Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.10.2013, Blaðsíða 87

Fréttatíminn - 04.10.2013, Blaðsíða 87
„Máttur matarins er meiri en okkur flest grunar. Það sem maður borðar hefur áhrif á skap, orku, heilsufar, meltingu, svefn, námsárangur og fleira,“ segir Berglind Sigmarsdóttir, fjögurra barna móðir og höfundur bókarinnar Nýir heilsuréttir fjölskyldunnar. Hún segir mataræði hafa breyst mikið á undanförnum 20 - 30 árum. Mikið sé keypt tilbúið og næringarsnautt og að framleiðendum sé treyst fyrir því hvað sé best fyrir neytanda. Hagsmunir seljanda séu ekki þeir sömu og neytanda. Matvælaframleiðendur standi oft í erfiðum rekstri og þynni út matinn til að fá meira fyrir hann. Tengsl á milli hegðunar og ruslfæðis „Næringarskortur er ekki ein- ungis í vanþróuðum löndum, við verðum að vera vakandi fyrir því hvaða næringarefni við fáum,“ segir Berglind og bendir í því sambandi á nýjar niðurstöður rannsóknar í grein í Journal of the American Academy of Child & Adolescent Psychiatry. Þær sýna tengsl milli andlegrar vanheilsu barna og þess að ruslfæðis hafi verið neytt á unga aldri. Áhrifin komi meðal annars fram í hegðunarerfiðleikum. Hér sé bæði átt við þegar móðirin hefur borðað óholla fæðu á með- göngu og börnin fengið óholla fæðu snemma á ævinni. Í bók Berglindar er kafli um mat og hegðun barna þar sem hún vitnar í sérfræðinga og rannsóknir þar sem þetta sé tengt saman. Einnig eru þar fimm reynslusögur af börnum og hvernig þau hafa öðlast nýtt líf við það að breyta um mataræði. Bætiefni án óæskilegra aukaefna „Óskastaðan væri sú að við þyrftum ekkert að spá í bætiefni en samkvæmt könnun á matar- æði sem landlæknir lét gera 2010 - 2011 vantar D-vítamín, fólat og járn í fæðið. D-vítamínið er ófullnægjandi hjá öllum sem ekki taka bætiefni eða lýsi reglulega.“ Berglind telur mjög mikilvægt að taka D-vítamín og Omega 3 sem bætiefni. Margar rannsóknir styðji við mikilvægi Omega 3 fitusýranna af margvíslegum ástæðum, m.a. vegna hegðunar, þynglyndis, geðrofa, geðklofa, ofvirkni og athyglisbrests. Einnig sé mikilvægt að bætiefni hafi ekki óæskileg fylli- og auka- efni séu sameindahreinsuð og án skaðlegra efna eins og t.d kvikasilfurs.“ Berglind segir yngri syni sína hrifna af DHA Omega 3 fitusýrum sem séu sérstaklega fyrir börn; í fisklaga belgjum frá Now með appelsínubragði. Mikilvægi meltingarvegarins Þá telur hún mjög mikilvægt sé að halda meltingaveginum í lagi til þess að viðhalda góðri heilsu. „Bandaríski rannsóknarháskólinn UCLA birti í sumar rannsókn sem sýndi fram á það að breyting á bakteríum í meltingarvegi hefur áhrif á heilastarfsemina.“ Þetta veki upp spurningar um sýklalyfjanotkun Íslendinga og hvernig áhrif hún hefur. „Ég gef börnunum mínum acidophilus sem hægt er að fá sem NOW tuggutöflur og þá veit ég að þau fá góðar bakteríur og einnig gæða fjölvítamín. Tölum jákvætt um hollustu við börn Mikilvægt sé að minna börn nógu oft á hvað sé þeim fyrir bestu og vera þeim góðar fyrirmyndir. Tala alltaf um hollustu sem eitthvað jákvætt og eftirsóknarvert og útskýra fyrir þeim hvernig matur hefur áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Þau skilji það. Börn séu einnig mjög vanaföst og stundum geti verið erfitt að