Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.06.2012, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 08.06.2012, Blaðsíða 42
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. F Leiti fólk til sérfræðistétta sem hafa ríka trúnaðarskyldu treystir það því að sá trún- aðar haldi. Þetta á til dæmis við um lækna og lögfræðinga. Í slíkum viðtölum eru oftar en ekki lagðar fram viðkvæmar persónuupp- lýsingar sem öðrum eru ekki ætlaðar. Gera má ráð fyrir að slíkt hafi átt við um þær konur sem leituðu lögfræðiaðstoðar vegna ígræðslu brjóstapúða sem síðar kom í ljós að reyndust gallaðir, enda óskuðu þær nafnleyndar. Friðhelgi einkalífs er stjórnarskrárvarinn grunn- réttur fólks. Reglunni er ætlað að verja einstaklinga gegn yfir- gangi stjórnvalda hverju sinni og er mikilvægasta mannrétt- indaákvæði stjórnarskrárinnar, eins og Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og frá- farandi formaður Lögmannafélags Íslands, bendir á í nýlegri blaðagrein. Svo mikilvæg eru þessi ákvæði, segir hæstaréttarlög- maðurinn, að sett hafa verið í lög ákvæði um trúnaðar- og þagnarskyldu ýmissa starfs- stétta, svo sem lögmanna, sem hafa upplýs- ingar um viðkvæm einkamálefni fólks. Hann spyr því eðlilegrar spurningar í kjölfar nýfallins hæstaréttardóms þar sem lögmanni þeirra kvenna sem til hans leituðu, í skjóli trúnaðar og nafnleyndar vegna ígræðslu gölluðu brjóstapúðanna, var gert að láta skattrannsóknarstjóra í té nöfn og kennitölur þeirra: „Er stjórnarskrárvernd einkalífsins gagnvart ríkisvaldinu að engu orðin?“ Í stjórnarskránni segir að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu – en þrátt fyrir það ákvæði megi með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, ef brýna nauðsyn ber til vegna rétt- inda annarra. Hæstaréttarúrskurðurinn er konurnar varðar, og áður úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur, byggir, að því er fram kemur í grein hæstaréttarlögmannsins, á heimild í lögum um tekjuskatt þar sem öllum er skylt að láta skattayfirvöldum í té allar upplýsing- ar og gögn sem þau óska eftir og sérstöku ákvæði þeirra laga sem kom inn í lögin árið 2009 um að ákvæði annarra laga um trún- aðar- og þagnarskyldu víki fyrir því. Þarna er langt seilst og spurning hvor rétturinn sé ríkari, kvennanna sem leituðu í trúnaði til lögmanns eða skattayfirvalda sem rannsaka hugsanleg skattaundanskot læknis. „Það er mikilvægt,“ segir Brynjar, „að fólk geti leitað til lögmanna vegna sérþekkingar þeirra. Að öðrum kosti er flestum einstaklingum ekki mögulegt að leita réttar síns gagnvart öðrum einstak- lingum eða ríkisvaldinu. Þess vegna hefur löggjafinn sett sérstök lög um lögmenn þar sem trúnaðar- og þagnarskyldan er mikil- vægur þáttur og raun forsenda þess að fólk geti leitað til þeirra. Það er því undarlegt að löggjafinn skuldi afnema trúnaðar- og þagnarskylduna og veita skattayfirvöldum ótakmarkaða heimild til að fá aðgang að við- kvæmum upplýsingum frá skjólstæðingum þeirra. Og það er skelfilegt að dómstólar skuli meta stjórnarskrárvarða friðhelgi svo lítils, að þeir leggi blessun sína yfir löggjöf af þessu tagi.“ Hæstaréttarlögmaðurinn fylgir þessu með svari við eigin spurningu: „Hvað er þá því til fyrirstöðu að skattayfir- völd fái aðgang að gögnum í vörslu skipaðra verjenda sakaðra manna? Samkvæmt dómi Hæstaréttar er ekkert því til fyrirstöðu.“ Tekið skal undir með Brynjari þar sem hann segir að svo virðist sem allir hafi sofið á verðinum yfir þessum mikilvægu einstak- lingsréttindum og ótrúlegt sé að nokkrum manni finnist hagsmunir skattayfirvalda vega þyngra en hagsmunir þeirra kvenna sem hér um ræðir. „Ég tel,“ segir Brynjar í Fréttatímanum í liðinni viku, „hagsmuni þeirra kvenna, sem fengið hafa sílikon í barm sinn, til að njóta fullrar nafnleyndar, meiri en rétt ríkisins til að komast að því hvort einhver lýtalæknir hafi skotið hundr- uðum þúsunda eða milljónum undan skatti. Friðhelgin er ein af grunnstoðum samfélags- ins og það hriktir í henni.