Fréttatíminn - 05.04.2013, Síða 50
50 skák og bridge Helgin 5.-7. apríl 2013
Áskorendamót UngUr norðmaðUr gæti orðið heimsmeistari
Carlsen nálgast krúnuna!
Áskorendamótið í skák var
gríðarlega spennandi og
skemmtilegt - 22 ára Norð-
maður, Magnus Carlsen, gæti
orðið næsti heimsmeistari en
hann teflir við Vishy Anand
um heimsmeistaratitilinn
síðar á árinu.
n orski snillingurinn Magnus Carlsen stóð uppi sigurveg-ari á æsispennandi áskor-
endamóti sem lauk í vikunni, og
mun því tefla við Vishy Anand um
heimsmeistaratitilinn síðar á árinu.
Á mótinu í Lundúnum mættust átta
ofurstórmeistarar og tefldu tvöfalda
umferð. Áður en mótið hófst, var
sagt í þessum dálki að það væri
skrifað í stjörnurnar að Carlsen
færi með sigur af hólmi – en tæpara
gat það varla orðið. Carlsen byrjaði
vel en lengi framan af fylgdi Lev
Aronian honum eins og skugginn.
Eftir sjö umferðir af 14 voru þeir
efstir og jafnir með 5 vinninga og
voru komnir með dágott forskot á
keppinauta sína.
Rússneski björninn
vaknaði af dvala
Seinni hálfleikurinn varð hinsveg-
ar ævintýralegur. Aronian missti
flugið og tapaði gegn Boris Gelf-
and frá Ísrael og Rússunum Vla-
dimir Kramnik og Peter Svidler.
Og okkar norski frændi lenti líka
í hremmingum – þurfti að berjast
fyrir jafntefli oftar en einu sinni og
tapaði fyrir Ivanchuk.
Kramnik sýndi hinsvegar allar
sínar bestu hliðar í seinni hálf-
leiknum. Eftir að hafa gert jafntefli
í sjö fyrstu umferðunum(!) var líkt
og rússneski björninn vaknaði úr
dvala. Kramnik, sem um aldamótin
náði heimsmeistaratitlinum af sjálf-
um Kasparov, ætlaði greinilega að
standa við stóru orðin og endur-
heimta krúnuna af Anand.
Fyrir síðustu umferðina voru
Carlsen og Kramnik efstir og jafn-
ir með 8,5 vinning af 13. Kram-
nik mátti kljást við Ivanchuk með
svörtu, en Carlsen hafði hvítt gegn
Svidler. Þegar hér var komið sögu
var áhuginn slíkur að vefsíður sem
sendu út beint hrundu hver á fæt-
ur annarri, meðal annars vefsíða
Verdens gang, sem er vinsælasta
fréttasíða Noregs.
Örlagavaldurinn Ivanchuk
Carlsen sem er annálaður fyrir
stáltaugar lenti snemma í bullandi
tímahraki gegn Svidler. Eftir 29.
leik sinn átti hann aðeins eftir 1
mínútu og 20 sekúndur til að klára
11 leiki! Hann náði tímamörkun-
um, en þá var staða hans í rúst og
draumurinn um heimsmeistaratign
virtist að engu orðinn.
Kramnik dugði nú jafntefli gegn
Ivanchuk til að sigra á mótinu. Iv-
anchuk er mistækur snillingur með
viðkvæmt taugakerfi, en í skákinni
gegn Kramnik sýndi hann allar sín-
ar bestu hliðar, saumaði að honum
jafnt og þétt, og sigraði í 47 leikjum.
Carlsen og Kramnik urðu þannig
jafnir að vinningum, en sigurinn
féll í hlut Norðmannsins þar sem
hann vann fimm skákir á mótinu en
Kramnik fjórar. Lokatölur í Lund-
únum: 1.-2. sæti: Kramnik og Carl-
sen 8,5 vinningar. 3.-4. sæti: Svidler
og Aronian 8 v. 5.-6. sæti: Gelfand
og Grischuk 6,5 v. 7. sæti: Ivanchuk
6 v. 8. sæti: Radjabov 4. v.
skákþRautIn
Svartur mátar
í 3 leikjum!
Hér er sótt á báða bóga.
Burt hafði svart gegn
Riley og fann þrumuleik
til að gera út um taflið.
Sveit Lögfræðistofu Íslands virðist
vera að ná öruggri forystu í aðal-
sveitakeppni Bridgefélags Reykjavík-
ur. Eftir 10 umferðir af 12 og spiluð 5
kvöld af 6 er sveitin með 20 stiga for-
ystu á næstu sveit. Verður að teljast
líklegt að sveit Lögfræðistofunnar nái
því að verða sigurvegari í aðalsveita-
keppni Bridgefélags Reykjavíkur.
Staða efstu sveita í aðalsveitakeppni Bridge-
félags Reykjavíkur er nú þannig:
1. Lögfræðistofa Íslands ................................. 206
2. Málning ......................................................... 186
3. Garðs apótek ................................................ 174
4. Karl Sigurhjartarson ................................... 173
5. Grant Thornton ............................................ 167
6. Chile .............................................................. 162
Jöfn keppni er um bötlerárangur spilara
eða árangur þeirra reiknaður við borðið.
