Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.10.2013, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 04.10.2013, Blaðsíða 58
fordóma fyrir rafbílum en þeir eru nú með öllu horfnir. Hann er fimm sæta og mjög rúmgóður. Skottið er 370 lítra en hægt er að leggja niður sætin fyrir enn meira pláss. Bæði fram- og aftursæti eru upp- hituð sem telst varla til tíðinda. Hins vegar fannst mér meira til þess koma að stýrið er líka upp- hitað. Mælaborðið er litríkt og afar upplýsandi en þar er hægt að sjá hversu margir kílómetrar, eða hversu mörg prósent af heildar- hleðslunni er eftir. Bakkmynda- vélin er líka til fyrirmyndar og á 7 tommu LED skjá birtast rauð- ar, gular og grænar línur til að leiðbeina ökumanni þegar hann bakkar. Isofix festing fyrir barna- stóla var mjög aðgengileg og sem móðir var ég ánægð að sjá rými í afturhurðunum sem passar fyrir hvers kyns drykkjarföng. Bíllinn kostar sitt en á móti kemur að hægt er að aka þessa 160 kílómetra fyrir um 320 krónur, sem samsvarar rafmagnskostnaði við fulla hleðslu. Fyrir þá sem geta lagt út fyrir grunnkostnaðinum og hafa aðgang að hleðslu heima við tel ég að þetta sé einstaklega góður fjölskyldubíll. S tarfsmaður B&L fór með mér inn í bílinn áður en ég ók á brott því ég hafði aldrei áður ekið rafmagnsbíl. Við sett- umst inn í rauðan Nissan Leaf, hann ýtti á takka og ljósin í mæla- borðinu ljómuðu upp með vinalegu stefi sem minnti helst á hljóðið sem kemur þegar maður kveikir á tölvunni sinni. Ég beið eftir að hann setti bílinn í gang en þess í stað tilkynnti hann mér: „Nú er bíllinn í gangi.“ Það er sannarlega ólíkt öllu öðru að keyra rafmagnsbíl. Allavega þennan rafmagnsbíl. Hann er al- gjörlega hljóðlaus og mér leið nán- ast eins og ég væri að aka á skýi. Ég veit hvernig þetta hljómar en ég er ekki að ýkja. Eiginlega lang- aði mig bara að fjárfesta í einum slíkum þá og þegar en þegar ég kom aðeins niður á jörðina áttaði ég mig á því að rafmagnsbíla þarf að hlaða, ég bý ekki þannig að ég komi rafmagnssnúrunni í sam- band yfir nótt og enn sem komið er eru ekki nógu margar hleðslu- stöðvar á höfuðborgarsvæðinu til að hægt sé að stóla aðeins á þær. Til stendur þó að 10 hraðhleðslu- stöðvar rísi hér á landi á næstu mánuðum þar sem 80% hleðsla næst á um 30 mínútum. Almennt tekur það 11 klukkustundir að hlaða bílinn með venjulegum 10 amp tengli í heimahúsi en 4 tíma ef fólk er með heimahleðslustöð sem mælt er með að kaupa. Það er annars ofureinfalt að hlaða bílinn. Bara stinga í samband, bíða og taka úr sambandi. 58 bílar Helgin 4.-6. október 2013  ReynSluakStuR niSSan leaf Eins og að aka á skýi Nissan Leaf er 100% rafmagnsbíll sem fer um 160 kílómetra á einni hleðslu. Hann er algjörlega hljóðlaus og það veitir manni góða tilfinningu að aka á bíl sem ekki mengar andrúmsloftið. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Nú er bíllinn í gangi. Mér kom á óvart hversu kraftmikill bíllinn er og þrátt fyrir að líta vel út að utan fannst mér hann enn rúmbetri þegar inn í hann var komið. Ljósmynd/Hari Verð 4.990.000 kr 24 kWst Lithiun-Ion rafhlaða 6,6 kW innbyggður hleðslubúnaður Rafmótor 80 kW / 107 hestöfl Tog 254 Nm Breidd 1,770 mm Hámarkshraði 145 km/klst Hljóðlaus Rúmgóður Fallegur Umhverfisvænn Hverfandi eldsneytiskostnaður Hentar illa til langferða Verð Fáir hleðslustaðir HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ Í GÓÐUM HÖNDUM Snjallt að kíkja á okkur á adal.is Við erum með órar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -0 4 6 7 Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár Reykjavík Grjóthálsi 10 Sími 590 6940 Reykjavík Skeifunni 5 Sími 590 6930 Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900 Kópavogur Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935 Reykjanesbær Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970 www.adalskodun.is og www.adal.is Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt. Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900 Nýr sportjeppi frumsýndur í Franfkfurt Mercedes-Benz kynnti nýjan og nettan lúxus sportjeppa GLA á bílasýningunni í Frankfurt. GLA er ætlað að keppa við lúxus sportjeppana frá Audi og BMW sem og Range Rover Evoque. GLA er með flottar línur og mikið er lagt í innanrýmið. Því svipar mjög til A-Class og hins nýja CLA. Fyrsti fram- leiðslubíllinn verður GLA 250 4Matic með tveggja lítra vél sem skilar 208 hestöflum. Sport- jeppinn er með 7G-DCT gírkassa og 4Matic fjórhjóladrifi. Hröðunin úr kyrrstöðu í hundrað kílómetra hraða er 6,4 sekúndur. Stefnt er að því að GLA komi einnig með framhjóladrifi og verður fyrir vikið ódýrari en sú útgáfa er líklega ekki væntanleg á markað fyrr en 2015. Búast má við AMG ofurútfærslu á GLA þegar fram líða stundir. Innanrýmið mun svipa mjög til A- Class og hins nýja CLA. Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili · Tekur venjulegt GSM SIM kort · Hægt að panta mynd eða hlusta svæði. · SMS og MMS viðvörun í síma og netf. · Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist. · Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara. · Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o.. S. 699-6869 · rafeindir@internet.is · www.rafeindir.is Nissan Leaf kom fyrst á markað árið 2011. Hann var þá valinn World Car of the Year, ári síðar varð hann fyrsti rafbíllinn til að fá 5 stjörnur í Euro NCAP árekstrar- prófunum og nýja 2013-útgáfan, Visia, er enn betri. Þetta er 100% rafbíll með enn meiri drægni á hleðslunni en áður en miðað er við að við íslenskar aðstæður dugi hleðslan í 160 kílómetra akstur. Bíllinn er einnig búinn nokkuð merkilegu endurhleðslukerfi sem gerir að verkum að hann hleður geyminn þegar stigið er á brems- una. Það kom mér á óvart hversu kraftmikill bíllinn er. Einhvern veginn virðist ég hafa haft ákveðna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.