Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.10.2013, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 04.10.2013, Qupperneq 2
Jólaferð til Parísar 5. - 8. desember Fararstjóri: Laufey Helgadóttir Verð: 109.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Komdu með í skemmtilega jólaferð til Parísar, ljósadýrð aðventunnar er töfrandi á þessum tíma og mikil jólastemning er um alla borg. Lokaátak Sýrlandssöfnunar Doktorsnem- ar eru með leiðbeinanda og hann þarf að uppfylla ákveðnar kröfur, hann á að vera sérfræðingur á alþjóðavísu í því efni sem nemandinn er að skrifa um og hafa birt greinar um það sama í ritrýndum tímaritum þar sem gerðar eru miklar kröfur Þ essi doktorsnemi titlar sig sem prófessor og doktor og er í tengslum við alls kyns aðila og stofnanir. Hann er að skreyta sig með alls konar hlutum og hann heldur úti nokkrum síðum þar sem kemur fram að hann selji dokt- orsgráður og ritgerðir sem og listaverk eftir Picasso. Trúverðugleikinn hans sem doktorsnemi er þess vegna enginn,“ segir Friðrik Eysteinsson, fyrrverandi aðjúnkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Daði Már Kristófersson, forseti Félags- vísindasviðs staðfestir í samtali við Frétta- tímann að Háskóli Íslands rannsaki nú mál umrædds doktorsnema. Friðrik hefur gagnrýnt Viðskiptafræði- deild harðlega í fjölmiðlum undanfarið og telur vinnubröð deildarinnar afar slök. „Doktorsnemar eru með leiðbeinanda og hann þarf að uppfylla ákveðnar kröfur, hann á að vera sérfræðingur á alþjóðavísu í því efni sem nemandinn er að skrifa um og hafa birt greinar um það sama í ritrýndum tímaritum þar sem gerðar eru miklar kröf- ur,“ segir Friðrik og telur að mjög mikið vanti uppá að farið sé eftir slíkum reglum í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. „Þú ert með doktorsnema sem getur komist í gegnum námið án þess að vera nokkurn tímann stoppaður af,“ segir Friðrik. Friðrik Eysteinsson telur að í mörgum tilfellum hafi leiðbeinendur ekki staðist kröfur um hæfi til að leiðbeina doktors- nemum við deildina þrátt fyrir að meira en ár sé liðið frá því að athygli var vakin á því við stjórn deildarinnar. Samkvæmt frétt sem birtist í DV í vikunni kom fram að doktor við deildina hafi sagt sig úr doktorsnámsdeild vegna þess að hann taldi að ekki væri farið eftir reglum en sá sami kaus að tjá sig ekki um málið frekar í fjölmiðlum. Ingjaldur Hanni- balsson prófessor og deildarforseti Við- skiptafræðideildar segir það miður að svo skyldi fara en að allar ábendingar um hvað betur megi fara séu teknar til skoðunar, að hvað varðar þetta tiltekna atvik hafi það ekki kallað á sérstök viðbrögð. „Áhrifin eru að nemendum seinkar í námi vegna þess að þeir fá ekki leiðbein- ingu og jafnvel flosna upp úr námi vegna þess og það er verið að sóa tíma fólks. Doktorsgráða á að segja þér ákveðna hluti og það gerir það ekki ef þeir sem koma að því eru ekki hæfir,“ segir Friðrik. Sam- kvæmt svörum frá Ingjaldi Hannibalssyni þá vísar Viðskiptafræðideild Háskóla Ís- lands því á bug að ekki séu gerðar nægar kröfur til leiðbeinenda og andmælenda í doktorsnámi við Viðskiptafræðideild. „Í doktorsnefnd allra þeirra sem varið hafa doktorsritgerðir við deildina hafa verið valdir bestu mögulegu fræðimenn og ávallt hefur að minnsta kosti einn þeirra verið virtur erlendur sérfræðingur,“ segir Ingjaldur. Friðrik sakar stjórn Viðskiptafræðideild- ar einnig um að hafa hunsað tilkynningu um grun um ritstuld hjá þessum sama doktorsnema í deildinni og grun um rit- stuld hjá leiðbeinanda sama doktorsnema í fræðigrein sem þessir tveir einstaklingar skrifuðu saman árið 2011. Segir hann að forseti fræðasviðs og formaður doktors- námsnefndar hafi aðeins brugðist við þegar hann hafi farið loks með málið í fjöl- miðla. Hefur Fréttatíminn séð gögn sem benda til þess að ekki hafi verið brugðist skjótt við heldur hafi það verið dregið að rannsaka mál þessa sama doktors- nema eins og áður segir. Ingjaldur segir aðspurður að þegar grunur leiki á um rit- stuld sé brugðist eins fljótt og auðið er en ekki sé mögulegt að tjá sig um einstakar ábendingar og vísar á siðarreglur skólans. Friðrik er þeirrar skoðunar að málið hefði komist upp fyrr og áður en viðkomandi doktorsnemi var búinn að skila doktors- ritgerð ef leiðbeinandi hans hefði staðist hæfiskröfur. