Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.06.2012, Qupperneq 30

Fréttatíminn - 08.06.2012, Qupperneq 30
Við fjármögnum ferðavagninn þinn Ergo vill aðstoða þig við að eignast ferðavagn Þú finnur draumavagninn þinn og sendir okkur nánari upplýsingar. Saman finnum við svo réttu lausnina til að aðstoða þig við fjármögnunina. Útilegukort fylgja öllum ferðavagnalánum til 15. júní en með kortinu hefur þú aðgang að 44 tjaldsvæðum um land allt. Kynntu þér málið nánar á ergo.is sími 440 4400 > www.ergo.is „Nei, í rauninni var ég öruggari þar en víðast hvar annars staðar í heiminum. Í New York hefur miklum peningum verið varið í löggæslu og borgaryfirvöld vilja fleiri lögreglu- menn út á göturnar í varnarskyni til að minnka glæpatíðni. Það hefur gefið góðan árangur. Ég var í New York daginn sem Osama bin Laden var drepinn og varð ekkert óttaslegin – fyrir utan þegar ein sprengjuhótun barst í neðanjarðarlestarnar. Lög- reglan gerði allt sem í hennar valdi stóð, þyrlur flugu um himininn og allt virtist mjög öruggt. Og ég held að ef einhverjir haldi að sumar borgir frekar en aðrar séu meiri glæpaborg- ir, þá tel ég það ekki vera svo. Óttinn er það versta sem við getum komið okkur í. Við þurfum að vera viðbúin og vita af hættum þar sem trúlegt er að þær leynist.“ En Erik, voruð þið Berit aldrei hrædd um Siri í New York? „Við höfðum nokkrar áhyggjur, en vorum aldrei beinlínis hrædd um hana. Siri bjó þar með nokkrum norskum stúlkum sem hún þekkti. Við vorum viss um að þær önnuðust hver aðra og ég treysti Siri til að bera ábyrgð á sjálfri sér. Sem foreldrar vor- um við glöð að hún skyldi fá tækifæri til að fara til náms í útlöndum, það gaf henni tækifæri til að verða sjálfstæð- ari og sjá heiminn frá öðru sjónar- horni, sem við vissum að væri gott fyrir hana. Við studdum hana í að fara til New York. Fjölskyldan hafði verið þar ári áður í fríi og við upplifðum hversu heilluð Siri var af borginni. En auðvitað hafa allir foreldrar einhverj- ar áhyggjur af börnum sínum og láta sér annt um þau. Við erum ekkert frá- brugðin öðrum foreldrum. Sem betur fer gátum við talað saman á „Skype“ í tölvunni og töluðum saman nánast á hverjum degi. Við sáum að hún hafði unun af náminu sínu, var ánægð með íbúðina og hvar hún var stödd í lífinu á þeim tímapunkti. Á öruggasta stað í heimi: Útey Svo kemur hún heim og fer í það sem kallast „fallegasta ævintýri sumars- ins” – á „öruggasta stað í heimi – á stað sem bæði hún og fjölskyldan hafið talið 100 prósent öruggan. „Við Berit studdum bæði Siri í að fara í Útey,” svarar Erik, „Þrátt fyrir að hvorugt okkar hefði verið í ungmennahreyfingu Verkamanna- flokksins, vissum við að sú goðsögn sem fylgdi sumarbúðunum myndi gefa Siri mikið. Við sáum að hún var spennt fyrir því að læra meira um stjórnmál, að taka sínar eigin, sjálf- stæðu ákvarðanir, eignast nýja vini – og að sjálfsögðu datt okkur aldrei í hug að eitthvað hættulegt gæti gerst á þessari friðsælu eyju. Daginn fyrir hörmungarnar hringdi hún heim og var svo hamingjusöm og hafði fengið mikinn innblástur, sérstaklega í um- ræðum um deilurnar í Mið-Austur- löndum, sem norski forsætisráðherr- ann hafði tekið þátt í.” Og Siri svarar spurningunni um hvernig hafi verið að upplifa það að búast við að fara á stað þar sem draumar hennar myndu rætast – en raunveruleikinn hafi því miður orðið allt annar. Reyndirðu á einhverjum tímapunkti að útiloka úr huga þínum hvað í rauninni var að gerast? „Meðan ég var í felum held ég að heilinn í mér hafi reynt að útiloka hvað var að gerast. Stuttu síðar varð ég mjög þreytt og vildi bara sofna svo ég þyrfti ekki að heyra skothríðina. Engu að síður tókst mér að halda einbeitingunni og leyfði mér ekki að sofna, því ég var hrædd um að frjósa til dauða – ef ég yrði þá ekki fyrir byssukúlum. Ég man ekki hvort ég hugsaði um góðu dagana tvo þarna á undan þar sem ég lá í felum. Ég einbeitti mér að því að hugsa um fjölskyldu mína og vini og hvort ég myndi sjá þau aftur. Auðvitað er erfitt að lifa með því. Að lifa með öllum viðbrögðunum og reynslunni sem fylgir mér frá þessum degi hefur verið mjög erfitt í níu, tíu mánuði. Mér hefur reynst mikilvægt að hugsa vel um sjálfa mig og muna allar fallegu minningarnar frá Útey. Dagarnir tveir fyrir fjöldamorðin eru tveir fallegustu og bestu dagar lífs míns. Sérstaklega fimmtudagurinn 