Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.06.2012, Qupperneq 28

Fréttatíminn - 08.06.2012, Qupperneq 28
Þ ann 22. júlí sprakk sprengja í stjórnarráðshverf-inu í Osló. Það tók langan tíma – alltof langan – að tengja að þar var sami maður að verki og þá var kominn til Úteyjar til að myrða ungmennin í Verka- mannaflokknum. Í landi biðu faðir Siri, Erik, þekktur blaðamaður, móðirin Berit og litla systir Thea, sextán ára, milli von- ar og ótta. Engar fréttir bárust frá elstu dótturinni Siri; enginn vissi hvort hún væri lífs eða liðin. Engan óraði fyrir þeirri hatrömmu baráttu sem unga fólkið háði upp á líf og dauða í þess orðs fyllstu merkingu. Með bros á vör skaut Anders Behring Breikvik á hvert ungmenn- anna á fætur öður, allt niður í ellefu ára börn. Sigraði „Fjall hins illa anda“ – Kilimanjaro Núna, tæpu ári síðar, eru feðginin Siri og Erik á leið til Íslands að kynna bók sína „Ég er á lífi pabbi“. Bók sem ekki aðeins lýsir aðförum þessa manns, hvers nafn Siri getur ekki tekið sér í munn, heldur einstökum bar- áttuvilja, skipulagi, æðruleysi og von í huga tvítugrar stúlku. Bókin lýsir jafnframt einlægu sambandi dóttur og föður og hún er í raun að miklu leyti sjálfshjálparbók – hvernig hægt er að sigrast á hinu illa og halda lífinu áfram. Það gerði fjölskyldan meðal annars með því að ganga að gíg Kilimajaro fjallsins í Tansaníu – fjalls, sem ættbálkur sem býr Kenýamegin fjallsins segir að þýði „Fjall hins illa anda“. „Þegar bókaútgefandi í Noregi bað okkur síðla í júlí- mánuði í fyrra að skrifa bók um þennan atburð þurfti ég að hugsa mig vel um og ræða málin við pabba,“ segir Siri. Hún er falleg stúlka, með þykkt, ljóst hár, hörku- dugleg og komin til náms í Essex í Bretlandi, þegar margir sem lent hefðu í slíkum hörmungunum hefðu kannski frekar valið að halda sig á heimaslóðum. En Siri er ákveðin í að láta ekkert buga sig. Bók sem þarf að lesa núna, eftir eitt ár, tíu ár, hundrað ár. „Ég spurði mig þeirra spurninga hvort það væri rétt af mér að skrifa um þetta bók, hvort ég yfirleitt gæti það og hvort það væri ekki alltof snemmt. Niðurstaðan varð sú sem nú hefur litið dagsins ljós: Ég ákvað að skrifa bók. Mér fannst mikilvægt að geta sagt eina þeirra fjölmörgu frásagna sem við, sem vorum í Útey, höfðum upplifað þennan dökka dag í júlí. Mér fannst mikilvægt að hver rödd og hver saga frá eyjunni teldist svo mikil- væg að henni yrði að að deila með öðrum. Mér finnst frásagnir allra þeirra sem lifðu af og fólk sem þeim tengdust, sem og þeirra sem létust, vera mikilvægar; að fólk öðlist skilning á því hvernig var að upplifa þetta. Hvernig þetta var og hvernig við brugðumst við aðstæð- um sem komu án nokkurs fyrirvara. Það er ekki aðeins mikilvægt að lesa þessa sögu núna, heldur líka eftir eitt ár, tíu ár, jafnvel eitt hundrað ár.“ Hún segir að stærsta von hennar sé sú að þeir sem lesi bókina skilji betur hvaða áhrif sá hryllingur sem sá sem átti sér stað í Útey hafi á fólk og á þjóðfélagið sem heild: „Ég vona að fólk geti brugðið upp spegilmynd af því sem gerðist og upplifað hvað gerðist og hversu mikil- vægt það er að vernda og berjast fyrir því lýðræði og þeim gildum sem við byggjum samfélag okkar á. En ég vona líka að fólk muni læra eitthvað um það hvernig hægt er lifa áfram eftir sársaukafulla lífsreynslu. Sem betur fer upplifa fáir fjöldamorð, en allir fá sinn skammt af sársaukafullri reynslu á einn hátt eða annan, til dæm- is ef náinn ættingi eða einhver sem við elskum deyr.