Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1922, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.09.1922, Blaðsíða 3
8. árg. September, 1922. 9. blað. Meðferð á hydrocele og hygroma. Eftir Guðm. Magnússon. Mig langar til að leggja liðsyrði auðveldri aðferð, sem eg hefi notað í mörg ár. Levis í Boston mun fyrstur hafa notað aðferðina (1881) við hydro- cele. Ef mig minnir rétt, skrifaði P e r s, danskur læknir, doktorsritgerð um þesskonar meðferð á hydrocele nokkrum árum siðar, en ekki hefi eg getað fundið bók hans hér á söfnum. Aðferðin virðist ryðja sér síður til rúms en vænta mætti — þykir eí til vill of einföld. Að minsta kosti er í algengum kenslu- og handbókum í handlæknisfræði annaðhvort ekki minst á hana, eða hún er talin á borð við joðlækningu. Aðferðin er í því fólgin að hleypa vatninu út með ástungu, og dæla síðan inn um holnálina nokkrum grömmum (2—5 eftir stærð vatnshauls) af phenolum liquidum, sem er látið dreifast sem best um holið, með strokum. Ástunguopinu er lokað með collodium eða steril gase og t. d. leukoplast, og sjúklingurinn, sem hefir engar þrautir, getur farið allra sinna ferða, en venjulega ræð eg honum til að halda sér í ró fyrsta daginn. Sé um hygroma að ræða, er ráðlegast að leggja aðhaldsvafning um liminn, þegar því verður við komið. Er það oft, að ekki safnast neitt vatn fyrir aftur, en venjulega kemur fyrstu dagana lítið eitt af vökva í holið, og eyðist smámsaman algerlega. Ef um hydrocele er að ræða, kem- ur, eg held æfinlega, nokkru meiri vökvi, fyrstu vikuna; samt ekki nándar nærri eins mikið og áður en stungið var og dælt inn, og hverfur svo venjulega á 2—3 vikum. Með þessu móti tekst það ])ráfaldlega, en ekki altaf, að lækna veik- ina með þessari einföldu aðferð, og spara sjúklingi skurð, sem að visu ekki er líklegur til að verða hættulegur, en útheimtir þó legu og kemur meira við pyngjuna. Stundum getur maður séð það fvrir, að veikin haldist eða taki sig upp aftur, þó þessi aðferð væri notuð, en ekki æfinlega, og ber þá auðvitað að velja aðra, og komið getur það fvrir, að óleyfilegt sé að nota aðferð- ina, vegna áhættu. Svo er t. d. um hydrocele communicans. Líklegt er, að aðferðin reynist ónóg, ef veggur holsins, sem vökvinn er i, er þykk- ur, eins og stundum vill verða, þegar hygronta kemur upp úr hæmatoma bursae, með hálforganiseruðum coagula sangvinis. Ef þesskonar ójöfnur finnast í veggnum, vil eg ráða frá því að viðhafa þessa aðferð. Við hydro-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.