kynna eitthvað nýtt fyrir þeim; bjóða þeim að smakka nokkrum sinnum. Vöxtur, bati, þroski og öll heilunarstarfsemi líkamans kemur frá því sem við borðum, drekkum og öndum að okkur. Morgunmatur, hádegismatur og nesti eru því mjög mikilvæg fyrir úthald og einbeitingu. Geitamjólk getur hjálpað Berglind er einnig einn stofnenda Geitanna þriggja, fyrirtækis sem flytur inn geitamjólk og er einungis seld í Lifandi markaði. Um er að ræða undan- rennu- og nýmjólkurduft sem helmingur þeirra sem eru með mjólkursykuróþol getur notað, því hún er auðmeltaðri en kúamjólk. Geitamjólk er sætari og bragðmeiri og líkari rjóma að mýkt. Börn geta neytt geitamjólkur eftir sex mánaða aldur. Verum sjálf góðar fyrirmyndir * 5 dl möndlumjöl * 1½ tsk vínsteinslyftiduft * 2 egg * 2½ þroskaðir bananar * 1 tsk vanilluextrakt eða dropar Ef þið viljið hafa þetta sem köku má bæta við 1-2 msk af fljótandi sætuefni eins og agavesírópi eða lífrænu hunangi, nokkrum dropum af stevíu o.s.frv. Í stað þess að kaupa tilbúið möndlumjöl getið þið fínmalað möndlur sjálf í matvinnsluvél. Ég nota yfirleitt möndlur án hýðis en ef þið notið með hýði þá verður brauðið grófara, kannski meira eins og úr heilhveiti. 1. Hitið ofninn í 175 gráður. 2. Stappið banana og blandið saman við egg og vanillu. Ágætt að nota písk. Ef þið viljið nota sætuefni þá blandið því einnig saman við. 3. Hrærið möndlumjöli saman við með sleif. Setjið smjörpappír í jólakökuform og hellið deiginu í formið. 4. Bakið í miðjum ofni í 45 mínútur. Krem * 4 msk hreinn rjómaostur * 2 msk agavesíróp, hunang eða annað sætuefni * 1 tsk sítrónusafi Hrærið öllu saman og smyrjið á kökuna. Skreytið með sítrónuberki ef vill. Bananabrauð sem getur verið kaka – án hveitis Magaró jafnvægivellíðan OptiBac probiotics vörulínan loksins fáanleg á Íslandi NÝ T T HJÁ LIFANDI MARKAÐI: www.facebook.com/optibaciceland Kynningartilboð! Fáðu OptiBac for a flat stomach kúrinn frítt með hverjum pakka af OptiBac Probiotics daily wellbeing. OptiBac Probiotics for daily wellbeing inniheldur 6 mismunandi góðgerla sem eru heildarlausn fyrir alla hluta meltingarkerfisins. OptiBac Probiotics for a flat stomach er 7 daga kúr sem inniheldur sérhæfða góðgerla sem hjálpa til við að ná heilbrigðari meltingu og skilvirkni í þörmum sem er forsenda fyrir vellíðan og þægilegum flötum maga. Gott jafnvægi vinveittra baktería í líkamanum stuðlar að heilbrigðu jafnvægi í meltingu sem skilar sér í sterkara ónæmiskerfi og auknu almennu heilbrigði og stöðugleika. Í vörulínunni eru 9 tegundir sem eru sérsniðnar til að leysa ýmis vandamál í meltingu, þær helstu eru: For daily wellbeing til að viðhalda daglegri heilsu. Daily Immunity til að styrkja ónæmiskerfið. For a flat stomach til að losa út loft og koma jafnvægi á meltinguna. Bowel Calm til að stoppa niðurgang. For maintaining Regularity minnkar harðlífi. For those on antibiotics er til að taka með sýklaly„um. Nánari upplýsingar í verslunum Lifandi markaðar og á facebook.com/optibaciceland Minna l oft, flatari m agi! Fylgir f rítt með For dail y wellbei ng 7lifandi lífsstíll 2. árgangur 2. tölublað október 2013 María Krista Hreiðars- dóttir er tæplega fertug þriggja barna móðir úr Hafnarfirði. Hún á fimm hænur og