Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.06.2012, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 08.06.2012, Qupperneq 34
2 EM í fótbolta Helgin 8.-10. júní 2012 1 Þýskaland. Yngsta liðið í keppninni ár, spái því að þeir mæti Hollendingum í úrslitum. 2 Klaas Jan Huntelaar, Hollandi. Hollendingar stormuðu í gegnum undankeppnina með þennan mann markahæstan. Stærsta spurningin er reyndar hversu mikið hann fær að koma inn á enda samkeppnin við van Persie hörð. 3 Toni Kroos, Þýskalandi. Lykil-maður í þýska liðinu þrátt fyrir ungan aldur. 4 Portúgal. Einhver þarf að detta út í dauðariðlinum og ég spái því að það verði Portúgal. 5 Cristiano Ronaldo, Portúgal. Ronaldo er frábær íþrótta- maður, auðvitað eru mestar líkur á að hann standi sig með stakri prýði en ef eitt- hvað klikkar hjá mönnum eins og honum þá er alltaf tekið eftir því. Hverjir vinna EM? 1 Holland. Spánn og Þýskaland eru sigurstrangleg en þetta er meira von og hjarta sem segja að sóknarleikur Hollands verði í topplagi með Van Persie og Robben. Það er að segja ef þeir fara ekki í fýlu eins og venjulega. 2 Þetta hangir saman, þá að sigurliðið sé með marka- kónginn og ég ætla að tippa á að Robin Van Persie haldi áfram að vera heitur og þá markakóngur. 3 Oxlade-Chamberlain á möguleika ef hann dettur inn í enska landsliðið. Hann er týpa sem getur stimplað sig inn. Svo hefði Alan Dzagoev hjá Rússum getað komið sterkur ef hann væri ekki meiddur. 4 England. Það eru alltaf til staðar væntingar sem þeir standa ekki undir. Þeir þola ekki að missa Cahill en meiðslin hjá Lampard einfalda lífið hjá Hodgson. Öll liðin geta farið áfram í í D-riðlinum, hann er sá opnasti. 5 Cristiano Ronaldo er með stimipilinn lang- næstbesti leikmaður heims og mér finnst hann ekki vera týpan til að breyta því á þessu móti. Portúgalar munu spila mjög erfiða leiki. RíkhaRðuR Daðason, sérfræðingur RÚV um EM Eftirfarandi spurningar voru lagðar fyrir spekingana sex. 1. Hvaða þjóð verður Evrópumeistari? 2. Hver verður markakóngur keppninnar? 3. Hvaða leikmaður skýst upp á stjörnuhimininn í keppninni? 4. Hvaða þjóð veldur mestum vonbrigðum? 5. Hvaða leikmaður stendur ekki undir væntingum? ÞóRiR snæR siguRjónsson, kvikmyndafram- leiðandi 1 Það er líklegast Spánn þó ég ætli að setja Rússland sem hinn óvæntan hest í það sæti. 2 Það verður Robin Van Persie 3 Yann M’Vila hjá Frakklandi. Hann fer að springa út og verður svo seldur til toppliðs eftir mót. 4 England – enn og aftur 5 Franck Ribery hjá Frökk- um. VilhjálmuR hans Vil- hjálmsson, lögmaður 1 Ítalía, einfaldlega lang bestir ... og flottastir. 2 Balotelli, mætir úthvíldur til leiks og klárar dæmið fyrir „Gli Azzurri“. 3 Sebastian Giovinco eða Formica Atomica; springur út á alþjóðavettvangi eftir frábært tímabil á Ítalíu. 4 England, það eru alltaf gerðar óraunhæfar væntingar til enska liðsins og alltaf veldur það vonbrigðum. Þegar leikmannahópurinn er skoðaður kemur í ljós að hann er einfaldlega ekki nægilega sterkur fyrir keppnina. Afleiðingin, enn ein vonbrigðin. 5 Ronaldo. maRgRét láRa Við- aRsDóttiR, knattspyrnukona 1 Ég er hrædd um að Þjóðverjar vinni þetta. Held smá með þeim. Þeir eru hungraðir, ekki sérstakir í undirbúningsleikjunum en koma sterkir inn í keppnina. 2 Zlatan verður markahæstur. Er í miklu uppáhaldi og hefur hrokann í það. 3 Mig langar að Fernando Torres verði marka- kóngur. Allir eru farnir að vorkenna honum – bæði vinir og óvinir Spánverja. Hann kemur með aðra endurkomu. 4 Ég held að Spánn valdi vonbrigðum. Fara upp úr riðlinum en ná ekki að uppfylla kröfur um sigur. Detta út í 8-liða úrslitum. 5 Wayne Rooney gæti klúðrað þessu. Mig langar ekki að það gerist en hárið gæti flækst fyrir honum. katRín júlíusDóttiR, ráðherra 1 Þýskaland. Þeir eru með dúndurgott lið sem hefur verið að spila mjög vel saman. Þeir töpuðu ekki leik í undan- keppninni og Neuer mun verja markið þannig að erfitt verður að skora hjá þeim. Hið eina sem ég hef áhyggjur af er að Bæjararnir verði blúsaðir en við vonum að þeir verði komnir yfir þetta. 2 Margir hafa spáð Gomez en ég er ekki sannfærð. Hann er lík- legur. Strákurinn minn heldur upp á Portúgal og kannski er Ronaldo að fara að gera góða hluti. 3 Manuel Neuer á eftir að verða maður keppninnar. Hann á eftir vera mjög mikið í sviðs- ljósinu. 4 Englendingar eina ferðina enn. Undirbúningurinn hefur verið tætingslegur og þeir hafa heldur ekki gert góða hluti á undanförnum mótum og það er ekki að fara breytast. Úkraínumenn gætu líka orðið fyrir vonbrigðum með sína menn. 5 Liverpool-leik-mennirnir í enska landsliðinu. Alltof margir Púlarar í einu liði. Pawel BaRtozsek, stærðfræðingur Fréttatíminn fékk sex ein- staklinga úr ólíkum áttum, sem þó eiga sameiginlegan mikinn áhuga á fótbolta, til að spá í spilin fyrir Evrópumótið í knattspyrnu í Póllandi og Úkraínu sem hefst í dag, föstudag. Opnunarleikurinn er á milli Póllands og Grikklands á Þjóðarleikvanginum í Varsjá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.