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is  MenntaMál Fyrrverandi aðjúkt gagnrýnir Háskóla Íslands Háskóli Íslands rannsakar svikahrapp Friðrik Eysteins- son er afar óánægður með vinnubrögð við Viðskipta- fræðideild Há- skóla Íslands. Ljósmynd/Hari Friðrik Eysteinsson fyrrverandi aðjúkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands gagnrýnir harðlega vinnubrögð í doktorsnámi við deildina. Ingaldur Hannibalsson deildarforseti vísar ásökunum á bug og segir að allar ábendingar séu teknar til skoðunar. Mál doktorsnema sem grunaður er um ritstuld og sitthvað fleira er til rannsóknar.  FjölMiðlar viðsnúningur Í rekstri FréttatÍMans Bjart framundan á þriggja ára afmæli Fréttatímans „Rekstur Fréttatímans gengur vel og útlit er fyrir hagnað af rekstri blaðsins á árinu 2013,“ segir Valdi- mar Birgisson framkvæmdastjóri blaðsins. Fréttatíminn fagnaði í vik- unni þriggja ára afmæli sínu og Valdimar segir að blaðið hafi fest sig í sessi. „Við höfum náð góðum tökum á rekstrinum og lesendum fjölgar. Mælingar sýna líka að lesendur eru ánægðir með blaðið, það er mikilvægt fyrir okkur. Það hefur sýnt sig að það var pláss fyrir gott helgarblað á markað- inum,“ segir Valdimar. Um fimm milljón króna tap var á rekstri Fréttatímans árið 2012 og er það verulegur viðsnún- ingur frá árinu 2011 en þá var 27 milljóna tap á rekstrinum. Fyrstu 6 mánuði ársins var 15 milljóna króna hagnaður á rekstri blaðsins og er það verulegur viðsnúningur frá árinu áður þegar 15 milljóna tap var á blaðinu fyrstu 6 mánuði ársins. Teitur Jónasson útgáfustjóri Fréttatímans segir að útlitið sé gott og unnið sé markvisst að því að efla útgáfuna. „Við erum ánægð með þessi fyrstu þrjú ár Fréttatímans. Blaðið er komið til að vera og það er augljóst að okk- ur hefur verið tekið fagnandi bæði af lesendum og auglýsendum. Við mátum það svo í upphafi að það væri gat á fríblaðamarkaði og það hefur reynst vera rétt mat.“ Teitur Jónasson útgáfustjóri og Valdimar Birgisson framkvæmda- stjóri Fréttatímans eru ánægðir með rekstur blaðsins sem fagnaði þriggja ári afmæli í vikunni. Ljósmynd/Hari Helmingur gefur föt til hjálparstarfs Meirihluti Íslendinga tók þátt í þróunar- samvinnu eða lagði af mörkum til hjálpar- stafs á síðustu 12 mánuðum. Þar af veitti rúmlega helmingur fatagjafir, ögn færri veittu fjárframlög til frjálsra félagasam- taka og álíka margir veittu framlög til safnana. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem MMR gerði fyrir utanríkis- ráðuneytið og Þróunarsamvinnustofnun Ís- lands á viðhorfum og þekkingu á þróunar- samvinnu. Einn af hverjum tíu tók þátt í sjálboðavinnu, 4 af hverjum hundrað lögðu af mörkum á annan hátt en um fjórðungur tók ekki þátt í þróunarsamvinnu eða lagði neitt af mörkum. Könnunin leiddi ennfremur í ljós að meirihluti Íslendinga þekkir mjög illa eða frekar illa til þróunar- samvinnu á vegum íslenskra stjórnvalda, eða 64 prósent. Langflestir eru hlynntir þróunarsamvinnu. -eh Skólamjólk í Myanmar Skólamjólkurdagurinn var haldinn hátíðlegur í skólum landsins í síðustu viku rétt eins og í skólum um víða veröld. Það er ekki sjálfsagt mál að geta fengið mjólk í skólanum í öllum löndum þótt nóg sé til af henni hér. Tetra Pak, sem er lang stærsta umbúðafyrirtæki heims þegar horft er til mjólkurafurða, hefur nú sett af stað skólamjólkurverkefni í Myanmar, áður Búrma. Um þriggja ára verkefni er að ræða og það felst í að bjóða krökkum G-mjólk í 205 skólum í Nay Pyi Taw, Yangon og Mandalay. Með þessu átaki um 45 þúsund skólabörn í landinu mjólk á degi hverjum í boði fyrirtækisins. Rauði krossinn hefur að undanförnu safnað fyrir fórnarlömb stríðsins í Sýrlandi og stendur loka- átak söfnunarinnar nú yfir. Mikil neyð ríkir hjá fólki í Sýrlandi og þeim sem flúið hafa land og hafast við í nágrannaríkj- unum. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að hringja eða senda sms í söfnunarsímana 904- 1500, 904-2500 og 904- 5500. Með því bætist við upphæð sem nemur síðustu fjórum tölunum í númerinu við næsta símareikning. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning 0342-26-12 og er kennitalan 530269- 2649. -dhe 2 fréttir Helgin 4.-6. október 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.