Fréttatíminn - 08.06.2012, Qupperneq 6
... er verðhækk-
unin á bensíni
frá áramótum til
dagsins í dag. Verðið
var 228 krónur á
lítra í sjálfsafgreiðslu
30.12.2011 en 249
þann 6.06.2012.
Heimild: FÍB
8,4%
Ásta í formennsku
Ásta Jóhannsdóttir var á dögunum kjörin
formaður samtakanna NFMM, Norrænna
samtaka um rannsóknir á körlum og karl-
mennsku. Ásta hefur
lokið framhaldsnámi
við Félags- og mann-
vísindadeild Háskóla
Íslands og leggur nú
stund á doktorsnám við
sömu deild. Markmið
NFMM, samtaka sem
stofnuð voru í janúar
árið 2009, er að auka
þekkingu og rannsóknir á sviði karlafræða.
Mikilvægur liður í starfsemi samtakanna
er útgáfa NORMA - tímarits á fræðasviði
karla og karlmennsku. Tímaritið er leiðandi
á sviði karlafræða á Norðurlöndum.
Hafa þrjár vikur til að
fjarlægja hjólhýsi
Skipulags- og byggingafulltrúi Hafnarfjarðar-
bæjar hefur gefið húseigendum við Hamrabyggð
7 þrjár vikur til að fjarlægja hjólhýsi sem stendur
fyrir utan húsið, en kvörtun barst frá íbúum
vegna þess á hverfafundi bæjarstjóra í síðasta
mánuði. Ástæða umkvartana var einkum sú
að hjólhýsið truflaði umferð um götuna. Þetta
kemur fram í fundargerð skipulags- og bygg-
ingarfulltrúa. í fundargerðinni er vísað til 20.
greinar lögreglusamþykktar bæjarins. -óhþ
Málþing um heilsu á
Landsmóti
Málþing undir yfirskriftinni Bætt
heilsa, betra líf – hvað þarf til?, verður
haldið í tengslum við 2. Landsmót
UMFÍ 50+ sem fram fer um helgina
í Mosfellsbæ. Málþingið fer fram í
hátíðarsal Varmárskóla í dag og hefst
klukkan 13 og er á vegum Heilsuvinjar
í Mosfellsbæ, sem er klasi aðila í
heilsutengdri þjónustu í Mosfellsbæ.
Geir Gunnlaugsson landæknir setur
málþingið en fluttir verða ellefu
fyrirlestrar sem hver um sig stendur
yfir í 15 mínútur. Fyrirlestrarnir verða
um flest sem viðkemur heilsu svo
sem; hreyfingu, næringu og andlega
heilsu. -sda
Ásta Jóhanns-
dóttir
N ú átta árum eftir fyrstu og reglu-legar umkvartanir leikskóla-kennara við leikskólann Dal
í Kópavogi vegna of margra barna, of
mikils hávaða og flóðlýsingar hyggjast
bæjaryfirvöld „leita lausna“ við kvört-
unum. Þau stefna á að laga lýsingu og
minnka hávaðann. Börnunum verður
þó ekki fækkað úr 94 í 87 eins og leik-
skólastjórinn fer fram á. Leikskólanefnd
bæjarins barst fyrsta skriflega kvört-
unin í mars 2004, svo í apríl 2007, loks
tvisvar 2010 og nú í apríl 2012.
„Það stríðir gegn lögunum að það sé
gripið fram fyrir hendurnar á leikskóla-
stjórum af pólitíkusum hvað varðar
ákvarðanir um fjölda barna,“ segir
Ingibjörg Kristleifsdóttir, talsmaður
leikskólastjórnenda. „Það er hrikalega
erfitt að neita börnum um leikskólavist
en það má samt ekki bjóða þeim upp á
umhverfi sem getur í versta falli verið
skaðlegt heilsu þeirra og þroska,“ segir
Ingibjörg og telur brýnt að leikskóla-
stjórnendur, kennarar og ekki síst for-
eldra standi vörð um aðbúnað barna í
leikskólum.
Hún bendir á að með breyttum reglu-
gerðum, þar sem hætt var að miða við
ákveðinn fermetrafjölda á barn, hafi
það verið markmiðið að bæta starfsum-
hverfi þeirra og fullorðinna í leikskólum
landsins. „Það er enginn betur til þess
fallinn að meta hver fjöldi barna á að
vera en leikskólastjóri í samráði við sitt
samstarfsfólk.“ Hún segir Samband ís-
lenskra sveitarfélaga sammála leikskóla-
stjórnendum í þeirri túlkun.
Í bréfi leikskólastjórans, Sóleyjar
Gyðu Jörundsdóttur, segir að undanfar-
in ár hafi bæði börn og starfsmenn glímt
við tíð veikindi og telur hún hluta skýr-
ingarinnar mega rekja til þess að þau
séu í samskiptum við of marga á hverj-
um degi. Börnin verji löngum skóla-
dögum í erilsömu umhverfi þar sem
foreldrar vinni flestir fulla vinnu. Þeir fái
upphaflega ekki fulla vistun fyrir börnin
en sæki strax og plássið er fengið um
framlengingu á vistuninni – jafnvel áður
en börnin mæta í fyrsta sinn.
Í samtali við Fréttatímann segir Sóley
að hún hafi öll árin fengið svör við bréf-
um sínum en alltaf á þann veg að ekki
sé hægt að verða við beiðnum hennar.
„Hvað get ég gert?“ Hún bendir á að
fyrir kreppu hafi ekki verið mannskapur
í framkvæmdirnar en eftir kreppu ekk-
ert fé. Staða bæjarins sé slæm, því hann
geti ekki leyft sér að neita börnum um
leikskólavist: „Kannski verður hægt
að fækka á næsta ári.“ Starfsmennirnir
hafi sjálfir teppalagt veggi og skrúfi
aðra hvora peru úr ljósastæðum til að
minnka áreitið.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
LeikskóLar Fyrst Nú brugðist við kvörtuNum stjórNeNda
„Það stríðir
gegn lög-
unum að það
sé tekið fram
fyrir hend-
urnar á leik-
skólastjórum
af pólitíkinni
hvað varðar
ákvarðanir
um fjölda
barna.“
Kvörtuðu í átta ár án úrbóta
Þrátt fyrir átta ára kvartanir leikskólakennara við Dal í Kópavogi vegna hávaða, fjölda barna og
sífelldra veikinda hefur ekki verið gripið til aðgerða. Bæjaryfirvöld ætla í sumar „að leita leiða“ til
að lappa upp á lýsingu og laga hljóðeinangrun á leikskólanum en vilja ekki fækka börnum. „Það
stríðir gegn lögum,“ segir talsmaður leikskólastjórnenda.
Börnin í leikskólanum Dal á miðvikudag. Hávaði og flóðlýsing hefur truflað starfsemina og leikskólastjórinn telur bæði börnin
og starfsmenn glíma við tíð veikindi vegna þrengsla. Ljósmynd/Hari
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
Tilboðsverð:
23.900 kr. stgr.
(fullt verð: 28.900 kr.)
Ryksuga
VS 06G2001
Kröftug 2000 W ryksuga
með 4 lítra slitsterkum poka.
Vinnuradíus 10 metrar.
17juni.is
Skemmtun fyrir alla fjölskylduna -17juni.is
67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 25 – 80 ára
á höfuðborgarsvæðinu.
Capacent okt.-des. 2011
6 fréttir Helgin 8.-10. júní 2012