Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1922, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.09.1922, Blaðsíða 4
130 LÆKNABLAÐIÐ cele hittist slikt miklu sjaldnar en viö hygroma, og vissulega er þaö ekki algengt aö a'Öra aðferö þurfi við hydrocele, því að alla þá tíð sem eg hefi fengist við lækningar, minnist eg ekki að hafa gert operatio radicalis vegna hydrocele nema tvisvar. Nokkru oftar hefi eg orðið að gera exstirpatio hygromatis, annaðhvort af því að veikin tók sig upp, eða eg þegar frá byrjun áleit að þessi aðferð ætti ekki við. En þó svo færi, að maður einhverntíma revndi aðferðina af því contraindicatio var ekki ljós, þá er ekki miklu niður sleppt, því síður rná gripa til hnífsins. Það er alls ekki hægt með réttu að jafna þessari aðferð við joð-aðferð- ina (þ. e. injectio sol. jodi spirit.), sem kenslubókunum hættir til að halda fram. Sú aðferð hefir þann slæma galla að valda sársauka, sem stundum er sagt að geti verið svo mikill, að inj. morphic. þurfi til að deyfa hann, og það hefir enga yfirliurði yfir phenolum liquidum, að því er snertir tryggilegri lækningu. Sumir kynnu að óttast intoxicatio phenoli, en það er ástæðulaust. Eg hefi ekki einu sinni séð karbóllit á þvagi, þegar þetta hefir verið gert. Það er ])ví óþarfi og misskilningur, að vilja draga úr þeirri hættu meö því að nota þynta karbólsýru. Óblönduð karbólsýra myndar brunaskán innan á veggnum, sem i) veldur tilfinningarleysi og 2) hindrar uppsog í blóðið, og þar með eitrun. Miklu hættara er við þessu einmitt ef þynt karbólsýra er notuð. Þessi brunaskán er ekki þykk, og því er engin ástæða til að óttast að eistað skemmist, ef um hvdrocele er að ræða, enda hefi eg aldrei orðið þess var. Hversvegna þverrar berklaveikin? Eftir Guðm. Hannesson. Síðan Rob. Kock fann berklasýkilinn hefir lierklaveikin verið tiltölu- lega einfalt mál í augum flestra. Or sjúklingunum barst sóttnæmið með ryki eða úða í heilbrigða, sjaldan eða aldrei úti við, en því auðveldar inni í húsuni seni þau voru verri og þrengri. Langbestur var jarðvegurinn fyrir sýklaillgresið í ungu börnunum og t’ólki, sem illa var haldið i fæði og öðrum lífsnauðsynjum, aftur næsta Ijelegur í fólki, sem lifði við góð kjör og stóð á háu menningarstigi. Var þetta rökstutt með ótal dæmum. Þessi auðskilda kenning var gripin á lofti jafnt af leikum sem lærðum og á henni bygðu menn allskonar varnarráðstafanir. Heilsuhæli voru bygð, sjúklingar einangraðir, börnum foröað frá samvistum við þá, hús fátækra bætt, alþýða frædd um hversu í öllu lægi. Árangurinn af allri þessari her- ferð gegn berklaveikinrii hefir þótt álitlegur, því veikin hefir víðast fariö minkandi um langan tíma. Að sjáifsögðu er enginn efi á því, að berklav. er næmur sjúkdómur og breiðist svipað út og alment er álitið. Og þó er málið ekki eins einfalt og almenningur ætlar. Það er t. d. langt síðan bent hefir verið á, að berklaveikin var tekin að réna í fleirum löndum löngu áður en heilsu- hæli risu upp og aðrar varriarráðstafanir nútímans og að ekki verður séð af dánartölunum, að þær hafi flýtt neitt verulega fyrir útrýmingu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.