Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.10.2013, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 04.10.2013, Blaðsíða 38
38 heilsa Helgin 4.-6. október 2013 hefjast 7. og 8. október 4 vikna námskeið Ný námskeið N ý ná m sk ei ð Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is 60 ára og eldri: Í form fyrir golfið Sérhæfð þjálfun fyrir golfara Þri. og fim. kl. 12:10. Jóga Þri. og fim. kl. 12:00. Zumba og Zumba toning Dansaðu þig í form! Þri. og fim. kl. 16:30. Kvennaleikfimi Gamla góða leikfimin fyrir konur Mán., mið. og föst. kl. 16:30. Þri. og fim. kl. 10:00. Morgunþrek Fjölbreyttir púl tímar fyrir karla og konur Mán., mið. og föst. kl. 7:45 eða 09:00 Start 16-25 ára Fyrir ungt fólk sem vill koma sér í form Mán., mið. og föst. kl. 15:30 eða 18:30 Leikfimi 60+ Mán. og mið. kl. 11:00. Mán. og mið. kl. 15:00. Þri. og fim. kl. 10:00. Zumba Gold 60+ Fyrir þá sem hafa gaman af að dansa. Þri. og fim. kl. 11:00. Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Hausttilboð - Nilfisk P160.2-15 X-tra háþrýstidæla Veglegur kaupauki að verðmæti 28.538 kr. fylgir með: • Nescafé Alegria kaffivél • Nescafé Alegria kaffi • G-mjólk ¼ ltr Kaupauki! TilboðNilfisk P160.2-15 X-tra 108.800 kr. RV 1013 V ið fáum hingað á spítalann til okkar töluvert af börnum sem eru ekki með eðlilega melt- ingu því þau fá ekki næga fitu. For- eldrar eru þá búnir að draga svo mikið úr fituneyslu fjölskyldunnar að börnin fá ekki þá fitu sem þau þurfa. Þau verða samt ekki horuð því þau fá alveg nóg af hitaeiningum,“ segir Michael Clausen barnalæknir á Barnaspít- ala Hringsins. Sérstaklega eru það yngstu börnin sem ekki fá næga fitu. „Ef börn eru með þrálátan niðurgang þá er þetta atriði sem við skoðum,“ segir hann. Ráðið sem Michael gefur foreldrum: „Gefið börnunum meiri fitu, hvort sem það er með því að bæta smjöri eða olíu í matinn þeirra eða gefa þeim fituríkan mat. Fiskurinn okkar hefur auðvitað algjöra sérstöðu því hann inniheldur mikið af omega 3 fitusýrum sem eru okkur lífsnauðsyn- legar,“ segir hann. Michael er einn fyrirlesara á ráð- stefnu sem Heill heimur stendur fyrir í Salnum í Kópavogi þann 10. október þar sem sérstaklega er fjallað um fitu- sýrur. „Á seinni tímum hefur komið í ljós að fæða og þá sérstaklega ákveðin fæða getur haft áhrif á geðslag okkar, líðan og andlega heilsu. Fitan í fæð- unni er okkur nauðsynleg og þá sér- staklega ákveðnar fitusýrur sem við getum ekki búið til sjálf og verðum því að fá úr fæðunni,“ segir hann og vísar þar sérstaklega til omega 3 fitusýra sem eru í háu hlutfalli í heilanum og eru mikilvægar fyrir starfsemi hans, vöxt og þroska. Röskun á hlutfalli fitusýra í líkamanum getur haft áhrif á minni og vitsmunagetu en einnig áhrif á myndun hjarta- og æðasjúkdóma, og ýmsa bólgusjúkdóma í líkamanum. Michael hefur sérstaklega skoðað áhrif fæðu, og þar með fituneyslu, á hegðun og líðan. „Rannsóknir hafa verið gerðar á fólki með þunglyndi og það hefur jákvæð á hrif á það að neyta hás hlutfalls af omega 3 fitusýrum,“ segir hann. Himnur fruma líkamans eru búnar til úr fitusýrum og eru samskipti frumanna ólík eftir því um hvernig fitusýrur er að ræða. Það er því mikilvægt að leggja áherslu á að neyta góðra fitusýra. „Hátt hlutfall af omega 3 fitusýrum í blóði tengist almennri velferð og vellíðan,“ segir Michael. Hann segir erfitt að fullyrða hvort betra sé að fá fitusýrurnar úr mat eða úr bætiefnum. „Það læðist að mér sá grunur að það sé betra að fá þetta úr fæðunni. Margar rannsóknir þar sem skoðuð er neysla á fitusýrum úr töflum eða hylkjum gefa ekki eins lofandi árangur og þegar þær koma úr fæðunni,“ segir Michael. Hann bendir þó á að Íslendingar hafi tekið lýsi með góðum árangri og hvetur hann fólk til að taka lýsi. „Fiskneysla okkar hefur minnkað mikið á liðnum áratugum og við þurfum líka að neyta meira af fiski.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  Heilsa Fituskert mataræði Fjölskyldna bitnar á börnunum Gefið börnunum meiri fitu Töluvert er um að börn þurfi læknisaðstoð vegna meltingartruflana því þau fá ekki næga fitu úr fæðunni. Michael Clausen barnalæknir segir neyslu á omega 3 fitusýrum tengjast almennri vel- ferð og vellíðan. Hann hvetur til aukinnar fiskneyslu og vill að allir taki lýsi. Við fáum omega 3 úr Laxi Síld Þorski Makríl Lýsi Hörfræolíu Spínati Valhnetum Chia-fræjum Michael Clausen barnalæknir segir skort á omega 3 fitusýrum Ljósmynd/Hari Máltíð rík af omega 3 fitusýrum, steiktur lax með spínati. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.