Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.10.2013, Síða 40

Fréttatíminn - 04.10.2013, Síða 40
Rassaköst að fornu og nýju Í Í mínu ungdæmi komu holóttir vegir og lélegir bílar í veg fyrir hraðakstur. Hol- urnar sáu til þess að bílarnir hristust nán- ast í sundur, demparar losnuðu, fjaðrir brotnuðu og hjól duttu undan. Bílar voru almennt gamlir, margir ryðgaðir og þoldu lítt annan gang en fetið á þeim troðning- um sem upp á var boðið. Vissulega voru til glæframenn sem kusu að keyra holurn- ar sléttar, létu bílinn éta þær upp. Þessi akstursmáti var hættulegur og fór auk þess illa með bíla. Vera kann að mjúkir Bjúkkar og Kádilljákar hafi þolað þessa meðferð um stund og hugsanlega Volgur og Moskvítsar, rétt eftir að þeir sovésku voru teknir úr kassanum. Heimurinn var einfaldari þá. Menn áttu annað hvort ameríska eða rússneska. Sú skipting fór að hluta til eftir pólitískum línum og hluta efnahagslegum. Dollaragrínin voru dýrari en sovésku alþýðuvagnarnir sem fengust í vöruskiptum fyrir fisk. Nú er öldin önnur. Holur finnast bara á vegum á sunnanverðum Vestfjörðum. Aðrir vegir, hvort heldur er í þéttbýli eða dreifbýli, hafa verið bundnir slitlagi. Væntanlega eru þeir ekki margir sem sakna gamla tímans í vegamálum en ef einhverjir eru geta þeir hinir sömu drifið sig vestur og reynt að þræða fyrir holurn- ar. Þær er að finna í Austur-Barðastrand- arsýslu, frá Þorskafirði, yfir Hjallaháls, fyrir Djúpafjörð, þaðan yfir Ódrjúgsháls og fyrir Gufufjörð að Skálanesi. Þar hefur raunar lengi staðið til að leggja nýjan veg en deilur um vegarstæði gegnum Teigs- skóg hafa tafið framkvæmdir. Furðulegt má telja að ekki hafi fundist lausn á því máli, nú þegar árið 2014 er í sjónmáli. Kannski er það vilji einhverra að varð- veita síðustu holurnar á landinu, sýna þær komandi kynslóðum svo þær átti sig á því vegakerfi sem var. Svo mikið er víst að þeir sem hætta sér í akstur á þessu svæði koma með vestfirska fósturmold á vögnum sínum í bæinn, að minnsta kosti í vætutíð eins og verið hefur undanfarin misseri, hugsanlega laskaða dempara og jafnvel hljóðkútslausir. Ástandið er betra í öðrum hlutum landsins. Frá því að hringvegurinn var opnaður, þegar Skeiðará var brúuð árið 1974, má segja að stórvirki hafi verið unnið. Hringvegurinn er að mestu með bundnu slitlagi og unnið er að því að breikka brýr víða um landið en einbreiðar brýr skapa enn hættu. Í þéttbýli hefur hver botnlangi fyrir löngu verið malbik- aður – og nú er gengið frá götum áður en hús við þær eru byggð. En böggull fylgir skammrifi. Hætta er á að menn verði full þungir á bensínfæti á betri vegum – og betri bílum. Þrátt fyrir það að bílaflotinn sé að eldast í kreppunni eru bílar miklu betri en áður var. Amer- ískir bílar eru enn á götunum en ekki sömu krómdrekarnir og áður. Rússneskir bílar eru ekki lengur fluttir inn. Evrópsk- ir og ekki síst asískir bílar, framleiddir í Japan og Suður-Kóreu, ráða nú ríkjum. Löggur þurfa því að sitja fyrir hrað- akstursmönnum, hvort heldur er í þétt- býli eða úti á vegum. Á þjóðvegunum hefur löggan á Blönduósi náð bestum árangri í umdæmi sínu. Hún gómar þrjóta sem lögin brjóta með glannaskap. Þótt ég reyni að fara ekki of hratt hef ég lært það að í umdæmi Blönduóslögreglunnar er viturlegt að nota hraðastilli bifreiðar- innar. Naskur fulltrúi fógeta á Blönduósi gómaði mig í sakleysi mínu á Holta- vörðuheiðinni eitt árið. Þá hafði heimfús fákurinn skeiðað örlítið fram úr leyfðum hámarkshraða, án þess að ég tæki eftir því. Góðir bílar leyna hraðanum. Þjónn laganna, einn á ferð í Svörtu-Maríu, mældi mig. Ég játaði syndir, kvittaði og borgaði mína sekt. En lögregluþjónum hefur fækkað í réttu hlutfalli við niðurskurð í ríkisrekstr- inum. Því hefur verið brugðið á það ráð að koma upp hraðamyndavélum víða á þjóðvegunum. Þær mynda þá sem of hratt þjóta. Þeir verða að borga og passa sig því væntanlega betur næst. Það er jú tilgangurinn. Ég á stundum erindi austur fyrir fjall eða vestur á land og er nokkuð farinn að þekkja staðsetningar myndavélanna. Því gæti ég að því að vera á löglegum hraða þegar ég nálgast þær. Flestir kannast við það, jafnvel þótt þeir telji sig gætna ökumenn, að bíllinn leiti örlítið yfir leyfilegan hámarkshraða. Þá er ágætt að hafa myndavélarnar á sínum stað svo leiðrétta megi kúrsinn. Innanbæjar hafa yfirvöld farið aðrar leiðir. Sums staðar er beitt þrenging- um svo aðeins komist einn bíll í senn en annars staðar eru hraðahindranir byggðar þvert yfir akbrautir svo nauð- ugur einn kostur er að hægja vel á ef ekki á að eyðileggja dempara og keyra undan hljóðkúta. Það er hið besta mál, ef alls hófs er gætt, hindranirnar hægja á umferð og auka öryggi jafnt gangandi og akandi vegfarenda. Þetta á ekki síst við um nágrenni skóla þar sem gæta þarf sér- staklega að gangandi umferð. Bæjaryfirvöld í mínum heimabæ, Kópa- vogi, hafa tekið þetta hlutverk alvarlega, ekki síst á Digranesvegi, þar sem tvo skóla er að finna. Þar eru hraðahindranir svo margar að máladeildarstúdentar geta ekki talið þær. Þetta dregur svo sannarlega úr um- ferð á Digranesveginum. Ég, sem bý í vesturbæ kaupstaðarins, forðast þennan demparabana og fer frekar suður á Arnar- neshæð eða jafnvel alla leið í Garðabæ ef ég á erindi í austurátt, í efri byggðir Kópavogs. Það er nefnilega þannig að hreyfingar bíla á nýmalbikuðum og hraðahindr- uðum Digranesveginum minna helst á rassaköst bíla á holuvegum sunnanverðra Vestfjarða. Hljóðkútasafnarar ættu að minnsta kosti að finna marga á báðum stöðum. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i VERIÐ VELKOMIN Á 5 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ 4.–6. OKTÓBER afmælisboð PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 32 68 7 40 viðhorf Helgin 4.-6. október 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.