
gríms J. Sigfússonar. Minnkandi fylgi flokksins
og æ háværari gangrýnisraddir urðu til þess að í
febrúarlok tilkynnti hann um að hann gæfi ekki
kost á sér í formannsstól að nýju. Við tók Katrín Jak-
obsdóttir sem hefur, líkt og Árna Páli, ekki tekist að
hífa upp fylgið.
Sjálfstæðisflokkurinn er þriðji af fjórflokknum
sem er í miklum vandræðum með að fá kjósendur
til liðs við sig. Aðkoma Bjarna Benediktssonar að
Vafningsmálinu hefur reynst honum erfiður ljár
í þúfu og niðurstaða landsfundarins í febrúar í
ýmsum málefnum stuðaði marga. Stöðug umræða
í fjölmiðlum frá árinu 2009 um aðkomu Bjarna
að þessu vafasama máli og hörð gagnrýni sam-
flokksmanna hans sem og pólitískra andstæðinga
varð samt sem áður ekki til þess að Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur tækist að fella hann í formannsslag
í nóvember árið 2011, né heldur ákvað hún að fara
gegn honum á landsfundinum nú. Of seint þykir að
grípa til róttækra aðgerða nú þó svo að fáeinir hafi
viðrað þær hugmyndir að Bjarni víki nú þegar og
Hanna Birna taki við.
Einn helsti styrkleiki Sjálfstæðisflokksins í gegn-
um tíðina er sú innbyrðis samstaða sem flokksmenn
hafa alltaf getað talað sig inn á. Þeim er eiginlegt að
fylgja formanni sínum og stefnu hans, nánast gagn-
rýnislaust. Þó svo að andstæðingar Bjarna hafi eftir
formannssigurinn 2011 reynt að tala sig inn á að
styðja hann hefur það ekki gerst. Þeir sem studdu
hans í formannsslagnum sjá nú að ef til vill var
það ekki það besta fyrir flokkinn, að kjósa Bjarna
áfram. Sú mistök séu hins vegar dýru verði keypt og
verði ekki aftur tekin. Þau kjörorð sem flokkurinn
ætlaði að nýta innbyrðis í kosningabaráttuna, „sam-
staða er lykillinn að árangri“ hafa dugað skammt.
Enda samstaðan ekki til staðar - sem sést ekki síst
í klofningnum sem orðið hefur innan flokksins í
stórum málum á borð við aðildarviðræður.
Sigmundur Davíð sigraði sterka frambjóðendur
í baráttu um formannssætið árið 2009 eftir mikla
óróatíma innan Framsóknarflokksins og uppgjör.
Inn kom nýtt fólk og með þeim nýjar áherslur.
Sigmundur hefur fært flokkinn til í afdrifaríkum
málum á borð við afstöðu til Evrópusambandsað-
ildar sem hann er nú andsnúinn og uppskar aðdáun
langt út fyrir flokksraðir fyrir einurð sína í IceSave
málinu þegar dómur féll Íslendingum í vil.
Sigmundi Davíð hefur tekist það sem öðrum
formönnum hefur mistekist: að skapa sátt um for-
mennsku sína og mynda innbyrðis samstöðu í
flokknum. Það er að skila sér í auknu fylgi þótt aðr-
ar ástæður spili þar að sjálfsögðu einnig inn í, svo
sem aðlaðandi kosningaloforð sem eru að ná í gegn.
Of seint er að skipta um hest úti í miðri á
Gömlu formennirnir viku of seint
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Margt er líkt með
skyldum
Jafnvægisleysið
sem birtist í yfir-
lýsingum og fari
þessa nýja leiðtoga
gera það að verkum
að menn verða að
vera við öllu búnir.
Össuri Skarphéðinssyni, utan-
ríkisráðherra, stendur ekki á
sama um belginginn í Kim Jong-
un, einræðisherra í Norður-
Kóreu, sem hótar nú öllu illu og
virðist ekki síður klikkaður en afi
hans og faðir.
Fannst hann suður í
Borgarfirði?
Nú er botninum náð.
Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálf-
stæðis flokksins,
stappaði stálinu
í sitt fólk í
tölvupósti þar
sem hann huggaði
flokksfólk með því
að neðar verði ekki komist. Og
þá liggur eðli málsins samkvæmt
allt upp á við.
Vélin höktir
Þetta er einhvern veginn ekki
að gera sig, hvað svo sem
mönnum finnst um Bjarna.
Hann er ágætur, en þetta er
bara ekki að virka.
Guðjón Magnússon, formaður
stjórnar Sjálfstæðisfélags
Mosfellinga, er órólegur yfir gengi
flokks síns í skoðanakönnunum
en hefur vonandi róast við
tölvuskeyti formannsins.
Góð ferð!
Er komin til NYC
og allt gekk
dásamlega vel.
Lenti ekki í
neinum vand-
ræðum. Þetta
verða magnaðir
dagar.
Þingkonan Birgitta Jónsdóttir
er komin klakklaust til
Bandaríkjanna en hún hafði búið
fólk undir að hún yrði jafnvel
tekin höndum á flugvellinum.
Það taldi Ástþór líka
Við teljum að RÚV sé að mis-
nota aðstöðu sína fyrir fjór-
flokkinn.
Pétur Gunnlaugsson, formaður
Flokks heimilanna, er fúll
yfir að flokkurinn hafi ekki
fengið inni í framboðsþáttum
Ríkissjónvarpsins. Þó hlýtur að
vera huggun harmi gegn að hann
ræður því sem hann vill ráða á
Útvarpi Sögu.
Vikan sem Var
www.kia.com
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
Þú finnur „Kia Motors Ísland“
á Facebook
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
3-
03
67
Kia Rio 1,1 dísil, sex gíra, eyðir frá 3,6 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri.
Magn CO2 í útblæstri er mjög lítið eða aðeins 94 g/km og fær hann því frítt í
stæði í Reykjavík í 90 mínútur í senn. Einnig fáanlegur sjálfskiptur með bensínvél.
Eigum bíla til afgreiðslu strax! Komdu og reynsluaktu. Verð frá 2.660.777 kr. Rio 1,1 dísil
*M.v. 50% útborgun eða uppítökubíl að sambærilegu verðmæti og grænan bílasamning ERGO
í 84 mánuði. 9,7% óverðtryggðir vextir. Árleg hlutfallstala kostnaðar 10,72%.
Aðeins 22.777 kr. á mánuði í 84 mánuði*
Kaupau
ki:
Vetrar
-
dekkEinn sparneytnasti bíll í heimi!
7 ára ábyrgð á öllum
nýjum Kia bílum.
20 viðhorf Helgin 5.-7. apríl 2013