Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.06.2012, Page 48

Fréttatíminn - 08.06.2012, Page 48
40 veiði Helgin 8.-10. júní 2012 Fyndni veiðifélaginn  Stangveiði Inga LInd mIsstI þrjá rIsaLaxa á eInu sumrI u m það bil 30 ár eða alveg síðan pabbi treysti mér til að standa á stórum steini og halda á stöng án þess að detta í Þingvallavatn. Það er þó ekki nema einn áratugur síðan ég fór í mína fyrstu lax- veiði,“ segir Inga Lind. Hún dregur hvergi úr því að vera algjörlega forfallinn veiðimaður. „Það er vonin, maður, vonin! Og spennan. Og vitneskjan um hversu ólýsanlega gaman það er þegar hann tekur,“ segir hún og reynir að leggja það fyrir sig, aðspurð, hvað það er sem gerir að hún undir sér við veiðar dagana langa og árum saman. Selá er drottningin Hvernig laxveiðin er til komin segir hún að það byggi einkum á sameiginlegum áhuga þeirra hjóna, hennar og Árna Haukssonar fjárfestis, á sportinu: „Maðurinn minn hefur kastað flugu frá því í barnæsku og hann kenndi mér öll trixin í bókinni þegar kemur að straumvatni. Eftirlætis árnar eru nokkrar. Ég elska Þverá í Borgarfirði, mér finnst Hús- eyjarkvísl alltaf koma á óvart en á toppinum trónir drottningin Selá í Vopnafirði.“ Og það var einmitt þar sem Inga Lind landaði sínum stærsta fiski, hressilegum hæng sem mældist 92 sentímetrar. Inga Lind lítur hvorki við maðkaveiði né setur hún spún á kaststöng; hún veiðir orðið eingöngu á flugu og er mest í laxveiði, en rennir einnig fyrir silung. Aðspurð hversu oft hún fari til veiða árlega minnir Ingu Lind að í fyrra hafi hún farið í sjö veiðiferðir, sem telst nokkuð gott. Sage frá Orra vigfússyni Þeir allra hörðustu í veiðinni leggja allt undir og fara jafnvel um heim allan í því skyni að stunda stangveiðar. Inga Lind segist alveg eiga það eftir og grætur svo sem ekkert reynsluleysi á því sviði. „Nei, það á ég alveg eftir. Eru ekki bestu árnar á Íslandi? Á maður að nenna því að sækja vatnið yfir lækinn?“ En, það er óvíst hvað verður því Inga Lind sér fyrir sér að stunda veiðar alveg fram á grafarbakkann. „Já. Geta árbakkar ekki verið grafarbakkar?“ Ekki er úr vegi að fá að gægjast eilítið í veiðitöskuna hjá Ingu Lind. Eftirlætisstöngin kemur ekki frá einhverjum Jóa á bolnum held- ur frá einhverjum helsta frumkvöðli laxveiða á Íslandi. „Já, Orri Vigfússon gaf mér tvíhendu, 13 feta Sage og hún hefur reynst mér alveg svakalega vel.“ En, það er fyrst þegar hin klassíska spurning um uppáhalds fluguna ber á góma að Ingu Lind vefst tunga um tönn. „Já, þú spyrð vel. Ég á nefnilega sérhnýtt leynivopn í boxinu mínu sem hefur reynst mér einstaklega vel. Mér var gefin sú fluga af góðum veiði- og fluguhnýtingarmanni sem ég hitti á einum árbakkanum og hann nefndi hana í höfuðið mér – sem er svolítið vand- ræðalegt fyrir mig. En við þykjum mjög líkar.“ Svo sárt - ó, svo sárt Inga Lind er að sjálfsögðu innt eftir því hvort hún eigi ekki einhverja skemmtilega veiði- sögu að segja lesendum Fréttatímans og ekki stendur á því. „Ég er enn að jafna mig eftir sumarið 2011. Mér tókst að missa þrjá risa- stóra á einu sumri. Sá fyrsti tók rauða Kröflu í Laxá í Aðaldal og var á í 15 mínútur. Það var nú ekki mikið að gerast þá daga í ánni svo mér fannst ég alveg hrikalega illa svikin. Verst var þó þegar ég las veiðifrétt á Netinu nokkrum dögum seinna um 102 cm lax sem tók rauða flugu og náðist á land - á nákvæmlega sama stað og ég missti minn! Þetta var örugglega sami gaurinn. Svekkjandi fyrir mig,“ segir Inga Lind. „Næst missti ég svo einn kolsvart- an og þrautreyndan í Klapparfljótinu í Þverá, og hann þumbaðist í heilan klukkutíma. Á endanum sleit hann af mér allan tauminn og synti sína leið. Það var sárt. Ó, svo sárt.