Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.10.2013, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 04.10.2013, Blaðsíða 10
fæðingu en það er þá helst ef móðir hefur neytt örvandi efna, kókaíns og ópíumefna. Hvorki Anna María né Gunnlaug muna eftir tilviki hér á landi þar sem barn þurfti fráhvarfs- meðferð en eitt tilvik hafi komið upp þar sem sá möguleiki var skoð- aður í fullri alvöru og sérlega vel fylgst með barninu fyrstu sólar- hringana. „Barnið var metið strax eftir fæð- ingu og svo aftur þegar móðirin var komin heim með það. Barnalækn- ar mátu það þannig að barnið þyrfti ekki með- ferð en þetta var á gráu svæði. Móðirin var á við- haldsmeðferð með lyfinu Subutex sem er ávísað til fíkla sem hafa verið í harðri neyslu á morfín- skyldum lyfjum. Efnið veldur ekki fíkn en það hindrar fráhvarfið og talið er að það sé betra að verðandi móðir sé á þessu lyfi en fari í gegn- um fráhvarfið því það er svo hættu- legt barninu,“ segir Anna María. Viðkomandi kona var í meðferð hjá SÁÁ sem er með samning um með- ferðir með Subutex og komast börnin almennt vel frá slíkri meðferð. Ekkert fé eyrnamerkt teyminu Engar tölur eru yfir hversu margar konur með fíknivanda falla á meðgöngu. Starfsfólk teymisins verður vissu- lega vart við að konur falli á meðgöngunni en það sé þó algeng- ara þegar þær hætta með börnin á brjósti. „Mesti áhættutíminn er um þremur til fimm mánuðum eftir fæð- ingu. Á þeim tíma sjáum við oft að verulega fer að halla undan fæti. Það er mikilvægt að geta líka veitt stuðn- ing eftir fæðingu og það er þörf fyrir þéttara eftirlit. Þetta eru þær konur sem mæta ekki í tíma sem þær eiga bókaða, þær hreinlega hverfa, og við tilkynnum slíkt til barnaverndaryfir- valda,“ segir Gunnlaug. FMB-teymið var stofnað árið 2011 eftir að nokkrir starfsmenn spítal- ans tóku sig saman og ákváðu að finna sérhæfða lausn þar sem haldið er utan um þennan hóp foreldra og barna. Í raun er um grasrótarstarf að ræða því enginn peningur er eyrna- merktur teyminu innan spítalans og það háð vel- vilja yfirmanna viðkom- andi starfsmanna að þeir sinni teyminu í hluta- starfi. Teymið fékk styrk úr Minningargjafasjóði Landspítalans, alls 10 milljónir, til að halda úti einu 80% stöðugildi við teymið árin 2013 og 2014. „Enn er ekkert rekstar fé tryggt til framtíðar. Spít- alinn í heild sinni er fjár- sveltur og ekki svigrúm til að taka peninga úr öðrum verkefnum og setja í þetta,“ segir Anna María. Alls starfa níu manns í teyminu og er starfshlut- fall þeirra þar allt niður í 20%. Þar er meðal annars um að ræða geð- lækni, félagsráðgjafa, hjúkrunar- fræðinga og ljósmóður. Óskastaðan að þeirra mati er í fyrsta lagi að teymið fái tryggt fjármagn og í öðru lagi að hægt verði að auka eftirfylgni en nú hættir hún þegar barn verð- ur árs gamalt. „Sumar þessara kvenna koma úr áralangri neyslu og hafa enga rútínu. Þær koma jafnvel af heim- ilum þar sem var óregla eða geðsjúkdómar og þurfa hreinlega að læra að halda heimili. Hingað koma jafnvel konur sem hafa í engin hús að venda og þurfa jafnvel að gista tímabundið hjá vin- um með barnið sitt til að hafa þak yfir höfuðið. Þær þurfa svo marg- þætta aðstoð. Í raun er frábært tæki- færi að fá þessar konur til okkar þeg- ar þær eignast börn því flestar vilja þær vera góðar mömmur og þær vilja að barnið fái eitthvað betra en þær. Þetta er tækifæri fyrir okkur sem heilbrigðiskerfi til að mæta þessum hópi,“ segir Gunnlaug. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Sætar franskar frá McCain Sætu kartöflurnar frá McCain eru ómótstæðilega bragðgóðar og ríkar af A-vítamíni. Þú skellir þeim í ofninn og áður en þú veist af ertu komin(n) með girnilegt og gómsætt meðlæti. Prófaðu núna! V erstu aðstæðurnar eru þegar verðandi móðir er í neyslu, barnsfaðir er jafnvel líka í neyslu og fólk sem kemur inn á heimilið er í neyslu. Móðirin þarf þá að flytja ef hún ætlar að hætta sinni neyslu og verður þá heimilislaus, ef hún er það ekki þegar,“ segir Anna María Jónsdóttir, geðlæknir og sér- fræðingur í hópmeðferð. Hún er hluti af þverfaglegu FMB-teymi, for- eldrar - meðganga - barn, sem starf- ar á Landspítalanum. Markhópurinn eru foreldrar sem eiga von á barni eða með barn á fyrsta ári, foreldr- ar – og þá sér í lagi mæður – með geðrænan vanda, fíknivanda, jafnvel hvoru tveggja, eða eiga erfitt með að tengjast barninu. Gunnlaug Thorlacius, félagsráð- gjafi og fjölskylduþerapisti, er einn- ig í teyminu. „Þessi versti veruleiki er til hér á landi. Óléttar konur sem eru heimilislausar eða búa í fíkni- efnagrenjum. Ég held að hlutfalls- lega speglum við það sem gerist í öðrum löndum. Það versta er til hér en sem betur fer eru þetta fá mál. Ég veit dæmi um að lögreglumenn hafa haft áhyggjur af þunguðum konum í neyslu og látið vita. Við slíkar að- stæður erum við að horfa á ófædd og mjög ung börn í hættu,“ segir Gunnlaug. Stefnir í 200 mál á árinu Um 4500 fæðingar eru á Íslandi ár- lega. Síðustu ár hafa um 170 tilvís- anir borist teyminu, þar af eru 30-40 konur sem hafa verið í harðri neyslu allt að ári fyrir þungun, um 10 kon- ur sem hætta neyslu á meðgöngu en falla jafnvel og þurfa aðstoð til að hætta að nýju. Um annað hvert ár þarf að vista ólétta konu gegn henn- ar vilja því hún heldur áfram neyslu þrátt fyrir þungun. Á síðasta ári lögðust 13 konur inn á geðdeild með ungt barn vegna kvíða og þunglynd- is, tvær lögðust inn til afeitrunar og ein vegna geðrofs. Fyrstu 8 mánuði þessa árs hafa 140 tilvísanir borist teyminu og því stefnir í metfjölda til- vísana þetta árið, eða um 200. Fjöldi einstaklinga sem teymið sinnir er þó öllu meiri því oft er um að ræða þjónustu við bæði móður og föður og svo barnið þegar það er fætt. Stærsti hluti tilvísana kemur frá heilsugæslunni, hluti frá mæðra- vernd kvennadeildar sem sér um áhættumeðgöngur, mótttökudeild- um geðsviðs og félagsþjónustunni. Meirihluti mæðra sem FMB- teymið aðstoðar á við geðræn vanda- mál að etja. Algengast að þær þjá- ist af þunglyndi og kvíða, en einnig leita til þeirra mæður með geðhvörf og geðrofssjúkdóma á borð við geð- klofa. Anna María bendir á að konur með geðhvörf geti veikst nokkrum klukkustundum eftir fæðingu og þá farið í sturlunarástand. Það sé því mikilvægt að fylgja þeim áfram eftir fæðingu og starfar teymið bæði á kvenna- og barnasviði, og á geðsviði. Barnið líka með í meðferðinni Bæði Anna María og Gunnlaug hafa menntað sig sérstaklega í að veita foreldrum meðferð ásamt ungbarni sínu. „Það skiptir miklu máli að börnin séu með í meðferðinni. Það skiptir miklu máli hvernig tengsl foreldra og barna þróast fyrstu þrjú árin. Börn þurfa tilfinningalega, and- lega og líkamlega umönnun við hæfi og þau þurfa að upplifa öryggi í sam- skiptum við foreldra. Rannsóknir hafa sýnt að þunglyndar mæður geta átt erfitt með að mynda tengsl við barnið sitt. Börnin eru næm á um- hverfið og skynja heiminn í gegnum tilfinningar sínar. Þó mömmurnar fengju meðferð og færi að líða betur hafði það ekki endilega góð áhrif á samskipti við ungbarnið er ungbarn- ið er ekki hluti af meðferðinni,“ segir Anna María. Þegar kemur að verðandi mæðr- um í neyslu hefur reynst einna far- sælast að ná til þeirra með því að fræða þær um áhrif neyslunnar á barnið. Hún segir afar sjaldgæft sé að börn þurfi fráhvarfsmeðferð við  Heilbrigðismál FjársVelt teymi aðstoðar mæður sem glíma Við FíkniVanda og geðraskanir Verst settu mæður landsins Versti veruleiki óléttra kvenna er vissulega til staðar á Íslandi. Dæmi eru um að lögregla láti vita af þunguðum konum í fíkniefnagrenjum. Sérstakt teymi starfar innan Landspítalans sem aðstoðar verðandi mæður sem eiga við fíknivanda eða geðraskanir að ræða, og fylgir þeim eftir þar til barnið verður árs gamalt. Ekkert fé innan spítalans er eyrnamerkt teyminu og er fjármagn því ekki tryggt til framtíðar. Anna María Jónsdóttir, geðlæknir og sérfræð- ingur í hópmeðferð. Gunnlaug Thorlacius, félagsráðgjafi og fjöl- skylduþerapisti. Þunglyndi og kvíði eru algengustu geðraskanirnar sem óléttar konur glíma við en einnig þurfa þær aðstoð sem eru með geðhvörf og jafnvel geðklofa. Lj ós m yn d/ N or di cP ho to s/ G et ty 10 fréttaskýring Helgin 4.-6. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.