Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.10.2013, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 04.10.2013, Blaðsíða 8
Opel | Ármúli 17 | 108 Reykjavík | 525 8000 *Verðdæmi miðast við bíla sem til eru á lager. Aukabúnaður bíla á mynd getur verið frábrugðinn þeim sem eru á tilboði. **Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri er samkvæmt stöðlum frá framleiðanda. 6,6 l 4,0 l 3.990.000 kr. 4.090.000 kr. Komdu í heimsókn í sýningarsal okkar að Ármúla 17 /100 km /100 km Opel Astra 1,4 Túrbó, bensín, sjálfskiptur Opel Astra Wagon 1,7 dísil, beinskiptur 140 hö. 130 hö. Verð áður: 4.390.000 kr. Verð áður: 4.590.000 kr. Tilboð* Tilboð* E N N E M M / S ÍA / N M 5 9 3 9 4 OKTÓBERTILBOÐ LÆKKAÐ VERÐ Á VÖLDUM BÍLUM ** ** 5,1 l3.190.000 kr. /100 km Opel Corsa Cosmo 1,4 bensín, sjálfskiptur 100 hö. Verð áður: 3.490.000 kr. Loftkæling, CruiseControl, álfelgur Tilboð* ** Við teljum að þetta geti verið góður kostur, til dæmis fyrir fólk með íslensku sem annað tungumál.  LýðheiLsa hugmyndir um kynjaskipta opnunartíma í sundi Konutímar í sundi Jón Gnarr borgarstjóri nefndi þá hugmynd á borgarstjórnarfundi á dögunum að boðið yrði upp á sérstaka opnunartíma í sundi fyrir konur. Niðurstöður tilraunaverkefnis í kynjaðri fjárhags- og starfsáætlunargerð sýndu að fleiri karlmenn en konur sækja sundlaugarnar. Formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi fagnar hugmynd borgarstjóra. t ilraunaverkefni í kynjaðri fjár-hags- og starfsáætlunargerð sýndi að fleiri karlar en konur sækja sundlaugarnar í Reykjavík og í umræðum innan borgarstjórnar viðraði Jón Gnarr borgarstjóri þá hugmynd að boðið yrði upp á sérstaka opnunartíma í sundi sem yrðu aðeins fyrir konur. Að sögn Evu Einarsdóttur, formanns íþrótta- og tóm- stundasviðs borgarinnar, er málið þó ekki formlega til skoðunar hjá sviðinu. „Þegar við skoðuðum niðurstöðurnar sem sýndu að færri konur en karlar sækja sundlaug- arnar kom upp sú spurning hverju við ættum að breyta og upp komu ýmsar hug- myndir, meðal annars þessi. Við tókum umræðu um þetta fyrr á kjörtímabilinu en það stendur til að ræða þetta aftur í ráðinu á næstunni. Málið er því ekki komið í formlegt framkvæmdaferli,“ segir Eva og leggur áherslu á að til greina komi einnig að sérstakir tímar yrðu fyrir karla. „Við teljum að þetta geti verið góður kostur til dæmis fyrir fólk með íslensku sem annað tungumál og er nýtt í okkar samfélagi. Það fólk er kannski ekki allt vant því að fara í sund. Svo getur líka verið gaman að hafa þetta svona annað slagið,“ segir Eva. Að sögn Barböru Kristvinsson, formanns Samtaka kvenna af erlendum uppruna, hafa þeim borist fyrirspurnir um sérstaka sundtíma fyrir konur. „Okkur líst mjög vel á þessar hugmyndir því sund er mikilvægur þáttur í íslenskri menningu,“ segir hún og bendir á að ekki hafi allir alist upp við þá sundmenningu sem ríkir á Íslandi og því séu séu kynjaskiptir sund- tímar gott tækifæri til að gefa fólki kost á að kynnast sundi. Í framhaldinu geti fólk svo ef til vill sótt almenna opnunartíma sundlauganna. Reykjavíkurborg rekur sex sundlaugar og leiddi athugun í ljós að karlar eru fimm- tíu og fjögur prósent laugargesta þegar litið er til allra sundlauganna. Áberandi fleiri karlmenn, eða sextíu og átta prósent, sækja Sundhöll Reykjavíkur og segir Eva að sem dæmi megi nefna að þar þurfi kon- ur að ganga niður stiga til klefa og svo upp aftur til sundlaugar. Slíkt sé ekki hentugt fyrir þær sem eiga erfitt með hreyfingu og geti það verið ein ástæða þessa mikla munar á aðsókn kynjanna. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Sextíu og átta prósent gesta Sundhallarinnar eru karlar. Ein ástæðan er talin sú að konur þurfa að ganga niður eina hæð til klefa og svo upp aftur til laugar sem hentar ekki þeim sem eiga erfitt með hreyfingu. Ljósmynd/Hari.  atvinnuLíf fyrrum þingmaður rær á ný mið Magnús Orri Schram til Capacent Magnús Orri Schram, fyrrverandi alþingismaður, er genginn til liðs við Capacent ráðgjöf. Hann starfar í hópi ráðgjafa hjá Capacent og sér- hæfir sig í stefnumótun fyrirtækja, og stjórnenda-, sölu- og markaðs- ráðgjöf, að því er fram kemur í til- kynningu fyrirtækisins. Magnús Orri lauk BA prófi í sagn- fræði frá HÍ 1996 og MBA prófi frá HR 2003. Hann starfaði sem íþrótta- fréttamaður, framkvæmdarstjóri hjá KR, verkefnastjóri hjá Síman- um, og um síðustu aldamót stofnaði hann og rak Birtu Vefauglýsingar sem var brautryðjandi á sviði net auglýsinga á Ís- landi. Magnús stundaði dokt- orsnám og kennslu í ný- sköpun, greiningu við- skiptatækifæra og stofnun fyrirtækja hjá viðskipta- deild HR. Hann var um nokkurra ára skeið sölu- og markaðsstjóri erlendis hjá Bláa lóninu áður en hann settist á Alþingi vorið 2009. Á síðasta kjör- tímabili var Magnús varaformaður viðskiptanefndar, varaformaður efnahags- og skattanefnd- ar Alþingis, ásamt því að gegna starfi þingflokks- formanns Samfylkingar- innar árið 2012. Haustið 2012 kom út eft- ir hann bókin „Við stönd- um á tímamótum“ sem fjallaði m.a. um hvernig mætti styrkja verðmæta- sköpun og uppbyggingu íslensks atvinnulífs að loknu hruni. Magnús Orri er kvæntur Herdísi Hallmarsdóttur hæstaréttarlög- manni og eiga þau tvö börn. Magnús Orri Schram. 8 fréttir Helgin 4.-6. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.