Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.10.2013, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 04.10.2013, Blaðsíða 12
Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is 3,6 L/100km í bLönduðum akStri C02 útbLáStur aðeinS 94 g Honda CiviC 1.6 dÍSiL kOStar frá kr. 3.840.000 Áreiðanlegasti bílaframleiðandinn Samkvæmt What Car og Warranty direct hefur Honda verið valin áreiðanlegasti bílaframleiðandinn átta ár í röð. bí ll á m yn d: H on da C ivi c 1 .6 i-d te C e xe cu tiv e. Honda CiviC 1.6 dÍSiL 3,63,3 4,0L /100km L /100kmL /100km Utanbæjar akstur Blandaður akstur Innanbæjar akstur CO2 útblástur 94 g/km komdu í reynsluakstur og prófaðu Honda Civic dísil, með nýrri Earth dreams Technology dísilvél, sem býður upp á einstakt samspil sparneytni og krafts. Umboðsaðilar: bernhard, reykjanesbæ, sími 421 7800 bílver, akranesi, sími 431 1985 Höldur, akureyri, sími 461 6020 bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535 www.honda.is Honda CiviC 1.4 BEnSÍn - beinSkiPtur, kOStar frá kr. 3.490.000 Honda CiviC 1.8 BEnSÍn - SJáLfSkiPtur, kOStar frá kr. 3.840.000 Kristín Jónsdóttir Njarðvík og samstarfsfólk hennar hjá Endurmenntun Háskóla Íslands fagnar 30 ára afmæli stofnunarinnar um þessar mundir. Starfið og fram- boðið á námskeiðum hefur sjaldan eða aldrei verið jafn fjölbreytt enda þykir endurmenntun orðin sjálfsagður þáttur í viðleitni fólks til þess að efla sig of styrkja í bæði námi og leik. Ljósmynd/Hari Endurmenntun Háskóla Íslands hefur verið starfrækt í 30 ár og fagnar þessum tímamótum í menntunarsögu þjóðarinnar um þessar mundir. Nú þykir sjálfsagt, ef ekki beinlínis nauðsynlegt, að afla sér endurmenntunar. Kristín Jónsdóttir Njarðvík, endur- menntunarstjóri, segir þessu hins vegar hafa verið þveröfugt farið á upphafsárum Endurmenntunar þegar það þótti hálfgert feimnismál að sækja sér frekari menntun. E ndurmenntun Háskóla Íslands hefur starfað í 30 ár en á þeim tíma hefur starfsemin eflst jafnt og þétt og fram- boð námskeiða orðið stöðugt fjölbreyttara. Aðgengi almennings, óháð fyrri menntun, að endurmenntun hefur aukist til mikilla muna. Þá bendir Kristín Jónsdóttir Njarðvík, endurmennt- unarstjóri, á að nú til dags sé endurmenntun í raun orðin fastur liður hjá fagfólki. Þveröfugt á við það sem áður var. „Það var að sumu leyti feimnismál að sækja sér endurmenntun hér áður fyrr,“ segir Kristín. „Nú er þetta hins vegar orðið þannig að það þykir frekar neikvætt ef fagfólk stundar ekki endurmenntun og sækir námskeið.“ Á fyrstu árunum miðaðist framboðið á mögu- leikum til endurmenntunnar fyrst og fremst við háskólamenntað fólk en í dag eru um 400 námskeið haldin á ári og úrvalið slíkt að flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, óháð því hvort tilgangurinn sé að styrkja sig í leik eða starfi eða einfaldlega að sækja sér menningar- lega kvöldskemmtun. „Við erum með það mikið af námskeiðum sem eru ekki starfstengd þannig að allir geta sótt sér endurmenntun óháð því hvaða grunn þeir hafa,“ segir Kristín. Hún nefnir sem dæmi námskeið um Íslendingasögurnar og önnur menningar- námskeið, tungumálanámskeið og „mjög margt annað sem lýtur að persónulegri hæfni. Þetta eru ýmis konar námskeið þar sem fólk er að efla sig persónulega án þess að það sé endilega tengt starfi..“ Á síðustu árum hefur til dæmis verið uppselt á námskeiðið Úr neista í bók. „Þannig að það eru greinilega mjög margir með rithöfund í mag- anum og námskeiðið fyllist alltaf um leið. Við erum því með aukanámskeið á hverju misseri.“ Endurmenntun hefur á síðustu árum lagt aukna áherslu á samstarf við erlenda sérfræð- inga og síðastliðið ár komu nokkrir slíkir frá Harvard háskólanum í Bandaríkjunum og héldu námskeið sem fengu mjög góðar viðtökur hjá íslenskum stjórnendum. „Þessi námskeið hafa verið eftirsótt og við höldum þessu samstarfi áfram á afmælismisserinu. „Við erum auðvitað ekki einungis með erlenda sérfræðinga frá Harvard en ákváðum að sækja þangað vegna þess að hann er með virtustu háskólum í heimi og fólk þarf ekki að hugsa sig um hvað gæðin varðar.“ Afmælið gaf Endurmenntun tilefni til þess að opna dyrnar upp á gátt og bjóða áhugasömum upp á tíu mismunandi örnámskeið sem eru þátt- takendum að kostnaðarlausu. Og ekki stóð á viðbrögðunum þar sem á fyrsta degi komu hátt í 2000 skráningar og námskeiðin voru fullbókuð nánast samstundis. „Örnámskeiðin eru öll full- bókuð og við þurftum að bæta við fleiri nám- skeiðum til þess að bregðast við eftirspurninni. Það er því greinilega mikill áhugi á fræðslu til staðar.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Ekki lengur feimnismál Við erum auðvitað ekki einungis með er- lenda sérfræðinga frá Harvard en ákváðum að sækja þangað vegna þess að hann er með virtustu háskólum í heimi. 12 fréttaviðtal Helgin 4.-6. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.