Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.06.2012, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 08.06.2012, Blaðsíða 60
Helgin 8.-10. júní 201252 tíska 5 dagar dress „Núna einkennist klæðn- aður minn helst af þægilegum og mjúkum fötum,“ segir María Erla Kjartansdóttir sem er 23 ára gömul en hún á von á sér í næsta mánuði. „Ég er ekki endilega háð einhverjum sérstökum stíl, klæðist bara því sem mér finnst flott og fer mér vel. Er mest í víðum fötum og eru prjónapeysur í miklu uppáhaldi núna ásamt gallavestum, skyrtum, leðurklæðnaði og nú klæðist ég meira flatbotna skóm en hælum, sem segir sig kannski sjálft. Fötin mín versla ég mest í Zöru, Tops- hshop, Spúútnik og er einstaklega hrifin af versluninni GK.“ tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Tískan í háloftunum Síðustu daga hef ég eytt of miklum tíma fyrir minn smekk i háloftunum. En tímanum þeim fórnar maður til að komast í gott frí. Mörg flugfélög hafa þau verið sem hafa flutt mig milli staða, frá þremur heimsálfum og eru þau eins ólík og þau eru mörg. Þegar maður ferðast til margra áfangastaða á stuttum tíma tekur maður að sjálfsögðu eftir hversu tískan getur reynst fjölbreytt, það er á jörðu niðri. Sum lönd eru framar en önnur en hver hafa þau sínar áherslur. Hinsvegar virðist tískan i háloftunum vera eins, sama frá hvaða landi flugfélagið kemur. Öll hafa þau sömu áherslur og gildi og eru flug- freyjurnar og flugþjónarnir alltaf jafn glæsileg og vel til fara. Flest félögin velja aðsniðin pils eða buxur, fallegar blússur, jakka, klúta og hatta í stíl. En sum flugfélögin leggja þó meira í litagleði og frumleika á meðan önnur fara öruggu leiðina velja hefðbundnari búninga. Förðunartískan i háloftunum er þó mun fjölbreytt- ari eftir heimsálfum en í klæðaburði og er það mín upplifun að flugfreyjurnar í Asíu leggju meira i and- litsforðun og mála sig með ýktari hætti en stöllur þeirra í Evrópu. Eldrauðar eplakinnar eru áberandi hjá þeim asísku, bláir augnskuggar og löng gervi- augnhár. En þar sem ég hef ekki flogið með nærri helmingi flugfélaga heims get ég aðeins talað fyrir sjálfa mig. Í ferðalögum framtíðarinnar á ég jafnvel og væntan- lega eftir að kynnast gjörsamlega allt annarri tísku háloftanna en hér hefur verið lýst. Kveðjur frá Úganda Þriðjudagur Skór: Converse Buxur: Kúltúr Peysa: Kron Kron Mánudagur Skór: Kaup- félagið Peysa: River Island Vesti: Gamall gallajakki Miðvikudagur Skór: Kaupfélagið Kjóll: H&M Skyrta: Spúútnik Fimmtudagur Skór: Gs skór Kjóll: GK Peysa: London Föstudagur Skór: Kron Buxur: Topshop Bolur: Andrea Sokkar: Topshop Klæðist mjúkum og þægilegum fötum Flakkar milli fyrirsæta Maroon 5 söngvarinn Adam Levine hefur nælt sér í nýja Victoria’s Secret-fyrirsætu, aðeins tveimur mánuðum eftir skilnað við fyrir- sætunna Anne V. Nýja kærastan er hin namibíska Behati Prinsloo og hafa þær Anna unnið saman að mörgum verkefnum á vegum Victoria’s Secret-fyrirtækisins. Adam kom fram á síðustu undirfatasýningu Victoria’s Secret þar sem hann flutti lagið Moves like Jagger og fór vel á með honum og Önnu á sviðinu. Svo virðist þó sem hann hafi ekki sýnt henni eins mikla athygli baksviðs, enda hafði hann kolfallið fyrir Behati fyrr um kvöldið. Aðdáendur hönnuðarins Alexander McQueen geta farið að setja sig í stellingar því verslunin GK Reykjavík hefur tilkynnt að nýr hátískufatnaður frá tískuhúsinu sé væntan- legur í verslanir í næstu viku. Vörurnar eru úr línunni MCQ by Alexander McQueen sem er fáguð, glæsileg og vönduð. Lína frá Alexander McQueen væntanleg í GK Reykjavík F.v. Nicole Richie, Rihanna og Alexa Chung. Hárbandaæði í Hollywood Hárbönd er vinsæll höfuðbúnaður hjá stelp- unum Hollywood um þessar mundir. Þau henta enda vel við allar greiðslur, öll til- efni og eru eftirsótt í öllum litum. Þessi fylgihlutur mun án efa vera áberandi í sólskininu í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.