Fréttatíminn - 08.06.2012, Page 36
4 EM í fótbolta Helgin 8.-10. júní 2012
H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t
Grillpakkar
fyrir hópa og
samkvæmi
Allt í
grillmatinn
www.noatun.is
10 staðreyndir um EM 2012
Mótið í Póllandi
og Úkraínu er fjór-
tánda Evrópukeppnin
í sögunni. Þetta er
í fyrsta sinn sem
keppnin fer
fram í Austur-
Evrópu.
Elsti þjálfarinn á
mótinu er Giovanni Trapattoni,
sem er 73 ára. Sá yngsti
er Paulo Bento,
42 ára.
Enginn leikmaður Íra leikur
í deild í heimalandi sínu
en allir leikmenn Englend-
inga leika heima
fyrir.
Elsti leikmaður mótsins er
gríski markmaðurinn Kostas
Chalkias sem er 38 ára. Hinn
hollenski Jetro Willems er
yngstur, nýorðinn
18 ára.
Um sex
þúsund
sjálfboðaliðar
leggja sitt af mörk-
um til að keppnin
gangi smurt fyrir
sig í Úkraínu og
Póllandi.
Manchester City
er það félagslið
sem á flesta leik-
menn á EM, 18
talsins.
Miroslav
Klose hefur skorað
63 mörk fyrir Þýskaland
og er markahæsti leik-
maður keppninnar en
Iker Casillas er
leikjahæsti leik-
maðurinn með
129 lands-
leiki.
Þetta
verður í síðasta
sinn sem 16 lið taka
þátt í keppninni. Í keppninni
í Frakklandi árið 2016 verða í
fyrsta sinn 24 lið sem keppa
um bikarinn eftirsótta.
Öll
lið í
keppninni fá
8 milljónir evra
fyrir þátttöku sína
í lokakeppninni. Fyrir hvern sigur í riðla-
keppninni fá lið að auki 1 milljón evra og 500
þúsund evrur fást fyrir jafntefli. Fyrir sigur
í átta liða úrslitum eru greiddar 2 milljónir
evra og 3 milljónir fyrir sigur í undanúr-
slitum. Sigurvegarinn fær 7,5 milljónir
evra og liðið í öðru sæti fær 4,5
milljónir. Spánverjar gætu orðið
fyrsta þjóðin til að hrósa sigri
í tveimur Evrópukeppnum í röð
auk þess að landa Heims-
meistaratitlinum í milli-
tíðinni.