21.júlí, sem var sólríkur dagur, fullur af hamingju, hlátri, ást, vináttu og stjórnmálaumræðu. Það besta sem ég get gert núna er að muna þessa góðu atburði og góðu stundirnar sem við áttum öll saman. Þeir sem lifðu af og þeir sem gerðu það ekki. Breytingar á viðhorfum til lífsins Hefur þetta breytt þér á einhvern hátt – til dæmis á þann veg að þú þorir ekki lengur að hlakka til einhvers af ótta við eitthvað verði til að eyðileggja þann dag eða viðburð? „Það er freistandi að svara þessari spurningu neitandi,“ svarar hún. „Það væri hins vegar ekki satt. Þessir atburðir hafa breytt mér. Ég er þakk- látari fyrir lífið og allt það sem lífið færir mér. Þessa síðustu mánuði hefur verið erfitt að takast á við lífið, með öll þau viðbrögð sem fylgja mér og minningarnar frá þessum degi, svo það hefur auðvitað verið erfitt að hlakka til einhvers eins og fyrr. Ef eftir því sem lengra líður frá þessum júlídegi tekst mér stöðugt betur að ráða við viðbrögð mín og það verður stöðugt auðveldara að njóta þess sem lífið býður upp á og hlakka til ein- hvers sem ég á í vændum“ Hér tekur Erik við: „Siri hefur breyst. Hún umvefur lífið meira en fyrr og minnir okkur í fjölskyldunni á og það skiptir miklu máli. En það er rétt, að hún hefur gengið í gegnum margt. Í marga mán- uði gat hún varla sofið, á hverri nóttu dreymdi hana að verið væri að myrða hana. Hún var með samviskubit yfir að hafa haldið lífi og að hafa ekki gert meira til að reyna að bjarga fleirum á eyjunni. Hún hefur líka endurupplifað atburðina og átt erfitt með að vera þar sem er hávaði sem getur minnt hana á vopn eða byssuskot. Þegar hún fór í háskólann í haust, valdi hún sér ósjálfrátt sæti næst neyðarútgangi og í öðrum sal nærri glugga. Hún hefur heldur ekki notið hins eðlilega lífs háskólanema eins og hún gerði áður – að fara á böll og njóta þess að vera með vinum sínum um helgar.” „Mundu að dóttir þín var í Útey” Siri, ertu alltaf á „vaktinni” – alltaf hrædd um að eitthvað slæmt geti þótt pabbi hafi verið betri en ég á keppnisvöllum á síðustu árum. En ég hef verið mjög náin báðum for- eldrum mínum. Ég elska fjölskyldu mína og finnst fátt skemmtilegra en vera með þeim. Það er líka hluti af uppeldi mínu og lífinu. Ástæðan fyrir því að ég hringdi fyrst af öllum í pabba, hafði í raun ekkert með það að gera að ég elskaði hann meira en mömmu. Það var bara tilviljun að númerið hans pabba var það númer sem ég hafði síðast hringt í áður en ósköpin dundu yfir. Það að ég skyldi hringja í pabba tvisvar var sú, að í fyrra símtalinu vildi ég full- vissa mig um að það væri í lagi með hann eftir sprengjuárásina í Osló. Mamma var í vinnunni þennan dag, hafði mikið að gera við að bjarga fórnarlömbum sprengingarinnar í stjórnarráðshverfinu. Mér hefur líklega fundist réttara að hringja í pabba um leið og ég gerði mér grein fyrir að skothríð væri hafin í Útey. Eðlishvötin stýrði öllu sem ég gerði á Útey. Betri svörum bý ég bara ekki yfir þetta” Hafið þið einhvern tíma orðið ósammála feðginin, rifist jafnvel? Yfir hverju þá helst? „Að sjálfsögðu höfum verið orðið ósammála og rifist aðeins,” svara þau bæði. „Við erum jú þrátt fyrir allt bara ósköp venjuleg fjölskyldu og það geta ekki allir alltaf verið sammála – eða hvað?! Annað væri óheilbrigt teljum við. Meira að segja eftir 22. júlí í fyrra höfum verið verið ósammála, þótt svo gæti virst að við skildum hvort annað betur nú eftir að hafa upplifað hvað lífið getur snúist á hvolf á engri stundu og það sé ekki sjálfgefið að við höfum þá sem við elskum hjá okkur öllum stundum. En við ítrekum, að við erum bara venjulegt fólk. Það að vera ósammála getur snúist um allt milli himins og jarðar. Hver eigi að keyra út í búð, á æfingar, ákvarð- anir sem við þurfum að taka og svo framvegis.” Örugg í New York – hættan beið beima Siri, áður en þú fórst í Útey í fyrra, hafðirðu dvalið einn vetur í New York, í stórborg þar sem glæpir eru mjög algengir. Varstu aldrei hrædd þar? Holan í klettaveggnum sem Siri faldi sig í þegar Anders Behring Breivik kom að klettasyllunni. Hann heyrði í hópi ungmenna fyrir aftan sig – sneri sér við og myrti þau öll. Siri var í beinni skotlínu við Ástarstíginn. Það kvaldi hana í lengi hvers vegna hún fékk að lifa meðan aðrir létu lífið. 30 viðtal Helgin 8.-10. júní 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.