“ „Ég er á lífi pabbi“ Þann 21 . júlí 2011 keppti Siri Marie Seim S¢nstelie, ásamt félögum sínum í ungliða hreyf­ ingu norska Verkamannaflokksins, í fótbolta á hinni fallegu Útey. Um kvöldið sátu þau og spiluðu á spil – og það var á þeirri stundu sem Siri skildi hvað átt hafði verið með þau fengju að upplifa fallegasta ævintýri sumarsins, finna til hinnar sérstöku Úteyjartilfinningar og hvað það var að vera í Paradís. Engan óraði fyrir því að tæpum sólarhring síðar yrði staðan sú að fjöldi þessara ungmenna yrði myrtir með köldu blóði. Siri Marie hefur, ásamt föður sínum Erik S¢nstelie, skrifað bókina „Ég er á lífi pabbi“ og er Ísland þriðja landið sem gefur bókina út. Hluti söluhagnaðar mun renna til fjölskyldna þeirra ungmenna sem myrt voru með á sumar­ degi í fyrra. Feðginin sögðu Önnu Kristine af upplifuninni af fjöldamorðunum; einstöku sambandi föður og dóttur og hvernig lífið hefur haldið áfram eftir þennan örlagaríka dag. Farin að sofa betur og matraðirnar hættar Hvernig líður þér núna eftir þetta tæpa ár, finnst þér þú náð fullum kröftum aftur og tökum á lífinu? „Ef ég á að vera alveg heiðarleg þá finnst mér líf mitt loksins farið að verða „eðlilegt“ á nýjan leik. Ég er farin að njóta lífsins og er stolt af mér að hafa náð að taka öll prófin á þessu vori. Vissulega hafa áhrifin frá 22. júlí haft áhrif á einbeitinguna. Það hefur oft á tíðum verið erfitt, en það er gott að geta sagt að ég hafi náð að ljúka fyrsta ári mínu í háskóla. Vissulega koma erfiðar stundir. Mér líður stundum illa, en oftast vel. Loksins núna er ég farin að sofa betur en áður og í fyrsta skipti í tíu mánuði fæ ég ekki martraðir lengur og mér finnst allt stefna í rétta átt. Nú stefni ég að því að njóta sumarsins með vinum og fjölskyldu minni.“ Þegar ég bið þau að segja mér frá lífi sínu fyrir þennan skelfilega dag, er það Erik sem hefur orðið: „Fyrir þann dag vorum við frekar venjuleg norsk fjölskylda, myndi ég segja,“ segir hann. „Við unnum mikið. Berit kona mín, móðir Siri, er gjörgæsluhjúkrunarfræðingur og nálarstungu- fræðingur og ég starfaði sem verkefnastjóri hjá fjölmiðlasamsteypunni Shibsted á Norðurlönd- unum. En við elskuðum líka að verja tíma saman með stelpunum okkar, fjölskyldu og vinum. Við ferðuðumst mikið um heiminn og um Evrópu. Aðeins viku eftir fjöldamorðin í Útey höfðum við ráðgert að fara til Afríku og klífa Kilimanjaro-fjall- ið, sem við og gerðum.“ Fyrsta barnið fæddist andvana Erik segir af fæðingu Siri og hvernig sú tilfinning var. „Ári áður en Siri fæddist misstum við hjónin fyrsta barn okkar í fæðingu. En allir foreldrar geta sett sig í okkar spor þann dag sem við fengum Siri í fangið. Það var dagur mikillar hamingju. Ég gleymi aldrei þegar ég sat með þetta litla barn í fanginu og sagði henni frá fjölskyldunni, frá heimilinu sem hún myndi eignast og til hvernig lífs hún væri fædd. Þegar Siri var eins árs varði ég mánuði heima með henni, eins og flestir norrænir feður gera núna. Það var stórkostlegt og gaf okkur báðum góða byrjun á að kynnast vel. Ég held að við Siri höfum bundist þeim sterku böndum sem við eigum enn, einmitt á þessum fyrstu árum hennar. Við elskuðum að leika okkur saman og skemmtum okkur vel þegar hún var á barnsaldri. Þessi ár tel ég mikilvæga þróun yfir í þá vináttu og þau tengsl sem við eigum enn.“ Alltaf verið pabbastelpa Það er ljóst af lestri bókarinnar að á milli ykkar er eitthvert órjúfanlegt band ástar, vináttu og virð- ingar. Hvað eigið þið sameiginlegt og hvað ekki? „Eg hef alltaf verið pabbastelpa,” segir Siri og brosir. „Fólk segir að við séum lík í framkomu og deilum sömu áhugamálum. Við höfum bæði áhuga á félagsvísindum og stjórnmálum, sem hafa leitt til margra fróðlegra og skemmtilegra samræðna gegnum árin. Það sem við eigum kannski ekki sameiginlegt er áhugi á þjálfun. Ekki einu sinni Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is Loksins núna er ég farin að sofa betur og í fyrsta skipti í tíu mánuði fæ ég ekki martraðir lengur og mér finnst allt stefna í rétta átt. Framhald á næstu opnu Ég ætla ekki að eyða orkunni í að hugsa til hans. Hann er ekki þess virði. 28 viðtal Helgin 8.­10. júní 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.