þrjá ketti og er grafískur hönnuður og vöruhönnuður að mennt. Hún hefur vakið athygli fyrir bloggsíðu sína þar sem hún fjallar um hvernig breytt hugarfar og LKL mataræði hefur gjörbreytt lífi hennar. „Mataræðið hefur losað mig við allskonar kvilla, ég hef snarminnkað ofnæmislyf sem ég hef tekið inn síðan ég var unglingur. Sveppasýkingar hurfu nánast sama dag og ég tók sykur úr fæðunni. Skapið er betra og lundin er léttari,“ segir Krista og bætir við að hún kippi sér sjaldnar upp við vandamál og hafi mikla orku allan daginn. Freistingar ekki virði vanlíðunar Spurð um hvað sé erfiðast við að breyta um mataræði segir Krista að stundum sé erfitt að fara út að borða með fjölskyldunni því kröfur barnanna séu mismunandi. Oft náist sam- komulag en stundum þurfi að borða í sitthvoru lagi. Ekki séu margir veitingastaðir sem bjóði upp á glútein-, sykur- og hveitilaust fæði. Sjálf segist hún vita að ef hún sleppir sér í sykri og óhollustu komi það í bakið á henni. Því sé það ekki þess virði að falla í freistingar. Hún segir að jafnframt hafi reynst auðveldara en hún hélt að sleppa sælgæti, kartöflum og brauði og sérstaklega bakkelsi því það hafi verið hennar helsti akkillesarhæll. Mjög auðvelt sé að baka og gera góða eftirrétti á LKL mataræðinu. Sætuefni fyrir sætupúkann Varðandi uppáhaldsvörur segist Krista mjög hrifin af mjöli sem unnið sé úr Chia og hörfræjum því endalaust sé hægt að bæta því í matinn, baka úr því og blanda í sósur og slíkt. „Eins eru sætuefni eins og erythritol og stevíudropar skemmtileg vara ef það á að fóðra sætupúkann,“ segir hún stríðnislega. Macademiuhnetur séu einnig ofsalega bragðgóðar og mettandi og eggin algjör ofurfæða. LKL mataræði oft misskilið Hún hvetur alla sem vilja breyta um lífsstíl að gera það á eigin forsendum ef það á að ganga upp. Ef talið er að breytt mataræði geti hjálpað til að losna við óþægindi og sjúkdóma sem oft séu fylgikvillar ofþyngdar sé hægt að prófa að taka út hvítan sykur og sterkju og sjá hvaða áhrif það hefur á kroppinn. Misskilnings gæti oft um kolvetnasnautt mataræði því trefjar og góð kolvetni fáist úr svo mörgu. Sykur finnist í allt of mörgum fæðutegundum, sérstaklega í vörum sem börn sæki í. Endalaust sé hægt að útbúa hollan og bragðgóðan mat úr hreinni fæðu. „Þetta snýst allt um hugsunarháttinn og að gefa því séns,“ segir Krista að lokum. » mariakristahreiðarsdottir.blogspot.com Auðvelt að gera vel við sig með LKL mataræði fyrir góðan mat Blómkáls-skin * 200 gr maukað blómkál * 1 egg * 2 dl rifinn cheddar ostur + 2 msk. til að setja yfir í lok eldunartímans * dass af salti * dass af pipar * 1 tsk. paprikuduft (nauðsynlegt ) * 1 msk. NOW Chia Seed meal eða möluð NOW Chia fræ * 30 gr sýrður rjómi, til að skreyta með í lokin * 3 msk. beikonkurl Maukið saman og setjið í skeljamót, bakið svo þar til það er orðið gyllt. Einnig má setja dálitla doppu beint á bökunarpappír og baka þannig. Takið úr mótinu, setjið á pappírsklædda bökunarplötu og stráið beikonkurli og dálitlu af rifnum cheddarosti yfir. Hitið aftur í ofni þar til „bátarnir“ hafa brúnast vel og svo berið þið þá fram með tsk. af sýrðum rjóma og niðurskornum ferskum graslauk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.