Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1922, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.09.1922, Blaðsíða 8
134 LÆKNABLAÐIÐ Heilsuhælið á Battle Creek. Framh. Kúamjólk er ágætis fæða handa öllum, en sérstaklega handa börnum og unglingum, en til þess að mjólkin sé góð fæöa, þarf hún aS vera hrein. Sé mjólkiS saurguð með flórgerlum, rotnunargerlum, sem oft eru í mykj- unni, er mjólkin óhæf til matar. HeilsuhæliS hefir sitt kúabú og er þar gætt alls hreinlætis viS mjaltirnar, kýrnar mjólkaSar meS raforkutækj- um eftir aS júgrin hafa veriS þvegin vandlega, svo mjólkini er alveg geril- snevdd. SoSin mjólk eSa „pasteuriseruS“ er ekki eins holl og nýmjólk, af því aS hún missir bætiefnin (vitaminefnin) viS suSuna. Mjólkin hefir bætiefni í ríkulegri mæli en flest önnur næringarefni. — Á hælinu er ekkert notaS af hveitibrauSi (franskbrauSi), eins og notaS er heima. Hér er notaS brauS úr hveiti, þar sem hýSiS af hveitinu er malaS saman viS hveitikjarnann, svo þaS lítur út svipaS og rúgbrauS. Bætiefnin eru mest innan undir hýSi kornsins, og þess vegna er þaS borSaS hér meS kjarnanum. Eg hafSi orS á því við dr. Kellogg, aS þaS væri dauðadómur fyrir ís- lensku þjóSina ef sá siSur yrSi alment tekinn upp, aS borSa hvorki kjöt né fisk. Eg vil ekki segja ykkur nú hverju dr. Kellogg svaraSi, en hann bætti því viS: „ÞiS getiS neytt súrmjólkur og skyrs meira en gert er.“ SagSist hafa lesiS þaS í gamalli ferSabók um ísland, aS þar væru sviS, kindahöfuS, geymd yfir veturinn í súrmjólk. Sýndi hann mér 15 ára gamalt kjöt, sem geymt hafSi veriS i súrmjólk, og var óskemt enn þá, kvaS þetta sanna J)aS, aS súrmjólk, skyr, væri góS fæSa og holl. Á Battle Creek heilsuhæli eru vatnsböS mikiS notúS, bæSi heit og köld, svo og gufuböS. Þar eru 2 sundlaugar, önnur inni, hin úti, svo þar er hægt aS synda bæSi vetur og sumar. Sérstaklega eru útiböSin mikiS notuS á sumrin. Dr. Kellogg sagSi mér að þeir yrðu þar næstum svartir á sumrum eins og negrar. ÞaS er lögS mikil áhersla á þaS, aS vera sem mest úti undir beru lofti og hreyfa sig. Hér eru líka mikiS notuS rafmagnsböS, ljósböS, radiumböS, loftböS, og eru allskonar tæki og útbúningur til þess. — Nuddlækningar eru og nokk- uS notaSar hér og er hér 1 íslenskur nuddlæknir, ungfrú Finnson; sömu- leiSis eru hér 2 stórir salir, þar sem fer fram sænsk leikfimi og núningur meS vélum knúnum meS rafafli, hrista |)ær mann og lemja á allar lund- ir. Þar er vél sem hristir mann eins og Jiegar hastur hestur brokkar, önn- ur vaggar manni eins 0g úlfaldi þegar hann hleypur hægt. Á hverjum morgni er leikfimisæfing úti undir beru lofti, og á hverju kvöldi, eftir kvöldmat, gönguæfing í leikfimissalnum, alt undir stjórn leikfimiskennarans. Battle Creek er heilsuhæli i orSsins rétta skilningi, hæli þar sem leit- ast er viS aS bæta heilsuna og styrkja likamann, án þess aS nota nokkur lyf, heldur uppsprettur náttúrunnar, sólarljósiS, hreint útiloft 0g eSlilegt og gott fæSi. Öll lyf, öll eitur og æsandi efni eru hér hrein bannvara og sjást ekki, næstum að segja hverju nafni sem nefnast, ekkert krydd notaS í mat nema salt. Kaffi er aldrei drukkið hér, heldur ekki te, og síst af

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.