Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.06.2012, Síða 41

Fréttatíminn - 08.06.2012, Síða 41
19,1 prósent var aukning í fasteignaviðskiptum á milli maí á þessu ári og maí í fyrra. 211,5 Vikan í tölum milljónir er heildarupphæðin sem fram- bjóðendurnir sex til forseta mega verja til framboðsmála. Hagsmunahópar deila um kvótann Tugir fiskiskipa voru í Reykjavíkurhöfn vegna samstöðufundar útgerðarmanna sem fram fór á Austurvelli. Á sama stað á sama tíma mættu þeir sem mótmæla vildu framgöngu útgerðarmanna. Sakaði þingmann um ölvun Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, sakaði Jón Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, í ræðustóli Alþingis um að vera drukkinn. Hann dró ummæli sín til baka og baðst afsökunar. Einar Örn gagnrýndur Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, hlaut gagnrýni fyrir að hafa þegið boðsferð flugfélagsins WOW til Parísar. Einar Örn sagðist ekki hafa farið sem borgarfulltrúi heldur einstaklingur. FOKK YOU LÍÚ var sennilega slagorð dagsins í mótmælum sjómanna gegn nýjum fiskveiðistjórnunar- frumvörpum sem ríkisstjórnin stefnir að því að koma í gegnum þingið fyrir sumarfrí. Um tvö þúsund manns mættu á Austurvöll ýmist til að mótmæla ríkisstjórninni eða mæla með henni.Ljós- mynd/Hari Helgin 8.-10. júní 2012 fréttir vikunnar 33 Þverganga Venusar Sá sjaldgæfi viðburður átti sér stað í vikunni að reikistjarnan Venus gekk þvert fyrir sólu. Þetta gerist næst árið 2247. Íslendingur fær tónlistar- verðlaun Anna Þorvaldsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir verk sitt Dreymi. Hún er fimmti Íslendingurinn sem hlýtur þessi virtu verðlaun. Lögreglan fær 50 milljónir Innanríkisráðherra tilkynnti að lögreglan fengið 50 milljóna aukafjárveitingu til að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Nýtt fangelsi Kynntar voru niðurstöður um nýtt fangelsi á Hólmsheiði sem gert er ráð fyrir að verði tekið í notkun árið 2015. Áætlað er að fram- kvæmdir hefjist vorið 2013. kapp í kappræðum Einn af hápunktum vikunnar var kappræður forsetafram- bjóðendanna á Stöð 2 þar sem helmingur frambjóðendanna gekk út í beinni útsendingu. Og ekki skorti viðbrögðin á Facebook við þessum heims- sögulega viðburði. Guðmundur Andri Thorsson Á meðan þið horfðuð á kappræður sem voru víst frekar skrýtnar fórum við út og gróðursettum Litla tré. Enda gróðursetning alltaf betri iðja en rifrildi. Heiðar Ingi Svansson Það hefur greinilega verið rétt ákvörðun að standa úti við grillið heldur en að horfa á þetta forsetaframboðskl- úður á Stöð 2. Kannski komin full ástæða til að endurvekja Smekklausu verðlaunin, Einar Örn ? Helga Vala Helgadóttir Missti af kappræðum en á yfir- ferð minni hér á FB sýnist mér að sjaldan hafi einni þjóð leiðst jafn mikið ein kosningabarátta. þetta eru nú meiri leiðindin alltaf hreint. Þetta sagði ég í vikulokum fyrir 2 - 3 vikum... og það hefur hreint ekkert batnað. Tóm leiðindi og lítil gleði... en ... aftur... ég sá ekki heildina og ætti því ekkert að vera að tjá mig... er meira svona að tjá mig um fílinginn á fb í kjölfar sirkus stöðvar tvö Golli. Kjartan Þorbjörns- son missti af “The Biggest Loser” á Stöð 2 í kvöld. Deilt um kvótann Útgerðarmenn söfnuðu skipum sínum saman í Reykjavíkurhöfn til að móta kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar þar sem skipin þeyttu flautur sínar við mismikinn fögnuð íbúa miðbæjarins sem tjáðu sig um gjörninginn, á Facebook að sjálfsögðu. Guðmundur Pálsson Minnist þess þegar lögreglan stöðvaði lúðraþyt Sturlu vöru- bílstjóra á Austurvelli. Hann var einn. Með einn lúður. Heiða B Heiðars Herlúðrar úgerðarmanna eru alla að æra í 101 - eins gott að það er fullt af latte til að hugga sig við Bryndis Isfold Hlodvers- dottir Ekki nóg með að maður hafi þurft að hlusta á ríkustu stétt landsins væla í hverjum frétta- tíma í marga mánuði yfir því að þurfa að borga fyrir það sem þeir hafa hingað til fengið ókeypis, heldur á maður að þurfa að sitja undir hávaða og látum heima hjá sér líka?! Á ekkert að stöðva þetta væl og flaut? Eða ætla menn að leggjast kylliflatir niður í ótta við að forréttindastéttin geri hvað? Haldi áfram að hræða líftóruna úr fólki, um að ef hlutirnir verða ekki eins og þeir vilja þá muni allt hrynja eins og spilaborg.. Linda Vilhjálmsdóttir grátkór LÍÚ er með stórtónleika á Austurvelli í dag klukkan fjögur! Missið ekki af þessu frábæra tækifæri til að berja kórinn augum! Ólöf Nordal Glæsileg skip í höfninni í Reykjavík, hvað skyldi sam- eiginlegt aflaverðmæti þeirra vera? Guðmundur Andri Thorsson Hálfkvíði því alþingi götunnar sem í vændum er á Austurvelli. Góð Vika fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forsetaframbjóðanda Slæm Vika fyrir Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúa Besta boðsferðin Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, hefur legið undir ámæli og harðri gagnrýni fyrir að þiggja boð í jómfrúarferð íslenska flugfélagsins Wow Air til Parísar í síðustu viku. Aðrir borgarfulltrúar segja hann ekki skilja siða- reglur borgarfulltrúa og bloggarar skora á hann að segja af sér. Sjálfur segist Einar Örn vera æskuvinur Skúla Mogensen og hann hafi greitt 5900 krónur fyrir sætið. Hvað sem öðru líður hefur kusk fallið á hvítflibba stjórn- málamannsins Einars Arnar Benediktssonar. HeituStu kolin á Besta vikan Ólafur Ragnar Grímsson, forsetaframbjóðandi og forseti Íslands, átti sérdeilis góða viku – sjálfsagt þá bestu í langan tíma. Hann er kominn með yfirburðaforystu í könnunum, talaði þrefalt meira en bæði Herdís Þorgeirsdóttir og Þóra Arnórsdóttir í frægum kapp- ræðum forsetafram- bjóðendanna á Stöð 2 á sunnudaginn þar sem helmingur frambjóðenda gekk út og eftirlét, þar af leiðandi, Ólafi Ragnari sviðið. Ekki spillir fyrir Ólafi Ragnari að hans helsti keppinautur er nýrisin af fæðingarsæng og getur því ef til vill ekki beitt sér sem skyldi. 37,5 prósent allra liða á EM í fótbolta spila í búningum frá þýska íþróttavörufram- leiðandanum Adidas. Það eru Rússland, Grikkland, Þýskaland, Úkraína, Spánn og Danmörk. 110 ár eru frá því að SÍS, Sam- band íslenskra samvinnu- félaga, var stofnað. Það fór reyndar á hausinn fyrir tuttugu árum en lifir engu að síður góðu lífi. 100 prósent hlutfall marka ís- lenska U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM í fótbolta hefur framherjinn Björn Bergmann Sigurðarson skorað.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.