Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1922, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.09.1922, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ I4£ Hann minnist á aö einföld jejunostomi, lítiö gat, sem gert er, svo að næra megi sjúkl. án þess að contenta leiti út, nægi ef til vill til þess aö lækna öll slík sár. Sjúklingurinn er þá næröur vikum saman gegnum gatiö og ekkert látiö í magann og jafnframt liggur hann rólegur í rúmi sínu. Þetta segir hann aö hafi máttug áhrif á hvert sár. Þegar sjúklingur- inn er heill, er garnagatið grætt. — Meöferö gamla próf. Withs sýriist vera að komast aftur til vegs og valda. — (Journal of. Am. med. Ass., 1. júlí). G. H. Berklaveiki í hundum og köttum. Petit fann, aö 10—15% hunda og katta voru berklaveik. Dýrin smitast af mönnunum og geta líklega útbreitt veik- ina. — (Journ. of Am. med. Ass., 1. júlí). G. H. Trachoma í Kína. Li læknir segir, aö enginn sjúkdómur valdi jafnmiklu fjártjóni í Kína eins og trachom. Millionir manna hafi oröiö blindir og margfalt fleiri hálf-blindir. — (J. of Am. med. Ass., 8. júlí). G. H. Einföld bólusetning við taugaveiki. Vaillant gaf 1236 íbúum í hjeraöi einu i Frakklandi, þar sem taugaveiki lá í landi, pillur með drepnum taugav. og paratyfus-sýklum. Var ein pilla af þessu „vaccin bilié“ tekin aö morgni 3 daga í röö (börn 2 daga). Engum varð verulega meint viö, en af þeim sem þannig voru bólusettir sýktust 0.17%. Af óbólusettum 7.7%. — Ef þessu má trúa, er hjer aö ræða um mikla uppgötvun (Journ. of Am. med. Ass., 8. júlí). G. H. Blóðvatnslækningu við mislinga hefir Degkwitz reynt á 1700 börnum. Blóðvatniö er tekið úr sjúklingum í afturbata. 2.5 ccmt. af serum nægja til að vernda barn yngra en 4 ára, ef ekki er lengur liðið frá smitun en 4 dagar, og er sá skamtur talinn verndareining. Séu 5—6 dagar liðnir frá smitun þarf 5—6 ccmt., en fari tíminn yfir viku, hrífur blóðvatniö ekki. D. liefir reynst smitunarhættan mest á undirbúningstímanum, og hann telur hann venjulega ekki lengri en 4 daga(?). Ónæmið helst að minsta kosti mánaðartíma. — Eflaust má þetta aö góðu gagni koma, en hand- hægt verður það ekki, fyr en dýraserum fæst. - (Lancet, 25. maí). G. H. Skólaskoðun. Dr. Stephani (Mannheim) hefir notað eftirfarandi „in- spections“-aðferð til þess að meta holdafar og útlit skólabarna: A. H o 1 d a f a r (birtu leggi beint á barnið) : 1. Gott: Rifin sjást ekki fyrir sig. 2. Meðal: Rifin neðan brjóstvartna sjást. 3. G r a 111: Rifin ofan lijóstvartna sjást, þar sem þau mæta brjóst- beini. B. Útlit: 1. Gott: Kinnar rjóðar og slimhúðir (augu, varir). 2. M e Ö a 1: Kinnar lítið eitt fölar, breytilegur andlitslitur. slímhúö- ir fölar. 3. S 1 æ m t: Fölt útlit, fölar slímhúðir. Aðferð þessi er svo einföld, og þó á góðum grundvelli bygð, að vel gæti komið til tals að taka hana hér upp við skólaskoðanir. (Zeitschr. f. Schul- hygiene 3—4, 1921). G. H. Skírlífi og hórdómur. Miss Ettie A. Rout, læknir, orðskýrir þannig: Skírlífi eru samfarir karla og kvenna, sem elskast, — hórdómur eru samfarir karla og kvenna, sem ekki unnast, hvort sem þau eru gift eða ógift.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.