Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.06.2012, Page 8

Fréttatíminn - 08.06.2012, Page 8
Gistinóttum fjölgar um fjórðung Gistinóttum Íslendinga á íslenskum hótelum í apríl fækkaði um 8 prósent milli ára samkvæmt upp- lýsingum frá Hagstofu Ís- lands. Á sama tíma fjölgaði gistinóttum útlendinga hins vegar um 17 prósent. Á fyrsta ársfjórðungi fjölgaði gistinóttum um fjórðung miðað við sama tímabil í fyrra og voru um 430 þúsund. Gistinóttum erlendra gesta hefur fjölgað um 32 prósent samanborið við fyrsta ársþriðjung árið 2011 en gistinóttum Ís- lendinga hefur fjölgað um 10 prósent. Gistinóttum í apríl fjölgaði á milli ára á höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi. Í öðrum lands- hlutum fækkaði gistinóttum milli ára, mest á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða eða um tæpan fjórðung. Engin bók um Annþór Sena hefur ákveðið að hætta við útgáfu á ævisögu síbrota- mannsins Annþórs Kristjáns Karlssonar sem fjölmiðlamaður- inn Sölvi Tryggvason hugðist skrifa. Þetta var ákveðið eftir að Annþór var ákærður fyrir stórhættulega líkamsárás og frelsissviptingu fyrir skömmu. Auk þess leikur grunur á að hann hafi átt þátt í dauða eins fanga á Litla-Hrauni fyrir skömmu. „Það var lagt upp með að hann væri á beinu brautinni en þá fórum við að heyra að svo væri ekki. Við ræddum við höfundinn og var það sameiginleg ákvörðun að hætta við útgáfu,“ segir Jón Þór Eyjólfsson hjá Senu, í samtali við Fréttatímann. -óhþ Einar Boom laus úr haldi Einar Boom Marteinsson, fyrrver- andi leiðtogi Hells Angels, er nú laus úr haldi eftir rúmlega fimm mánaða gæsluvarðhald. Einar Ingi bíður dóms ásamt fjórum öðrum vegna ákæru um nauðgun og stórhættulega líkamsárás á ungri stúlku í Hafnarfirði undir lok síðasta árs. Eftir því sem næst verður komist mun dómur verða kveðinn upp í málinu á næstu tveimur vikum. Á meðan Einar var í gæsluvarðhaldinu var hann sviptur leiðtogastöðunni hjá mótorhjólasamtökunum Hells Angels. -óhþ V ið ætlum okkur að byggja upp ís-lenska framleiðslu,“ segir Ágúst Þ. Eiríksson, eigandi Icewear. Fyrir- tækið er í mikilli sókn en Icewear og Vík- urprjón sameinuðust í mars síðastliðnum. Fyrirtækið fagnaði fjörutíu ára afmæli í liðnum mánuði en Drífa, eitt elsta ullar- fyrirtæki landsins, var stofnað á Hvamms- tanga árið 1972. Í upphafi sérhæfði fyrir- tækið sig í að framleiða jakka og peysur úr íslenskri ull, vann að því, er Ágúst segir, fyrir Álfoss og Hildu á þeim tíma en framleiðslan hefur þróast á liðnum árum yfir alhliða útivistarlínu. Ágúst segir að Icewear hafi hætt fram- leiðslu á Íslandi árið 2003 og flutt þá starf- semi til Kína og Litháen. Með kaupunum á Víkurprjóni sé fyrirtækið aftur komið í framleiðslu hérlendis. Í Vík í Mýrdal er fyrirtækið með 18 manns í vinnu, en þar eru framleiddar peysur, sokkar og fleira. Víkurprjón er annars vegar prjóna- stofa þar sem vélprjónaðar eru peysur, sokkar og fleira. Þar er einnig saumastofa auk þess sem stór verslun er á staðnum, einkum fyrir ferðamenn. Þá hefur Vík- urprjón keypt handprjónaðar