Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.10.2013, Blaðsíða 76

Fréttatíminn - 04.10.2013, Blaðsíða 76
 Í takt við tÍmann Sigurmon Hartmann SigurðSSon Róar hugann með innhverfri íhugun Sigurmon Hartmann Sigurðsson er 24 ára tónlistarmaður í hljómsveitinni Kajak. Hann og frændi hans, Hreinn Elíasson, skipa sveitina og sendu frá sér myndband við lagið Cold Crowned Eagle á dögunum. Þeir stefna á út- gáfu breiðskífu fyrir jól og koma fram á Airwaves. Sigurmon horfir á Breaking Bad og gengur í Timberland-skóm. Staðalbúnaður Ég nýti mér oftast tækifærið þegar ég ferðast til útlanda að kaupa mér föt, til dæmis í London eða Stokkhólmi. Það er reyndar orðið svolítið síðan ég gerði það síðast. Svo eru margar sniðugar síður á internetinu sem ég nota. Ég er voða týpískur strákur, geng mikið í skyrtum, gallajökkum og leddurum. Og brúnum Timberland-skóm, þeir hafa nýst mér vel. Ég er böðull á skó og þarf eitthvað sterkbyggt eins og Timberland. Hugbúnaður Þegar ég fer niður í bæ kíki ég oftast á Harlem eða einhvern annan eðalstað sem hefur nóg rými til að dansa. Maður verður að týna sér í dansinum. Ég panta mér oftast þetta klassíska á barnum, bjór á krana. Eða rauðvín ef ég vil gera vel við mig. Ég á nú ekki oft lausan tíma en þegar það gerist finnst mér gott að tjilla heima í stofu með góðum vinum og hafa það notalegt. Ég er svolítill bíómynda ofstækis- maður og reyni að leyfa mér ekki of mikið. Annars myndi ég detta harkalega inn í minn eigin heim. Uppáhalds sjónvarpsþættirnir mínir eru Breaking Bad og It’s Always Sunny in Philadelphia. Ég datt inn í þá í sumar og hef ekki getað hætt. Vélbúnaður Við Hreinn erum með 27 tommu iMac í hljóðverinu sem við vinnum tónlistina á. Svo þjáist ég af alvarlegri græjufíkn eins og margir aðrir tónlistarmenn og sanka að mér hljóð- gervlum og trommuheilum. Þar með er græjuþörfinni svalað. Síminn minn er til að mynda algert drasl, ég held að hann sé ódýrasti Nokia-síminn. Aukabúnaður Ég geri svolítið af því að elda, mest ítalskan mat eins og lasagna eða „spicy“ pasta. Svo klikkar góð pítsa aldrei. Ég byrjaði að stunda inn- hverfa íhugun í byrjun þessa árs og það hef- ur skilað sér mjög vel. Þarna næ ég að róa hugann í tuttugu mínútur tvisvar á dag. Ég nota bara lappirnar þegar ég ferðast um borgina og stundum fer ég í strætó. Það er fínt að halda þessu umhverfisvænu. Í sumar fór ég til Flateyjar og held mikið upp á hana eftir það. Það er ótrúlega fal- legur staður sem situr fast í minning- unni. Eftir áramót er svo planið að fara á túr með hljómsveitinni í Evrópu, það verður eitthvað spennandi. Sigurmon og frændi hans, Hreinn Elíasson, stefna að því að fyrsta plata hljómsveitarinnar Kajak komi út fyrir jólin. Ljósmynd/Hari  appafengur „How to tie a tie“ Ég ákvað að fara út fyrir mitt persónulega áhugasvið í þetta skiptið og leitaði á netinu að hugmyndum. Fann loks þetta fína app sem sérstaklega er ætlað karlmönnum og kennir þeim að gera fjöldann allan af bindishnútum. Raunar getur þetta líka gagnast konum því ég hef nokkrum sinnum verið beðin um aðstoð við að binda bindishnút en hef þurft að biðjast undan öllu slíku. Þar til nú. How to tie a tie býður upp á einfalda og skýra kennslu í að gera fjölda bindishnúta, þar á meðal hinn sívinsæla Windsor, auk þess sem fólki er leiðbeint við að binda slaufur og brjóta vasaklúta í brjóstvas- ann. Eitt það skemmti- legasta við appið er að það nýtir myndavélina á iPhone-símanum sem spegil þar sem þú fylgir leiðbein- ingum meðan þú horfir í spegilinn. Einnig er hægt að horfa á stutt sýnis- myndbönd til að gera bindishnútana, auk þess að sjá teiknaðar myndir og lesa skrifaðar leiðbeiningar. Nú hafa karlmenn enga afsökun til að sleppa bindinu næst þegar þeir mæta í veislu og þeir geta meira að segja skartað nýjum hnúti í hvert sinn. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 76 dægurmál Helgin 4.-6. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.