Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.06.2012, Qupperneq 44

Fréttatíminn - 08.06.2012, Qupperneq 44
Út að borða Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Y Te ik ni ng /H ar i Yfirleitt tala menn um að fara út að borða þegar þeir snæða á veitinga- stað í stað þess að skella þverskor- inni ýsu í pott og sjóða kartöflur heima. Þetta má til sanns vegar færa, fólk fer út af heimili sínu þótt í raun borði það inni, eins og yfirleitt er gert hér á landi. Því veldur veður- farið, sem ýmist er blautt og kalt, nema hvort tveggja sé. Tvær undanfarnar helgar – og dag- ana þar á milli – viðraði hins vegar með þeim hætti á okkar ágæta landi að það var raunverulega hægt að borða úti, sem sagt undir beru lofti. Vegna þess hve veðráttan er fólki hugleikin vissi það varla hvaðan veðrið stóð á það. Hægviðri og hlýtt á öllum landshornum. Einar Svein- björnsson, veðurfræðingur Frétta- tímans, lýsti ástandinu þannig að tíð- in sem við upplifðum þessa tíu daga eða svo væri allt að því einstök. Einn og einn dagur með heiðríkju á land- inu kæmi alltaf annað veifið en að þeir röðuðust saman með þeim hætti sem gerðist frá hvítasunnuhelginni og fram í byrjun þessarar viku væri nánast með ólíkindum. Ef sérfræð- ingurinn segir þetta, þá trúi ég því. Tíðin var allt að því suðræn. Menn komu sælir til starfa eftir hvíta- sunnuhelgina og lundin var létt virku dagana enda spáin fyrir næstu helgi blíð. Sú spá stóðst. Síðasta helgi var dásamleg, ekki ský á lofti í júnísólinni. Fáir héldust því innan dyra. Sumir dunduðu í görðum sín- um, aðrir lögðust í sólbað, skruppu í sund eða fengu sér göngutúr til að sýna sig og sjá aðra. Nánast alls staðar var borðað úti. Morgunkaffið var sötrað á verönd eða svölum, snarl í hádeginu á sama stað og um kvöldið var grillilmur í lofti. „Ef það mætti treysta svona sum- arveðri væri vel gerlegt að þrauka kalda og dimma vetrarmánuðina,“ sögðu þeir sem af langri reynslu treystu því ekki að blíðan héldist. Auðvitað höfðu þeir rétt fyrir sér, það vitum við öll. Ísland er norðlægt og kalt land þótt veður hér sé í raun skárra en hnattstaða segir til um, svo er blessuðum Golfstraumnum fyrir að þakka. Hann rekur við og bætir loftið, eins og við lærum öll í barnaskóla. En er á meðan er. Það er um að gera að njóta dýrðardaganna sem gefast og vita, sem sjaldgæft er á Fróni, að næsti og þarnæsti dagur verði jafngóðir og sá í dag, í gær og í fyrradag. Þess vegna færðist afmæli barnabarns okkar hjónanna út í garð á laugardaginn og kvöldverður sem fylgdi í kjölfarið var á sama stað. Ef stemningin var ekki suðræn þá var hún að minnsta kosti skandinavísk, svona eins og maður sér í dönskum eða sænskum sumarkvikmyndum þar sem hinir eldri sitja hæfilega settlegir, gjarnan með ljósa sum- arhatta, við borð utandyra en lítt klædd börnin leika sér í garði innan um fagurlit blóm og falleg tré. Hlýindi mánaðamótanna maí og júní voru því kærkomin tilbreyting. Engum þótti tiltökumál að hafa svolítið meira fyrir morgunkaffinu, bera það út á bakka með brauði, osti, smjöri og öðru tilheyrandi. Sama gilti um aðra matmálstíma, að minnsta kosti þá sem hittu á helgar- dagana. Það þurfti að bera allt út, finna til garðstóla og útiborð, hafa til diska og glös. Að kvöldi síðasta sunnudags var pistilskrifarinn samt ekki viss um að hann myndi nenna að standa í þessum flutningum sum- arlangt, ef svo ólíklega færi að sam- felld sumarblíða entist í þrjá mánuði. Mjólkin með morgunkaffinu hitnar í sterku sólskininu, smörið bráðnar og hangikjötssneiðarnar þorna upp. Kæfan leysist upp og klaki, hafi hann verið á borð borinn til að kæla drykki, verður að vatni fyrr en varir. Þessi burður á leirtaui og sól- skorpnar hangikets- og ostsneiðar eru þó ekkert til að hafa áhyggjur af. Strax síðasta mánudag, meðan sól skein enn í heiði, sagði annar veðurspekingur, Trausti Jónsson, að snarpur kuldapollur sæist í spá- kortum. Sá svali skrattakollur hefði hrakið hæðina heittelskuðu sem yfir okkur var allt vestur til Kanada og gengi yfir landið úr norðaustri og réði ríkjum á landinu bláa næstu tvo daga, það er að segja liðinn þriðjudag og miðvikudag. Íslend- ingum var því kippt niður á jörð- ina aftur, eins og vænta mátti. Það þurfti því ekki lengur að hafa fyrir því að borða úti, nema upp á gamla mátann, að skella sér á veitinga- hús. Spáin er annars bærileg fyrir helgina, svona venjulegt íslenskt sumarveður eins og við þekkjum það, eitthvað misjafnt þó eftir lands- hlutum. Þótt heldur hafi kólnað er samt ekki öll von úti enn, jafnvel þótt sést hafi næturfrost í kortunum. Elstu menn muna enn sumarið 1939 og hinir yngri hafa lesið um hina blíðu tíð sam þá ríkti. Opinbert hitamet þess sumars, 31,5 stig á Teigar- horni í Berufirði, hefur enn ekki verið slegið. Hitabylgjur það sumar voru bæði óvenju margar og gætti í fleiri landshlutum en venjulegt er. Samt mældist næturfrost á landinu þetta sæla sumar, bæði í júní og júlí. Svona er Ísland víst í dag, þannig var það í gær og eflaust verður það svipað á morgun. En ef svo færi að við fengjum hitabylgjusumar núna, þrátt fyrir bévítans kuldapollinn sem Trausti minntist á, fylgja von- andi ekki þau ósköp sem fylgdu haustkomunni það löngu liðna ár, 1939. 36 viðhorf Helgin 8.-10. júní 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.