peysur af íslenskum handprjónakonum en um 130 konur um land allt koma með handprjón- aðar peysur og selja í verslunum Icewear sem eru þrjár; í Bankastræti og Suður- hrauni, auk fyrrnefndrar verslunar í Vík, „alvöru handprjónaðar íslenskar peysur,“ segir Ágúst. „Við erum síðan að bæta við nýrri saumastofu á Suðurnesjum, í Ásbrú á Keflavíkurvelli. Þar verða til um tíu árs- verk. Við höfum fulla trú á því að það sé hentugt að framleiða á Íslandi, ásamt því að framleiða ytra. Við höfum áhuga á að byggja upp iðnað hér, fyrirtækið hefur vaxið og dafnað enda eru flestar verslanir hér með okkar vöru,“ segir Ágúst. Hann bætir því við að starfsmannafjöldi Icewear í heild nálgist nú fimmtíu manns. Mikið er lagt upp úr því að hönnuðir fyrirtækisins hanni glæsilegan fatnað úr nýstárlegum efnum og fylgi tískustraum- um. Verði er stillt í hóf svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fyrirtækið er enn fremur með viða- mikla starfsemi í Noreg. „Við eigum vöru- merkið Norwear og okkar vörum er dreift um allan Noreg, í á annað hundrað versl- anir, meðal annars á flugvöllinn,“ segir Ágúst. Ágúst hefur langa reynslu í þessum rekstri, eða frá árinu 1984. Fyrirtæki hans sameinaðist Drífu árið 1993. „Þetta gengur mjög vel,“ segir hann, „fyrirtækið hefur vaxið og við höfum ákveðið að efla íslenska framleiðslu. Viðskiptavinir okkar eru jafnt innlendir sem erlendir.“ -jh  Icewear Fjörutíu ára aFmælI Fagnað Við höfum áhuga á að byggja upp iðnað hér. Ætlum okkur að byggja upp íslenska framleiðslu Með kaupum Icewear á Víkurpr- jóni nýverið er stefnan sett á aukna innlenda framleiðslu. Prjóna- og saumastofa er í Vík í Mýrdal og bætt verður við nýrri sauma- stofu á Suður- nesjum. Ágúst Þ. Eiríksson, eig- andi Icewear. Með sam- einingunni við Víkurprjón var stefnan sett á að efla íslenska framleiðslu. Ljósmynd Hari Meðaleyðsla aðeins 3,8 lítrar á hverja 100 km** www.volkswagen.is Sparnaðarráð frá Þýskalandi Volkswagen Golf BlueMotion Komdu og reynsluaktu Volkswagen Golf ** Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum Volkswagen Golf BlueMotion 1.6 A uk ab ún að ur á m yn d: 1 8” á lfe lg ur Golf kostar aðeins frá 3.390.000 kr. Sigurvegari í sparakstri * * Volkswagen Golf var sigurvegari í árlegri sparaksturskeppni Atlantsolíu 2012, í flokki dísilbíla 1.4-1.6 cc. Íslendingar í úrslitum tölvuleikjakeppni Radiant, hópur tölvunarfræðinemenda í Háskólanum í Reykjavík, er kominn í tíu liða úrslit Imagine-keppninnar sem haldin er af Microsoft er sú stærsta sinnar tegundar heiminum. Nemendurnur hafa hannað tölvuleikinn Robert́ s Quest um orkunotkun og umhverfismál en í keppninni leggja tölvunarfræðinemar hvaðanæva að úr heim- inum fram hugmyndir sínar, en samkvæmt forskrift keppninnar eiga liðin að nota tækni- lausnir til að takast á við þau stóru vandamál sem að heiminum steðja. Í hópnum eru Axel Örn Sigurðsson, Guðmundur Valur Viðarsson, Haukur Steinn Logason og Sveinn Fannar Kristjánsson. -óhþ 8 fréttir Helgin 8.-10. júní 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.