Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2013, Síða 32

Fréttatíminn - 05.04.2013, Síða 32
V erkefnið Heimsins konur á Íslandi miðar að því að gera framlag kvenna af erlendum uppruna til íslenskrar menningar og samfélagsins sýnilegt. Að verk- efninu standa þær Kristín Rannveig Vilhjálmsdóttir, Ania Wozniczka, Kristín Viðarsdóttir og Letetia B. Jónsson í samvinnu við Söguhring kvenna, sem er samstarfsverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Þær stöllur leita nú til al- mennings og vinnustaða um allt land eftir ábendingum um hugsan- lega viðmælendur, 18 ára eða eldri. Hægt er að senda inn ábendingar fram til 26. apríl næstkomandi í gegnum heimasíðu Borgarbóka- safns, www.borgarbokasafn.is, en á síðunni er sérstakur hnappur fyrir ábendingar. Áætlað er að bókin komi út vorið 2014 og stefna aðstandendur hennar að opnun vefsíðu og ljósmyndasýningar við það tilefni. Verkefnið hefur hlotið stuðning frá Mannréttindaskrifstofu Reykja- víkur, Hlaðvarpanum og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. Styrkja fjölmenningu á Íslandi Aðstandendur bókarinnar telja framlag þeirra fjölmörgu kvenna sem hafa af ýmsum ástæðum kosið að gera Ísland að heimili sínu vera ómetanlegt og að búseta þeirra á Íslandi auðgi íslenska menningu og samfélag, ásamt því að opna augu fólks fyrir ólíkum hugsunarhætti og menningu og skapa þannig nýja möguleika. Með því að gera fram- lag þessara kvenna sýnilegt og fagna því vilja þær styrkja fjölmenn- ingu á Íslandi sem og sjálfsmynd kvenna af erlendum uppruna, enda hafi framlag þeirra ekki alltaf verið metið sem skyldi. Hugmyndin að gerð bókarinnar vaknaði þegar Söguhringur kvenna var settur á stofn í Borgarbókasafn- inu fyrir fimm árum en markmið hans er að skapa vettvang fyrir Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða augu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ Fæst án lyfseðils Verkjastillandi bólgueyðandi ÁNÆGJA EÐA END URGREIÐSLA! Gildir frá 1. apríl - 30. júní 2013 Fjársjóður í reynslusögum kvenna af erlendum uppruna „Það eru margar staðalímyndir í samfélaginu, bæði um fólk af erlendum uppruna og þar með líka um konur af erlendum uppruna og okkur finnst þetta bara mjög gott tækifæri til að skapa umræðu,“ segir Kristín Rannveig Vilhjálmsdóttir, ein þeirra fjögurra kvenna sem vinna nú að gerð viðtalsbókar við konur af erlendum uppruna sem ber vinnuheitið Heimsins konur á Íslandi. Kristín Viðarsdóttir, Kristín Rannveig Vilhjálmsdóttir og Ania Wozniczka vinna nú að gerð viðtalsbókar við konur af erlendum uppruna á Íslandi. Ljósmynd/Hari konur til að deila menningarlegum bakgrunni sínum með öðrum. „Maður sá að það mættu á bóka- safnið konur af ýmsum uppruna og það var svo mikill fjársjóður hérna í hvert einasta skipti sem maður fékk svona smá brot af lífsreynslu og sögu þeirra kvenna sem mættu. Svo maður var alltaf að spá í að skrá og hvernig það væri nú hægt. Líka til þess að fá aðra til að fá innsýn í líf þessara heimskvenna, eins og við köllum þær,“ segir Kristín Rann- veig sem er verkefnastjóri fjölmenn- ingar hjá Borgarbókasafni og um- sjónarmaður Söguhringsins. Í fyrra bættist svo Letetia B. Jónsson í hóp aðstandenda bókarinnar og þá fóru hjólin að snúast. Dætur tilnefna mæður sínar „Okkur finnst fallegt að sjá að dætur séu að tilnefna mæður sínar og að nágrannar sendi inn tilnefningar. Það er einnig von okkar að ein- hverjar þeirra kvenna sem komu hingað fyrst verði tilnefndar af að- standendum. Það er mikilvægt að líta á komur og framlag erlendra kvenna til Íslands í sögulegu ljósi,“ segir Ania. Kristín Rannveig segir að þó mik- ilvægt sé að gera framlag kvenna af erlendum uppruna sýnilegt þá sé ekki síður mikilvægt skapa umræðu í samfélaginu og því mikilvægt að virkja samfélagið til að tilnefna. Það skapi líka athygli og fólk fari að tala saman um hugsanlega viðmæl- endur. Að sögn Aniu er alltaf hægt að gera framlag erlendra kvenna á Íslandi sýnilegra og hún vonar að út- gáfa bókarinnar sé aðeins byrjunin. „Við fáum nú þegar góð viðbrögð, bæði frá Íslendingum og erlendu fólki hér,“ segir Ania og ítrekar mik- ilvægi þess að Íslendingar tilnefni konur til viðtals í bókina. „Frekar að tilnefna en ekki,“ sagði Kristín Rannveig að lokum í léttum dúr. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Okkur finnst fallegt að sjá að dætur séu að tilnefna mæður sínar og að nágrannar sendi inn til- nefningar. Það er einnig von okkar að ein- hverjar þeirra kvenna sem komu hingað fyrst verði tilnefndar af aðstandendum. Það er mikil- vægt að líta á komur og fram- lag erlendra kenna til Ís- lands í sögu- legu ljósi. 32 viðtal Helgin 5.-7. apríl 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.