Staða efstu manna í þeirri keppni er nú
þannig:
Nafn ................................................spilaðir leikir skor
1.Hermann Friðriksson ...................................4 1,14
2.Aðalsteinn Jörgensen-Bjarni Einarsson .....8 1,11
3.Stefán Jóhannsson-Kjartan Ásmundsson ..8 1,06
4.Sævar Þorbjörnsson ....................................6 0,80
5.Helgi Sigurðsson ...........................................8 0,78
Fjörug spil voru á síðasta spilakvöldi félags-
ins. Mikil skipting spila var í spili 7 í níundu
umferð. Slemma í spaða stendur á AV hend-
urnar, þó að vörnin geti tekið einn slag á
tígul. Allir sagnhafanna fengu hins vegar 13
slagi, sem voru í boði eftir hjartaútspil. En
það reyndist hins vegar pörunum í AV erfitt
að ná að segja sig í spaða slemmu, suður var
gjafari og allir á hættu:
Blönk laufadrottning austurs er gulls
ígildi þó hennar sé varla þörf í þægilegri
laufalegu og háspil vantar í spaðann þó
að enginn tapslagur sé þar. Spilið var
spilað á 16 borðum og spaðaslemma
náðist „aðeins“ á 4 þeirra. Á 11 borðum
var samningurinn 4 spaðar og eitt par í
AV lenti í því „slysi“ að spila þrjá spaða og
vinna sjö. Ef suður opnar á einu hjarta,
virðist sem vestur geti notað sagnvenju
sem kölluð er „Michaels“ og sagt 2 hjörtu.
Hún lofar að minnsta kosti 5 spöðum og 5
í öðrum hvorum láglitanna. Sumir spilara
nota Michaels-sagnvenjuna sem veika eða
sterka hönd. Austur á ekki mikil spil en
hann á 5 spaða og með stökki í 4 spaða
myndi hann leggja grundvöllinn fyrir
spaðaslemmu. Það kemur austri að miklu
gagni ef vestur kýs þá að melda fyrirstöðu
með 5 hjarta sögn og slemmuáhuga með
þeirri sögn. Vestur getur líka einfaldlega
látið bara vaða í spaðaslemmu ef austur
gefur stökksögn í 4 spaða. Gunnlaugur
Karlsson og Kjartan Ingvarsson í sveit
Sölufélags garðyrkjumanna þurftu að
glíma við fjögurra hjarta opnun suðurs.
Gunnlaugur var með spil vesturs, doblaði
og náði slemmu í spaða eftir fjögurra
spaðasögn Kjartans.
Íslandsmót í tvímenningi
Íslandsmótið í tvímenning verður haldið
dagana 13.-14.apríl næstkomandi. Spilað
verður í húsnæði Bridgesambands Íslands
að Síðumúla 37. Íslandsmeistarar frá 2012
eru Páll Þórsson og Stefán Stefánsson.
Mótsgjald er 10 þús. á parið.
bridge aðalsveitakeppni bridgefélags reykjavíkUr
Sveit Lögfræðistofu Íslands með góða forystu
Lausn: 1 Dxa2+!! 2.Kxa2
Ha4+ 3.Kb1 Ha1 mát.
Einvígi Anands og Carlsens
er mikið tilhlökkunarefni –
indverski tígurinn hefur verið
full friðsamur síðustu miss-
erin, en hann er sýnd veiði en
ekki gefin.
Carlsen. Teflir um heimsmeistaratitilinn við Anand.
Kramnik. Missti naumlega af sigri í
Lundúnum.
Landmark leiðir þig heim!
* Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Okkur er sönn ánægja að sjá um þín fasteignaviðskipti – þú hringir við seljum!
100% þjónusta = árangur*
Sími 512 4900
landmark.is
Magnús
Einarsson
Löggiltur
fasteignasali
Sími 897 8266
Sigurður
Samúelsson
Löggiltur
fasteignasali
Sími 896 2312
Sveinn
Eyland
Löggiltur
fasteignasali
Sími 690 0820
Íris Hall
Löggiltur
fasteignasali
Þórarinn
Thorarensen
Sölustjóri
Sími 770 0309
Kristberg
Snjólfsson
Sölufulltrúi
Sími 892 1931
Eggert
Maríuson
Sölufulltrúi
Sími 690 1472
Haraldur
Ómarsson
sölufulltrúi
sími 845 8286
Sigurður Fannar
Guðmundsson
Sölufulltrúi
Sími 897 5930
♠G2
♥853
♦D10842
♣972
♠D
♥ÁKDG109
♦Á63
♣1062
♠ K9873
♥ -
♦ K9
♣ ÁKG853
♠ Á10654
♥ 7642
♦ G75
♣ D
n
s
V a
Gunnlaugur karlsson og kjartan Ingvarsson úr sveit Sölufélags garðyrkjumanna spila gegn Jóni
Bjarka stefánssyni og Bergi Reynissyni í sveit Seldalsbræðra.