Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.10.2013, Blaðsíða 27

Fréttatíminn - 04.10.2013, Blaðsíða 27
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar alþingis Smáþing skráðu þig á www.sa.is Smáþingið er opið öllum – ekkert þátttökugjald Setning Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri DataMarket Umfang og mikilvægi smáfyrirtækja á Íslandi Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA Lífið á Litla Íslandi Pétur Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Medialux Sögur af hinu smáa og stóra Árni Þór Árnason, stjórnarformaður Oxymap Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku Andrés Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Góðra samskipta Sigmar Guðbjörnsson, formaður Samtaka sprotafyrirtækja og framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda Unnur Svavarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri GoNorth Hvað geta lítil og meðalstór fyrirtæki skapað mörg ný störf á næstu 3-5 árum? Niðurstöður nýrrar Outcome könnunar Það sem betur má fara Heilbrigt verktakaumhverfi á Íslandi Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri Truenorth Skynsamlegar skattabreytingar Andri Gunnarsson og Páll Jóhannesson, lögmenn hjá Nordik Lögfræðiþjónustu Endurskoðun lítilla og meðalstórra fyrirtækja Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte Hversu framtakssamir eru Íslendingar? Niðurstöður nýrrar Capacent könnunar Þingslit og viðbrögð Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Netagerð og spjall, kl. 16-17 Hvað getum við gert fyrir þig? Kynning á þjónustu SA og aðildarsamtaka í forrými. Hittu frumbyggja Litla Íslands, spáðu í framtíðina, fáðu fræðslustjóra að láni og kynntu þér STARF. Þingstjóri: Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri FKA Dagskrá FIMMTUDAGINN 10. OKTÓBER Hilton Reykjavík Nordica kl. 14-17 Nýr vettvangur fyrir smá fyrirtæki Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA efna til Smáþings þar sem málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi verða í kastljósinu. Þau eru lykilþáttur í verðmæta- sköpun þjóðarinnar, veita tugum þúsunda vinnu og eru mikilvæg uppspretta nýrra starfa og hugmynda. Litla Ísland er nýr vettvangur þar sem smá fyrirtæki vinna saman óháð atvinnugreinum. Guðrún Jóhannesdóttir Andrés Jónsson Árni Þór Árnason Pétur Jónsson Hjálmar Gíslason Þorsteinn Víglundsson Páll Jóhannesson Unnur Svavarsdóttir Sigmar Guðbjörnsson Helga Margrét Reykdal Andri Gunnarsson Þorvarður Gunnarsson Ragnheiður Elín Árnadóttir Hulda Bjarnadóttir Þörfin fer ekki á milli mála Formaður fjárlaganefndar, Vig- dís Hauksdóttir, hefur ítrekað talað um opinberlega að brýn þörf sé á 10 -12 milljarða inn- spýtingu fjármagns í rekstur Landspítalans, til viðbótar við þá 40 milljarða sem spítalinn er í dag rekinn fyrir. „Það fer ekki á milli mála hver þörfin er eins og ég og f leiri höfum talað um. Ég talaði hins vegar aldrei um að sú upphæð færi strax inn í fyrsta fjárlagafrum- varpið. Það þarf að vinna að þarfagreiningu fyrir spítalann og meta fjárþörfina áður en aukafjármagni verður veitt til hans. Hins vegar vil ég benda á að fjárlagafrumvarpið fær nú þinglega meðferð og ekkert fjár- lagafrumvarp hefur farið óbreytt í gegnum þingið. Þetta er breytan- legt plagg. Það kemur til með- ferðar fjárlaganefndar eftir fyrstu umræðu og þá geta einstakir þing- menn reynt að hafa áhrif á það. Stjórnarf lokkarnir hafa sammælst um að skila 500 milljón króna hagnaði af ríkisrekstrinum árið 2014 og því ekki um að ræða að auka fjárveitingu til Landspítalans frá því sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu nema fjármunirnir verði tekn- ir annars staðar frá eða nýjum tekjustofnum bætt við. Það er alþekkt að fjármunir eru færðir á milli liða í meðferð frumvarpsins fyrir Alþingi. Ég kem til með að leggja mitt af mörkum svo rétta megi stöðuna á Land- spítalanum. Heilbrigðisþjónustan er ein af grunnstoðum samfélagsins og hún verður að vera í lagi.