“ Vont er, eins og fram kemur þar, að virðing fyrir friðhelgi einkalífsins sé á undanhaldi hjá ríkisvaldinu. Hún hafi verið sett í annað sætið á eftir rann- sóknarhagsmunum og eftirliti ríkisins. Friðhelgi einkalífs Sofið á verðinum Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Í Fréttatímanum 25. maí sl. var fullyrt að allt bendi til þess að Seðlabankinn hafi farið á svig við stjórnsýslulög þegar hann frestaði ákvörðun á sölu Sjóvár til aðila sem nú hefur sjálfur upplýst að hann hafi á þeim tíma verið til rannsóknar í gjald- eyriseftirliti Seðlabankans vegna gruns um brot á gjaldeyrislögum og hafi síðar verið kærður til Efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra vegna sama gruns. Er þetta haft eftir alþingismanninum Guð- laugi Þór Þórðarsyni og vísar hann í því sambandi til svars Seðlabankans við fyrirspurn frá Umboðsmanni Alþingis. Reyndar gengur blaðið sjálft lengra og persónugerir málið í hliðartexta og fullyrðir að „Már Guðmundsson ...hafi notfært sér (undirstrikun SÍ) upplýsingar frá gjaldeyriseftirliti bankans...“. Þessi ummæli hljóta að flokkast sem meiðyrði en ekki verður farið lengra með það. Hið rétta í málinu er að í svari Seðlabankans til Umboðsmanns Alþingis um þetta mál er ítarlega rökstutt að Seðlabankinn hafi ekki brotið stjór- nsýslulög í þessu samhengi og hefur það ekki verið hrakið. Þvert á móti er auðvelt að rökstyðja að það hefðu verið alvarleg embættisafglöp ef Seðlabankinn hefði haldið áfram með söluna eins og ekkert væri og síðan skömmu síðar kært stóran aðila í kaupenda- hópnum fyrir brot á gjaldeyrislögum, og það vegna fjármuna sem hugsanlega hefðu verið notaðir til að kaupa félagið. Þetta ættu flestir að sjá. Til viðbótar skal bent á að eftirlitsaðilar með Seðlabankanum, þ.e. Ríkisendurskoðandi og þingkjörið bankaráð, fengu upplýsingar um þetta mál og gerðu ekki at- hugasemdir við málsmeðferð. Það að salan á Sjóvá hafi verið framkvæmd af dótt- urfélagi Seðlabankans, ESÍ ehf., breytir þessu ekki eins og útskýrt var í svari Seðlabankans sem birt var samhliða fréttinni en blaðamaðurinn gerði lítið með. Í fréttinni er verið að gera það tortyggilegt að fyrir Alþingi liggur frumvarp sem meðal annars felur það í sér að Seðlabankinn fái samskonar upplýs- ingaheimildir og FME til að rannsaka brot á gjald- eyrislögum. Enginn fótur er fyrir þeirri tortryggni á grundvelli þessa máls eins og fram hefur komið. Reyndar er það svo að Seðlabankinn ber þagnar- skyldu samkvæmt lögum um gjaldeyrismál, auk þagnarskylduákvæða seðlabankalaga. Í þessu til- tekna máli hefur Seðlabankinn því gætt fyllsta trún- aðar sem auðvitað hamlar honum í því að leggja öll gögn á borðið. Það er hins vegar auðvelt að nota slíka þögn til að gera mál tortryggileg. Að lokum er rétt að benda á þá staðreynd að í þessu tiltekna máli var það bjóðandinn sem hætti sjálfur við kaupin áður en Seðlabankinn hafði tekið ákvörðun í málinu. Það má jafnframt minna á í þessu samhengi að samkvæmt tilkynningu frá Fjár- málaeftirlitinu 22.11.2010 hafði sú stofnun verið með í skoðun hvort fjárfestahópur bjóðandans gæti fengið heimild til að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá- Almennum tryggingum hf. Niðurstaða í það mál var ekki komin þegar bjóðandi sagði sig sjálfur frá kaupunum. Yfirlýsing frá Seðlabanka Íslands Athugasemd við rangfærslur í Fréttatímanum Kaffi á könnunni og næg bílastæði b ó k a b ú ð f o r l a g s i n s Opið alla virKa daga kl. 10–18 Og laugardaga kl. 10–14 Fiskislóð 39 ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 17juni.is Skrúðgöngur frá Hlemmi og Hagatorgi kl.13 34 viðhorf Helgin 8.-10. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.