“ Laxinn sem lét eins og bavíani En allt er þá þrennt er: „Klukkan 21:00, nokkrum dögum síðar tók bjartur, stór og sprækur lax sömu flugu í hylnum fyrir ofan, Árbæjarkvörn, og lét eins og bavíani. Hann var á í tvo og hálfan klukkutíma! Ég var þarna í kvennaholli og veiðitíminn leið og allar kon- unar voru mættar til okkar að fylgjast með. Til eru æsispennandi myndbönd af þessari viðureign þar sem félaginn sést stökkva 15 sinnum upp úr ánni og reyna að berja sporð- inum í línuna. Á endanum, þegar farið var að dimma og ég orðin ansi lúin, ákvað ég að taka betur á honum, klára dæmið og vera hörð en þá hitti víst skrattinn ömmu sína og ég fór að lokum upp í hús með öngulinn í rassinum. Í rauninni varð öngullinn þó eftir í kjaftinum á þeim sterka og sennilega syndir hann um með hann enn þann dag í dag. Ég veit ekki hvenær ég mun jafna mig á þessum óförum. En fjörið var rosalegt – á meðan á því stóð.“ Jakob Bjarnar grétarsson ritstjorn@frettatiminn.is Mér var gefin sú fluga af góðum veiði- og fluguhnýt- ingarmanni sem ég hitti á einum árbakkan- um og hann nefndi hana í höfuðið mér – sem er svolítið vandræða- legt fyrir mig. En við þykjum mjög líkar. Uppáhalds flugan heitir Inga Lind Ekki verður þverfótað fyrir körlum í stangveiðinni og sú er vissulega ímyndin; að þetta sé karllægur heimur. Því fer þó fjarri lagi að þeir sitji einir að veiðihúsum landsins – konur sækja stöðugt meira í stangveiðina. Ein af þeim skemmtilegri, Inga Lind Karlsdóttir, er þó enginn nýgræðingur með flugu- stöngina sér í hönd. Hún segir lesendum Fréttatímans af einu og öðru, af ferlinum og hvað er svona það helsta í vopnabúrinu. inga Lind sýnir gullfallegan hæng sem hún veiddi í sinni eftirlætis á: Selá í Vop- nafirði. Áslaug Hulda. Svo mikil Sjálfstæðismaður að hún veiðir aldrei með rauða flugu á, en þó er veiðihúfan rússnesk. Hér er hún, bogin í hnjám, í Húseyjarkvísl með einn vænan lax á og eigin- maðurinn, Áki Sveinsson í forgrunni.  Stangveiði FéLagsskapurInn Í viðtalinu við Ingu Lind, sem sjá má hér á síðunni, var hún spurð þeirrar ósann- gjörnu spurningar hver sé uppáhalds veiðifélaginn? Þetta er vitaskuld ómögu- leg spurning, nánast eins og að biðja móður að gera uppá milli barna sinna, en Inga Lind snýr sig heldur betur laglega út úr því. Nefnir vitaskuld eiginmann- inn til sögunnar, nánast af skyldurækni. „Hann blessaður kemst varla í veiðiferð án þess að ég troði mér ekki með. Annars reyni ég að komast sem oftast með vinum okkar líka,“ segir Inga Lind en vill svo misskilja spurninguna: „Fyndnasti veiði- maður sem ég þekki er Áslaug Hulda Jónsdóttir, vinkona mín og framkvæmda- stjóri Hjallastefnunnar. Hún velur til dæmis einkennilegar flugur og vill ekki sjá þær ef þær eru rauðar, af því hún er of mikill sjálfstæðismaður til þess. Hún á appelsínugulan veiðijakka og verður mjög kát ef hún finnur flugu í stíl við hann. Hún beygir sig mjög undarlega í hnjánum þegar hún er með fisk á, ber ótrúlega skrýtna rússneska loðhúfu á höfðinu og enginn hefur trú á aðferðum hennar en málið er að hún er veiðir alltaf stærstu fiskana í ferðinni! Svo á hún líka alltaf Irish Coffee í bílnum. Já, og umburðar- lyndan mann.“ Jakob Bjarnar grétarson ritstjorn@ frettatiminn.is Ragnar Hólm með Silfur perluna sem hann segir að urriðinn standist ekki.  FLuga vIkunnar „Sem flugu vikunnar ætti ég náttúrlega að nefna Peacok en sneiði hjá því til að vera pínu frumlegur og nefni Silfur perluna,” segir Ragnar Hólm kynn- ingarfulltrúi Akureyrar- bæjar. Fréttatíminn fékk engan aukvisa til að velja fyrir sig flugu að þessu sinni því Ragnar er annar ritstjóra Flugufrétta, www.flugur.is og þaul- vanur stangveiðimaður. „Norðmenn kynntu hana fyrst fyrir Íslendingum á urriðasvæðinu í Laxá forðum daga. Silfur tinsel á legginn, svart döbb og svo silfurkúla. Gæti ekki verið einfaldara. Líkist lirfu með loftbólu á leið upp á yfirborðið. Urriðinn kolfellur fyrir þessu og sjóbleikjan líka.“ urriðinn fellur fyrir Silfur perlunni 00000 Veiðikortið 37 vötn Eitt kort 6.000 kr. www.veidikortid.is FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.