“ Vigdís Hauksdóttir Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm hluti1.„Það myndi gefa starfsfólkinu von ef við gætum farið af stað í þá vegferð. Þá er komin leið til að sjá strax árangur en fyrst og fremst leið til að bæta þjónustuna og auka skilvirkni, nýta betur það fjármagn sem við höfum. Þetta allt saman kostar hins vegar eitthvað stofnfé. Það er það sem við þurfum að fá í viðbót við einhverja núlllausn frá Alþingi,“ segir Páll. Alþingi ræður forgangsröðun „Alþingi ræður forgangsröðun á fjárlögum. Okkur finnst algjört grundvallaratriði að tala skýrt og láta tölurnar styðja okkar mál og í raun biðla til Alþingis um það að forgangsraða þannig að við getum hafið þessa vegferð, náð viðspyrn- unni og farið að bæta þjónustu Landspítalans,“ segir hann. Páll segir að verið sé að meta hversu mikið endurskipulagningin myndi kosta. „Við áttum von á að við hefðum aðeins meiri tíma til að vinna þetta því við áttum von á meiri viðspyrnu í fjárlögum. Við höfum til að mynda ekki kynnt þessar hugmyndir markvisst ennþá fyrir starfsmönnum en við erum byrjuð að reikna og vonumst til að vera með gróft kostnaðarmat á þessum nauðsynlegu skipulags- breytingum á næstu vikum,“ segir hann. María Heimisdóttir, fjármála- stjóri Landspítalans tekur undir þetta. „Eitt er töluleg hagræðing. Það sem skiptir hins vegar ekki síður máli eru þau skilaboð sem við sendum starfsfólki okkar, að við séum að færast í átt að betri aðstæðum fyrir sjúklinga,“ segir María. „Þótt grænt ljós kæmi á nýjan spítala í dag yrði hann ekki tilbúinn fyrr en eftir einhver ár. Við myndum því alltaf þurfa að búa við núverandi húsakost í ákveðinn tíma. Það, að fara í þessar skipu- lagsbreytingar, myndi senda skila- boð til starfsfólksins að við séum að undirbúa okkur undir að fara í nýjan spítala. Þá þurfum við að fara með nýja verkferla, nýtt skipulag inn í nýja húsið. Húsið sjálft breytir ekki öllu heldur þurfum við að breyta því hvernig við vinnum. Það er mjög mikilvægt að geta notað þessi ár, fram að nýjum spítala, til að endurskipuleggja starfsemina, gefa okkur þetta nýja svigrúm til að þróa þjónustuna og bæta aðbúnað sjúklinga,“ segir hún. Loforð myndu hjálpa Aðspurður segir Páll að tímasett loforð um nýjan spítala myndu sann- arlega hjálpa til að bæta ástandið en þau myndu ein og sér ekki nægja. „Við þurfum fé svo við getum strax farið í að vinna í endurbótum og breytingum af ýmsu tagi. Ég skil vel að ríkisstjórnin setji sér það að markmiði að skila afgangi af fjár- lögum, við þurfum að ná böndum á ríkisfjármálin en þá stöndum við frammi fyrir nokkrum erfiðum kostum; það þarf að skera niður í ríkisútgjöldum, en þá brýni ég fyrir Alþingi að spyrja sig: hver er skásti kosturinn, þurfum við ekki að vernda Landspítalann og heil- brigðiskerfið, fjöregg þjóðarinnar?“ spyr Páll. „Eitt af því sem McKinsey ráð- gjafarfyrirtækið gerði var að bera saman kostnaðarhlutfall tiltekinna eininga hér miðað við stóru sjúkra- húsin í Svíþjóð, Sahlgrenska og Karolinska, og það kom í ljós að hlutfallslegur kostnaður okkar er um 58 prósent af kostnaði sambæri- legra deilda þar, þannig að við erum að reka spítalann mjög hagkvæmt. Það eru ef til vill 40 ríki í heiminum með almennilegt heilbrigðiskerfi. Önnur velja ef til vill að hafa það ekki eða hafa ekki til þess bolmagn. Nú er stóra spurningin sem ég vil beina til Alþingis: Ætlum við að verja því fé sem þarf til að viðhalda heilbrigðiskerfinu eða ætlum við að gera eitthvað annað?“ spyr Páll. fréttaskýring 27 Helgin 4.-6. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.