Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.10.2013, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 04.10.2013, Blaðsíða 68
68 bíó Helgin 4.-6. október 2013 Þetta ör- þrifaráð setur ná- granna hans í siðferðis- lega klemmu.  Frumsýnd Prisoners n ýjustu kvikmynd leikstjórans Denis Villeneuve, sem á meðal annars að baki hina áhrifaríku mynd Incendies, var vel tekið þegar hún var frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Toronto fyrir nokkrum vik- um. Villeneuve teflir hér fram öflugum hópi leikara með þá Hugh Jackman og Jake Gyl- lenhaal í forgrunni. Þeim til halds og trausts eru svo Viola Davis, Maria Bello, Terrence Howard, Melissa Leo og Paul Dano. Jackman og Bello leika Dover-hjónin, Kell- er og Grace. Þau fara í þakkargjörðarkvöld- verð til Birch-hjónanna, Franklin og Nancy, sem Howard og Davis leika. Hvor um sig eiga hjónin tvö börn, þar af tvær sex ára stúlkur. Notaleg tilvera þessara nágranna og vina í úthverfi New York hrynur þetta kvöld þegar hjónin átta sig á að stúlkurnar eru horfnar og allt bendir til þess að þeim hafi verið rænt. Þá mætir rannsóknarlögreglumaðurinn Loki, sem Gyllenhaal leikur, á svæðið. Hann er fljótur að finna mann sem þykir líklegur til þess að hafa numið stúlkurnar á brott. Þótt sá hegði sér um margt undarlega tekst Loka ekki að bendla hann við mannránin. Persóna Jackmans bregður þá á það ráð að ræna hinum grunaða og koma honum fyrir í yfirgefinni byggingu þar sem hann tekur til við að reyna að berja einhverjar vísbendingar um afdrif stúlknanna upp úr honum. Þetta ör- þrifaráð setur nágranna hans í siðferðislega klemmu. Eftir því sem sögunni vindur fram verður ljóst að ekki er allt sem sýnist í þessu óhugnanlega máli og við lögreglunni og for- eldrunum blasir flókið völundarhús. Villeneuve er þekktur fyrir flest annað en hlífa áhorfendum en árið 2011 var mynd hans Incendies tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin en hún byggði á leik- riti Wajdi Mouawad. Verkið var sett á svið í Borgarleikhúsinu í janúar 2012 og hét Eldhaf á íslensku. Þar sagði frá tvíburunum Símon og Janine sem halda í átakanlega óvissuferð eftir að þau fá skilaboð með ákveðnum fyrir- mælum frá nýlátinni móður sinni. Aðrir miðlar: Imdb: 8,3, Rotten Tomatoes: 80%, Metacritic: 73% Prisoners var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í byrjun september. Áhorfendur og gagn- rýnendur tóku myndinni vel og efnistökin benda óneitanlega til þess að hér sé á ferðinni ein áhugaverðasta spennumynd ársins. Hugh Jackman og Jake Gyllenhaal eru í helstu hlutverkum en Jackman leikur mann sem rænir og pyntar mann sem hann grunar að hafi rænt dóttur sinni. Gyllenhaal leikur lögreglumanninn sem rannsakar málið. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Örvæntingarfullur faðir grípur til ofbeldis Hugh Jackman grípur til ofbeldis og örþrifaráða þegar dóttur hans og nágranna hans er rænt á meðan rannsóknarlögreglu- maðurinn Loki, sem Jake Gyllenhaal leikur, rannsakar barnaránin. Snigillinn Turbo ætlar sér stóra hluti. Domhnall Gleeson leikur mann sem nýtur þess að geta marg endurtekið tilraunir sínar til þess að heilla Rachel McAdams.  Frumsýnd Turbo Frumsýnd AbouT Time Kátur kappaksturssnigill Sniglar eru þekktir fyrir flest annað en að fara hratt yfir. Snigillinn Turbo lætur þetta þó ekki aftra sér frá því mark- miði að verða fyrsti kappaksturssnigill í heimi í teiknimyndinni Turbo. Eftir furðulegt slys öðlast snigillinn með stóru draumana einhvers konar ofur- krafta sem gera honum kleift að þjóta áfram á fleygiferð. Hann ákveður því að keppa í hinum þekkta ofsakappakstri Indianapolis 500 og þangað stefnir hann ásamt að- stoðarsniglum sínum, tilbúinn til þess að leggja allt undir til þess að sigra. Ryan Reynolds talar fyrir Turbo en fjöldi þekktra leikara ljær persónum einnig raddir sínar, þar á meðal Kurtwood Smith, Snoop Dogg, Michelle Rodriguez, Richard Jenkins, Paul Giamatti, Luis Guzmán og Samuel L. Jackson. Aðrir miðlar: Imdb: 6,3, Rotten Tomatoes: 65%, Metacritic: 59% Rómantískur tímaflakkari Í eina tíð var Richard Curtis þekktastur sem höfundur bresku sjónvarpsþáttanna Black Adder og Mr. Bean. Black Adder skrifaði hann ásamt Ben Elton og í raun gætu þeir þættir haldið nafni hans á lofti um ókomna tíð enda fádæma góðir í alla staði. Hróður Curtis barst enn víðar eftir að hann skrifaði handrit rómantísku gaman- myndarinnar Four Weddings And a Fune- ral og hann hefur síðan þá plægt akur ástarinnar í kvikmyndum. Notting Hill fylgdi í kjölfarið og síðan skrifaði hann og leikstýrði sjálfur Love Actually. Og nú er Curtis mættur til leiks með About Time sem fjallar um ungan, mátu- lega klaufalegan náunga sem býr yfir þeirri náðargáfu að geta ferðast aftur í tíma. En þessi hæfileiki er eitthvað sem erfist í beinan karllegg í fjölskyldu hans. Þetta kemur sér sérlega vel fyrir dreng- inn þegar hann klúðrar málum í sam- skiptum sínum við konur en vitaskuld er stórkostlegt að geta alltaf spólað til baka, lært af mistökunum og gert betur. Rachel McAdams og Domhnall Glee- son fara með aðalhlutverkin en sá frábæri leikari Bill Nighy kemur einnig við sögu en hann setti einmitt eftirminnilegan svip á Love Actually. Aðrir miðlar: Imdb: 7,6, Rotten Tomatoes: 64%, Metacritic: 54% SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 OH BOY VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA HALDA VINSÆLUSTU KVIKMYNDIRNAR Á EFFI ÁFRAM Í SÝNINGUM Í BÍÓ PARADÍS!! CHILD´S POSE LA GRANDE BELLEZZA Ert þú búin að prófa ? Macadamia Oil sjampó og næring Sérstaklega nærandi formúla fyllt af Macadamia olíu sem samstundis nærir og mýkir þurrt og efnameðhöndlað hár. Bambusþykkni ásamt sykurreyr gefa hárinu silkimjúka áferð og bætir klofna enda. Hentar sérstaklega vel mjög þurru hári. Eins og náttúran hafði í hyggju Færðu oft harðsperrur eða vöðvakrampa? MagnesiumOil Sport Spray Fæst í flestum apótekum, Lifandi Markaði, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup, Crossfit Reykjavík, Crossfit Hafnarfirði, Systrasamlaginu og TRI Suðurlandsbraut Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is og á Facebook síðunni Better You Ísland PREN TU N .IS • Fyrirbyggir harðsperrur og vöðvakrampa • Flýtir fyrir endurheimt vöðva eftir æfingar • Borið beint á vöðvana og virkar strax
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.